Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Blaðsíða 7
Hitaveita Suðurnesja fer fram á að ís-
lenska ríkið greiði stóran hluta lagn-
ingar nýrra vatnslagna til Vestmanna-
eyja. Ef ekki, ætlar fyrirtækið að hækka
þjónustugjöld sín til að safna upp í
framkvæmdina. Áætlaður kostnað-
ur verksins er 1,2 milljarðar króna og
hitaveitan fer fram á að ríkið greiði að
minnsta kosti 600 milljónir af því.
Til Vestmannaeyja liggja í dag tvær
vatnslagnir sem eru báðar nærri 40
ára gamlar. Önnur þeirra er ónýt og
hin illa farin. Fyrir tveimur árum fór
í sundur vatnslögn til Vestmannaeyja
og þá varð ljóst að leysa þyrfti vand-
ann með því að leggja nýja lögn. Gert
er ráð fyrir því að leggja nýju vatns-
lögnina næsta sumar þegar kjörað-
stæður eru til lagningarinnar. Stjórn-
endur Hitaveitu Suðurnesja hafa
þegar leitað til fjárveitingavaldsins
eftir fjármagni til framkvæmdarinnar
en hafa ekki fengið nein svör ennþá.
Tvær leiðir
Júlíus Jón Jónsson, forstjóri Hita-
veitu Suðurnesja, staðfestir að annað
hvort komi ríkið að verkinu eða gjald-
skráin verði hækkuð í topp. Hann
segir ríka þörf fyrir því að ráðast hið
allra fyrsta í verkið. „Við krossleggjum
fingur um leið og vind hreyfir. Ég hef
áhyggjur af því að lögnin sem fyrir er
haldi ekki út til vorsins. Það má enginn
misskilja það svo að við ætlum ekki
að fara í framkvæmdina, málið snýst
eingöngu um hver borgar brúsann.
Nú þegar höfum við greitt inn á þetta
en við bendum á að þetta er félagsleg
framkvæmd sem ríkið eigi að koma
að,“ segir Júlíus. Grétar Mar Jónsson,
þingmaður Frjálslynda flokksins,
segir lykilatriði að Eyjamenn fái nýj-
ar vatnsleiðslur hið fyrsta og undrast
kröfu stjórnenda Hitaveitu Suður-
nesja. Hann spyr hvort íslenska ríkið
eigi nú að fara að greiða allar fram-
kvæmdir sem einkaaðilum í orkumál-
um þyki ekki arðbærar. „Þetta er óarð-
bær framkvæmd og nýju eigendurna,
einkaaðilana, langar ekkert til að fara í
svoleiðis. Maður skilur það svo sem al-
veg en þeir verða að gera sér grein fyrir
því að þeir geta ekki bara hirt gróðann
heldur þurfa líka að sinna grunnal-
mannaþjónustu. Ég kemst ekki hjá því
að spyrja mig hvort þetta sé það sem
koma skal í einkavæðingu orkufyrir-
tækja,“ segir Grétar Mar.
Vilja ekki tapa
Árni Johnsen, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, er ósammála og telur
sjálfsagt að ríkið styrki framkvæmd-
ina. Hann telur ekki rétt að krefjast
þess af Hitaveitu Suðurnesja að gera
þetta hvort sem verkefnið sé arðbært
eður ei. „Þetta er eitt af þessum félags-
legu verkefnum í landinu. Byggðamál
á ekki að leggjast á einkaaðila. Spurn-
ingin er fyrst og fremst sú hvort vatnið
í Vestmannaeyjum eigi að vera miklu
dýrara en annað vatn í landinu. Ef rík-
ið kemur ekki til móts við þá þurfa
þeir að hækka gjöldin. Mér finnst
þetta spurning um jafnræði og því tel
ég mjög eðlilegt að ríkið komi að með
styrkjum. Í gegnum tíðina hafa Vest-
mannaeyjar verið ein stærsta verstöð
landsins og skilað gífurlegum tekjum
í ríkissjóð. Við þurfum á vatninu að
halda,“ segir Árni.
Aðspurður um gagnrýni á þá kröfu
fyrirtækisins að ríkið greiði stóran
hluta verksins segist Júlíus virða öll
sjónarmið. Hann segir markmið hita-
veitunnar að tapa ekki á framkvæmd-
inni. „Við erum ekki að fara að græða á
þessu en við viljum að sjálfsögðu ekki
tapa heldur. Sú er grunnhugsunin.
Hinn valkosturinn er sá að keyra allar
gjaldskrár í topp og við höfum heim-
ildir fyrir því í lögum. Við viljum reyna
að koma framkvæmdinni niður í það
að vera núlldæmi fyrir okkur. Menn
geta alveg haft þá skoðun að við eig-
um að greiða þetta en það er ekki okk-
ar skylda. Við lítum hins vegar á þetta
sem skylduverkefni opinberra aðila
og vonandi tekur fjárveitingavaldið
vel í beiðni okkar,“ segir Júlíus.
DV Fréttir miðvikudagur 10. október 2007 7
Frjálslyndir ósáttir við vinnubrögð bæjarstjórnar á Akranesi:
Bæjarfulltrúi botnar ekki í frjálslyndum
„Ég veit ekki hvað Magnús er að
fara,“ segir Karen Jónsdóttir, formað-
ur bæjarráðs Akraness og fulltrúi
frjálslyndra og óháðra, um þær yf-
irlýsingar Magnúsar Þórs Hafsteins-
sonar, varaformanns Frjálslynda
flokksins, að bæjarstjórnarsamstarf
frjálslyndra og Sjálfstæðisflokks á
Akranesi sé í uppnámi.
Hún vísar því alfarið á bug að far-
ið sé að hrikta í meirihlutasamstarf-
inu. Magnús er varamaður Karenar.
„Ég tel mig vita hvernig meirihluta-
samstarfinu er hagað,“ segir hún
og bendir á að Gunnar hafi gefið
henni upplýsingar um sameining-
una strax eftir stjórnarfundinn. Hún
segir ennfremur að ef Magnús hefði
spurst fyrir hefði hann einnig feng-
ið þær.
„Þetta veldur ákveðinni spennu
og óánægju. Við erum bara að láta
þá óánægju í ljós,“ segir Magnús Þór
Hafsteinsson, varabæjarfulltrúi á
Akranesi, um vinnubrögð sjálfstæð-
ismanna í bæjarstjórn í málefnum
Orkuveitu Reykjavíkur, en Akranes-
kaupstaður á sex prósenta eignar-
hlut í henni. Magnús segir frjáls-
lynda ekki hafa fengið upplýsingar
um sameiningu Reykjavíkur Energy
Invest og Geysis Green Energy eins
og eðlilegt væri.
Meirihluta á Akranesi skipa sjálf-
stæðismenn ásamt einum fulltrúa
frjálslyndra og óháðra.
„Það er mikil ólga og reiði innan
Frjálslynda flokksins vegna þessara
mála,“ segir Magnús sem er varafor-
maður flokksins. Hann undrast að
Gunnar Sigurðsson, oddviti bæjar-
stjórnar Akraness og fulltrúi sjálf-
stæðismanna, hafi ekki haft samráð
við samstarfsfólk sitt í bæjarstjórn.
„Hann bara fer á stjórnarfundi
og greiðir atkvæði,“ segir Magnús
hneykslaður á því að Gunnar hafi á
stjórnarfundi OR greitt því atkvæði
að hún yrði gerð að hlutafélagi.
„Það stóð aldrei til að fara að hræra
í Orkuveitunni,“ segir Magnús. „Síð-
an fréttum við bara af þessu í fjöl-
miðlum.“ Honum finnst vanta mikið
upp á upplýsingaflæði innan bæjar-
stjórnarinnar.
Fulltrúar Samfylkingar og
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs á Akranesi hafa einnig
lýst yfir óánægju með vinnubrögð í
tengslum við sameininguna.
erla@dv.is
Magnús Þór Hafsteinsson
magnús segir frjálslynda ekki hafa verið
upplýsta um sameiningu rei og geysis
green energy.
Stjórnendur Hitaveitu Suðurnesja hafa leitað til íslenska ríkisins eftir fjárstyrk til að
leggja nýja vatnslögn til Vestmannaeyja. Fyrirtækið vill ekki tapa á hinni dýru fram-
kvæmd og telur eðlilegt að ríkið styrki svona verkefni. Grétar Mar Jónsson, þingmaður
Frjálslynda flokksins, telur ljóst að nýir eigendur hitaveitunnar vilji með þessu ekki
ráðast í óarðbært verkefni og komi því yfir á ríkið.
VILJA PENING FRÁ RÍKINU
TrausTi HafsTeinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
„Hinn valkosturinn er sá
að keyra allar gjaldskrár
í topp og við höfum heim-
ildir fyrir því í lögum.“
sjálfsagt mál Árni Johnsen segir ekki
hægt að krefjast þess að hitaveitan leggi
vatnslögnina á sinn kostnað.
skrýtnar kröfur grétar mar Jónsson
segir ótækt að Hitaveitan hirði gróðann
en vilji að aðrir borgi dýrar framkvæmdir.
svartsengi Forsvarsmenn
Hitaveitu Suðurnesja vilja 600
milljónir úr ríkissjóði til að leggja
vatnslögn til vestmannaeyja.
VILJA REKA GUðmUNd
þessu ferli stóðu hafa ekki gætt hags-
muna sinna umbjóðenda. Á Vestur-
löndum hefur það tíðkast um ára-
tugaskeið að stjórnmálamenn axli
ábyrgð sinna gerða. Það sama á að
gilda á Íslandi,“ segir Bjarni.
Átakamikil saga
Saga Reykjavik Energy Invest er
stutt en afar átakamikil síðustu vik-
urnar. Miklar deilur spruttu upp inn-
an borgarstjórnar vegna ákvörðunar
um sameiningu REI og Geysis Green
Energy. Farið hefur verið fram á að
borgarstjóri og fulltrúi Framsókn-
arflokks í borgarstjórn víki úr borg-
arstjórn vegna málsins. Stjórnarfor-
maður Orkuveitu Reykjavíkur var
látinn fjúka og nú síðast er borgar-
stjóri sagður ljúga. Hann og Björn
Ingi Hrafnsson eru í nauðvörn vegna
málsins.
Guðmundur og Björn
Ingi eru báðir hissa á
borgarstjóranum og
báðir segja þeir borg-
arstjóra hafa haft
allar upplýsingar um
sameininguna, þar á
meðal um kaupréttar-
samninga.
Gæti misst starfið Sjálfstæðis-
menn eru afar ósáttir við
guðmund Þóroddsson sem er í
leyfi frá orkuveitu reykjavíkur
vegna starfa sinna hjá reykjavik
energy invest. Þeir vilja losna við
hann úr starfi hjá orkuveitunni.