Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Síða 18
Miðvikudagur 10. október 200718 Sport DV ÍÞRÓTTAMOLAR Þrír nýir Lúkas kostic, þjálfari u-21 árs landsliðs Íslands, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn austurríki í undankeppni eM. Leikurinn fer fram í grindavík næstkomandi þriðjudag. albert ingason og andrés Jóhannesson úr Fylki og arnór Smárason frá Heerenveen í Hollandi koma nýir inn í hópinn. annars skipa eftirtaldir leikmenn hópinn: Haraldur björnsson Hearts, Þórður ingason Fjölni, bjarni Þór viðarsson everton, theódór elmar bjarnason Celtic, rúrik gíslason viborg, birkir bjarnason viking, Matthías vilhjálmsson FH, ari Freyr Skúlason Häcken, guðmann Þórisson breiðabliki, arnór Sveinn aðalsteinsson breiðabliki, Heimir einarsson Ía, eggert gunnþór Jónsson Hearts, gunnar kristjánsson víkingi, Hallgrímur Jónasson keflavík, kjartan Henry Finnbogason Åvidabergs, andrés Már Jóhannesson Fylki, albert brynjar ingason Fylki og arnór Smárason Heerenveen. Sigurbjörn áfram Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrirliði Íslandsmeistara vals í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Hlíðarendalið- ið. Sigurbjörn sem er 32 ára miðjumaður hefur leikið hátt í 400 leiki með valsmönnum. Þar af hefur hann spilað 176 leiki með liðinu í efstu deild og skorað 27 mörk í þeim. roma hefur áhuga á ragnari Ítalska liði roma hefur að sögn sænskra fjölmiðla áhuga á að fá íslenska varnarmanninn ragnar Sigurðsson til liðs við félagið. ragnar, sem er 21 árs, hefur slegið í gegn með iFk frá gautaborg í sænsku deildinni og þá hefur hann staðið sig gríðarlega vel með íslenska landsliðinu. Haft er eftir arnóri guðjohnsen, umboðsmanni ragnars, að fleiri stórlið hafi sýnt ragnari áhuga, lið frá englandi, Ítalíu og Frakklandi. ragnar er hins vegar ekki ókeypis og er verðlagður á um 300 milljónir króna. íSlenSkir leikmenn á leið utan guðmann Þórisson, leikmaður breiðabliks, fer eftir landsleikinn gegn austurríki til norska liðsins alasund til reynslu. davíð Þór viðarsson, leikmaður FH, fór til Svíþjóðar á reynslu hjá Nörrköping. Þá fóru tveir ungir og efnilegir leikmenn til reading. Þetta eru þeir arnar geirsson (Sveinssonar) og guðmundur Magnússon. arnar kemur úr val en guðmundur úr Fram. í dag 16:50 man. City - middleSbrough enska úrvalsdeildin 18:30 Premier league World Heimur úrvalsdeildarinnar Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum. 19:00 CoCa Cola mörkin Farið yfir öll mörkin og helstu atvikin í leikjum síðustu umferðar í Coca Cola deildinni. 19:30 engliSh Premier league ensku mörkin Ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla þætti þar sem öll mörkin og helstu atvik umferðarinnar eru sýnd frá öllum mögulegum sjónarhornum. 20:30 4 4 2 Þáttur sem er ekkert minna en bylting í umfjöllun um enska boltann á Íslandi. 21:55 tottenham - aSton Villa enska úrvalsdeildin 23:35 man. utd - Wigan enska úrvalsdeildin Heiðar Helguson og félagar hans í Bolton eru í sama riðli og Bayern München í Evrópukeppni félagsliða. AZ Alkmaar, lið Grétars Rafns Steins- sonar, er í riðli með Everton. Nicolas Anelka, leikmaður Bolt- on, er ánægður með að mæta Bay- ern München. Hann gerir sér einnig vonir um að Bolton geti strítt þýska stórliðinu. „Ég myndi elska að fara þangað og valda usla í heimi knattspyrnunnar með sigri. Það myndi koma Bolton á kortið sem afl í Evrópu. Bayern München er besta liðið í keppninni og það verður frábært próf fyrir okkur að mæta þeim í München. Ég hef oft spilað á Ólympíuleikvang- inum og andrúmsloftið er ótrúlegt. Allianz Arena, þar sem Bayern spilar núna, er einn af bestu völlum í heimi. Ég hef ekki spilað þar áður en ég hlakka til. Bayern er með frábæra leikmenn sem verða okkur erfiðir. Franck Ribery, félagi minn í franska landsliðinu, kom til Bayern frá Marseille í sumar og hann er frá- bær leikmaður sem hefur hæfileika til að breyta gangi leiksins,“ segir An- elka. Portúgalska liðið Braga, gríska liðið Aris og serbneska liðið Rauða stjarnan eru í sama riðli og Bolton og Bayern. Rauða stjarnan vann þessa keppni árið 1991. „Leikurinn gegn Rauðu stjörn- unni mun verða mjög erfiður. Þeir virðast alltaf hafa aukakraft í Evrópu- keppninni og stórkostlegir stuðn- ingsmenn þeirra eru mjög ástríðu- fullir á heimaleikjum liðsins. Það verður frábært andrúmsloft í Bel- grad og það er leikur sem stuðnings- menn Bolton hlakka til að sjá,“ segir Anelka. gæði keppninnar hafa aukist Louis van Gaal, þjálfari AZ Alk- maar, hrósar Evrópukeppninni og segir hana vera gæðakeppni. AZ Alk- maar er í riðli með Everton, Zenit St. Petersburg, Nürnberg og Larissa. „Ef maður horfir á liðin í keppn- inni má sjá að gæði hennar hafa auk- ist og okkar riðill ber þess merki. Hann er erfiður. Það er ánægjulegt að sjá blöndu liðanna. Ferðalögin eru ekki svo slæm og við njótum góðs af því að eiga heimaleik gegn Everton í síðustu umferð, fyrir framan stuðn- ingsmenn okkar,“ segir van Gaal. tottenham mætir anderlecht Tottenham er meðal annars í riðli með belgíska liðinu Anderlecht. Þessi tvö lið mættust í úrslitaleik þessarar keppni árið 1984 og stjór- ar liðanna eru ánægðir með að þau skuli mætast á nýjan leik. Getafe frá Spáni, Hapoel Tel-Aviv frá Ísrael og danska liðið AaB eru í sama riðli. „Ég er nokkuð sáttur. Ég hef það á tilfinningunni að við hefðum getað lent í erfiðari riðli. Útileikurinn gegn Anderlecht verður erfiður, en það er lokaleikur okkar og vonandi verð- um við í góðum málum þegar að því kemur. Þeir eru með frábæra stuðn- ingsmenn, rétt eins og við, og það ætti því að vera frábært kvöld með tilliti til fyrri viðureigna þessara liða í keppninni,“ segir Martin Jol, stjóri Tottenham. „Þetta er góður dráttur fyrir And- erlecht. Við sluppum við nokkur stórlið, á pappírnum að minnsta kosti. En það ber að varast yfirlýsing- ar á þessu stigi. Fólk mun halda að þetta verði auðvelt en ég tel svo ekki vera,“ segir Frank Vercauteren, þjálf- ari Anderlecht. © GRAPHIC NEWS Riðlakeppni UEFA-keppninnar Heimild: UEFA ÚRSLITALEIKUR 14. maí 2008, á City of Manchester-vellinum á Englandi A-RIÐILL C-RIÐILL AZ Alkmaar Zenit St Petersburg Everton Nürnberg Larissa Leikdagar: 25. okt., 8. nóv., 29. nóv, 5./6. des., 19./20. des Liðin spila tvo leiki á heima- velli og tvo á útivelli. HOL RÚS ENG ÞÝS GRI SPÁ GRI ÍTA TÉK SVÍ ÞÝS TÉK RÚS FRA SVI BEL ENG SPÁ ÍSR DAN FRA AUS TYR ÞÝR SVÍ Villarreal AEK Athens Fiorentina Mladá Boleslav Elfsborg SVI ÞÝS FRA KRÓ NOR D-RIÐILL Basel Hamburger SV Rennes Dinamo Zagreb SK Brann Þrjú efstu liðin úr hverjum riðli fara í útsláttarkeppni, ásamt þeim liðum sem enda í þriðja sæti síns riðils í Meistaradeild Evrópu. E-RIÐILL 16. LIÐA ÚRSLIT UNDANÚRSLIT 6. mar., 12./13. mar.13./14. feb., 21. feb. 8 LIÐA ÚRSLIT32 LIÐA ÚRSLIT 3. apr., 10. apr. 24. apr., 1. maí Bayer Leverkusen Sparta Prague Spartak Moscow Toulouse Zurich ÞÝS ENG POR SER GRI F-RIÐILL Bayern München Bolton SC Braga Crvena Zvezda Aris G-RIÐILL H-RIÐILL Anderlecht Tottenham Hotspur Getafe Hapoel Tel-Aviv AaB Bordeaux Austria Wien Galatasaray Panionios Helsingborg B-RIÐILL GRI RÚS SPÁ DAN SKO Panathinaikos Lokomotiv Moscow Atletico Madrid FC Köbenhavn Aberdeen dagur SVeinn dagbjartSSon blaðamaður skrifar: dagur@dv.is BOLTOn München feR TiL Dregið var í riðlakeppni Evrópumóts félagsliða í knattspyrnu í gær. heiðar helguson og félagar í Bolton eiga erfiðan leik fyrir höndum gegn stór- liði Bayern München og grétar rafn Steinsson og félagar hans í AZ Alkma- ar fá Everton í heimsókn. bayern fær bolton í heimsókn Luca toni og félagar hans í bayern München fá bolton í heimsókn á allianz arena. Þjálfari í þjálfarateymi Lazio hefur verið ákærður fyrir ólöglegt athæfi: Enn Einn skandallinn á ÍtalÍu Ítalska knattspyrnusamband- ið hefur kært Delio Rossi, þjálfara Lazio, fyrir að reyna að hafa áhrif á frammistöðu andstæðinga Lazio í leik í apríl 2006. Rossi kom til starfa hjá Lazio árið 2005 og er ákærður fyrir að hafa beð- ið forseta Lazio að hafa samband við yfirmenn ítalska liðsins Lecce og ræða um leikaðferð þess. Lazio vann leikinn 1-0. Knattspyrnusambandið tilgreindi nokkur atriði í yfirlýsingu sinni um málið en tók þó fram að tilraun Ross- is hefði reynst árangurslaus. „Þjálfarinn Delio Rossi hefur ver- ið ákærður fyrir að biðja forsetann Lotito um að ræða við Lecce, í tilraun til að hafa áhrif á frammistöðu liðs- ins í leik liðanna 30. apríl 2006,“ segir í yfirlýsingu ítalska knattspyrnusam- bandsins. Lazio hefur einnig verið ákært fyr- ir að vera hlutaðeigandi í málinu. Fé- lagið segir að Rossi hafi aðeins rætt um hugsanleg kaup á leikmönnum og ekkert alvarlegra en það. „Félagið er hissa á þessari þróun mála. Málið er slitið úr samhengi og túlkað á alrangan hátt. Það er augljós skýring á málunum,“ segir í yfirlýs- ingu sem Lazio sendi frá sér. Félagið býst við að Rossi verði hreinsaður af ákærunni. Aganefnd mun taka málið fyrir og ákveða hvort Rossi er sekur eða sak- laus. Fjölmiðlar á Ítalíu segja að mál- ið hafi komið í dagsljósið út af síma- hlerun. Lazio endaði tímabilið 2005-2006 í sjötta sæti og komst í Evrópukeppn- ina. Lecce aftur á móti féll úr efstu deildinni. Skömmu síðar voru hins vegar 30 stig dregin af Lazio í kjölfar mútu- hneykslisins fræga sem skók knatt- spyrnuheiminn árið 2006. Knatt- spyrnan á Ítalíu er rétt að jafna sig á því hneyksli sem varð til þess að Ju- ventus var dæmt niður um deild og stig voru dregin af Lazio, Milan, Fior- entina og Reggina. Juventus er nú komið í efstu deild á nýjan leik en rannsókn vegna mútumálsins er enn í fullum gangi og ekki eru öll kurl komin til grafar. ákærður delio rossi á að hafa reynt að hagræða úrslitum í leik Lazio og Lecce í apríl árið 2006.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.