Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Síða 19
DV Besti vinur mannsins miðvikudagur 10. október 2007 19
HúsbóndaHollir
og lífsglaðir
Unnur Hagalín er skólaritari og hundaræktandi á Eyrarbakka.
Hverrar tegundar eru þínir hundar?
„Ég á 4 boxer-hunda; Johnnie, 4 ára, Kylie, 4 ára, og
systkinin Chocco og Sally, 10 mánaða. Eldri hundana
flutti ég inn þegar þeir voru 6 mánaða og þá voru þeir
komnir með nöfn sem ég vildi ekki breyta. Svo þeg-
ar þau eignuðust hvolpa vildi ég ekki fara að skíra þá
íslenskum nöfnum. Ég vildi halda þessu í stíl og þess
vegna heita þau öll erlendum nöfnum.“
Þjálfar þú þá mikið?
„Við förum daglega út í göngutúra og tökum alltaf
hlýðniæfingar inn á milli. Ég hef farið með eldri hund-
ana á sporanámskeið þar sem þeim er kennt að rekja
slóð eftir manneskjur. Ég hef farið með þá alla á hlýðni-
námskeið en aðallega förum við bara saman í göngu-
túra.“
Hefur þú átt hund áður?
„Já, ég hef átt hund áður. Fyrsti hundurinn okkar var
blendingur af írskum setter og golden retriever sem við
misstum 13 ára gamlan núna í desember.“
Hvernig hafa sýningar gengið?
„Það gekk mjög vel á sýningunni núna um helgina.
Rakkinn minn, Johnnie, var valinn annar besti rakk-
inn. Kylie var valin besta tíkin og fékk þar með sjötta al-
þjóðlega meistarastigið sitt. Svo varð hún besti hundur
tegundar. Afkvæmin þeirra tvö, Chocco og Sally, urðu
bæði í þriðja sæti í sínum flokki. Þau fengu bæði ís-
lenskt meistarastig sem telst mjög góður árangur fyrir
10 mánaða gamla hvolpa.“
Hvernig myndir þú lýsa skapgerð boxer-hunda?
„Þeir eru mjög glaðlyndir, tryggir og traustir. Þeir
eru húsbóndahollir og mjög lífsglaðir og skemmtileg-
ir. Þeir gelta sáralítið en geta verið tortryggnir gagnvart
ókunnugum og skipta sér lítið af fólk sem þeir þekkja
ekki. Þeir vilja fyrst og fremst vera með fjölskyldu sinni
og húsbónda.“
Hvernig er að eiga hunda þar sem þú býrð?
„Ég bý á Eyrarbakka og hér er frábært að eiga
hunda. Ég get labbað beint út í fjöru eða út í móa. Þetta
væri sennilega ekki eins þægilegt í höfuðborginni og ég
myndi ekki vilja eiga svona marga hunda þar.“
Margrét Ásgeirsdóttir, hundaræktandi
Margfaldur Meistari
Hvaða tegundar er þinn hundur?
„Hann er St. Bernarðshundur. Hann
heitir fræðilegu heiti ISW-07 ISCH
NORDCH NUCH SUCH Titanerna Atl-
as.“
Hvað er hann gamall?
„Hann er 5 ára.“
Er hann vel þjálfaður?
„Já, við reynum að hreyfa hann mik-
ið fyrir sýningar, passa að hann sé í
góðu líkamlega formi, ekki of þungur
og ekki of grannur. Passa líka að feldur-
inn sé í lagi, réttur og góður, svo það eru
ýmsar pælingar í kringum þetta.“
Hefur þú átt hund áður?
„Ég fékk fyrsta St. Bernharðshund-
innn minn 1997. Það hefur gengið ofsa-
lega vel með St. Bernarðshunda síðast-
liðin 3 til 4 ár á sýningum svo við getum
verið afskaplega stolt af tegundinni sem
slíkri. Erum með íslenska og alþjóð-
lega meistara úr okkar ræktun, sem við
erum mjög stolt af.“
Hefur hann verið sýndur?
„Hann hefur verið sýndur tvisvar
hérna á Íslandi og hljóp beint í að vera
stigahæsti hundur 2007. Hann var sýnd-
ur í júní og þá vann hann á sýningunni.
Svo aftur núna í október þar sem hann
lenti í öðru sæti og hlaut titilinn stiga-
hæsti hundur ársins. Hann og hundur-
inn sem vann í þeirra flokki voru jafn-
ir að stigum og deila því titilinum. En
hann var sýndur úti í Noregi og Svíþjóð
áður en hann kom til landsins. Hann er
öllu vanur hvað varðar sýningar.“
Hvernig myndir þú lýsa skapgerð
hundsins þíns?
„Hann er æðislegur í skapinu og við
erum ofsalega heppin með fólkið sem
er með hann fyrir okkur og hann fer
út með fósturmömmu sinni á hverj-
um morgni að bera út blaðið. Hann er í
launaðri vinnu drengurinn, hangir ekk-
ert heima hjá sér á hverjum morgni og
gerir ekki neitt. Hann er bara ofsalega
fínn og góður, meðfærilegur og ekki yfir
neinu að kvarta með hann. Það er voða-
lega lítið hægt að setja út á hann svona
þegar maður fer að pæla í því.“
Hver eru karaktereinkenni þessarar
tegundar?
„Þetta eru ljúfir og rólegir hundar að
eðlisfari, þeir eru mjög húsbóndaholl-
ir, geta sýnt ókunnugum tortryggni þar
sem þeir tilheyra tegundahópi 2 sem
er vinnu- og varðhundar. Annars ljúfir
og góðir og þolinmóðir með börnum.
Þeir eru hörkuduglegir vinnuhundar ef
þú nennir að þjálfa þá upp í það, mjög
efnilegir í vinnu. Hann passar alveg
upp á húsið þitt og passar upp á bílinn
þinn. Þeir eru aldrei árásargjarnir en
láta bara vita. Gelta og gelta en svo er
það er í raun búið þegar maður er kom-
inn inn.“
Hvernig er að eiga hund í borg?
„Við erum búsett í Mosfellsbæ. Við
megum náttúrulega ekki vera með
lausa hunda innan borgarmarka, þar
eiga þeir að vera í taum. Það eru tvö
svæði sem við getum verið með hann
á hérna í borginni en síðan bara utan
borgarmarka þar sem hægt er að leyfa
honum að hlaupa.“
Hvernig finnst þér aðstaða fyrir
hundaeigendur í Reykjavík?
„Það mætti alveg upplýsa fólk meira
um hunda og hundamenningu al-
mennt, fyrir svona almennan borgara.
Aðstæður sem við höfum, sem hunda-
eigendur, eru ekkert til fyrirmyndar og
auðvitað eru svartir sauðir innan um
hvort sem það er í hundunum eða í
umferðinni eða annars staðar, en við
getum bara ekkert einblínt á það. Ég
held að þetta eigi eftir að verða miklu
meira og betra fyrir okkur hundaeig-
endur. Eins og tíðkast í nágrannalönd-
unum. Þar er fólk með hundana sína úti
um allt. Vonandi á það einhvern tím-
ann eftir að verða svoleiðis hér, þó seint
verði en vonandi einhvern tímann.“
Hvað er Kersins Orri gamall?
„Hann verður þriggja ára í nóvember.“
Þjálfar þú hann mikið?
„Já, nokkuð mikið, sérstaklega fyrir sýningaþjálfun. Þá
kenni ég honum að hlaupa í hring, standa fallega og bera
sig vel. Ég kenni honum líka að umgangast aðra hunda og
haga sér vel í kringum þá.“
Hefur þú átt hund áður?
„Já, ég átti einn sem hét Hringur en hann dó í apríl.
Það eru tveir hundar á heimilinu. Pabbi minn á labrador/
border collie-blending. Við höfum haft hund á heimilinu
undanfarin átta ár.“
Hlýðir Orri öllum á heimilinu?
„Já, hann gerir það í meginatriðum. Hann færi kannski
ekki með öðrum í sýningarþjálfun en hann fer eftir því
sem heimilisfólkið segir honum að gera.“
Hefur hann verið sýndur?
„Fyrst fékk hann fyrstu einkunn sem þýddi að hann
fór í keppni um besta rakka í opnum flokki. Hann fékk
fyrsta sæti þar, sem gaf honum íslenskt meistarastig. Þá
gat hann kept um besta rakka tegundar. Hann varð svo
besti rakki tegundar og fékk því alþjóðlegt meistarastig.
Þá kepptu besti rakkinn og besta tíkin þar sem hann hafði
líka betur. Hann varð besti hundur tegundar og stóð sig
alveg frábærlega.“
Hvernig myndir þú lýsa skapgerð hundsins þíns?
„Hann hefur alltaf verið mjög rólegur og yfirvegaður
en þó glaðlegur og skemmtilegur.“
Hver eru karaktereinkenni þessarar tegundar?
„Glaðlyndi er einkennandi fyrir íslenska fjárhunda.
Þeir eru fljótir að aðlaga sig aðstæðum. Upphaflega voru
þessir hundar notaðir sem smalahundar fyrir rollur og
þess vegna gelta þeir sumir. Það er hins vegar vel hægt að
kenna þeim að gelta ekki. Orri geltir til dæmis eiginlega
aldrei.“
Hvernig er að eiga hund í borg?
„Það er ekkert mál. Maður fer bara aðeins út fyrir borg-
armörkin og leyfir þeim að hlaupa lausum. Ég bý rétt hjá
Elliðaárdalnum og því er stutt fyrir mig að fara til að leyfa
Orra að hreyfa sig. Þess á milli fer ég bara með hann í
taumgöngu um Breiðholtið.“
Hvernig finnst þér aðstaða fyrir hundaeigendur í
Reykjavík?
„Hún er alveg sæmileg. Það náttúrulega má eiginlega
hvergi vera með hunda en það gæti samt verið verra. Það
er eitt hundasvæði en þau mættu vera fleiri.“
besti Hundur
tegundar
Linda Björk Jónsdóttir er 23 ára
eigandi Kersins Orra, þriggja ára
íslensks fjárhunds, sem keppti á
sýningu HRFÍ um helgina.
Framhald á
næstu síðu