Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Síða 20
miðvikudagur 10. október 200720 Besti vinur mannsins DV
Hverrar tegundar eru þínir hundar?
„Ég á fjóra dverg-schnauzer-hunda sem
eru allir á mismunandi aldri. Sá elsti er að
verða sex ára en sá yngsti er sjö mánaða.“
Þjálfar þú þá mikið?
„Já, ég geri það. Þetta eru allt sýningar-
hundar sem ég var að sýna núna um síð-
ustu helgi.“
Hvernig gekk sú sýning?
„Það gekk ofsalega vel. Ég var að sýna
samanlagt 11 hunda sem eru úr minni
ræktun, þótt ég eigi þá ekki alla sjálf. Mörg-
um þeirra hafði gengið svo vel á sýning-
unni að ég ákvað að keppa með ræktun-
arhóp. Þá valdi ég fjóra hunda úr tveimur
gotum sem voru sýndir með fullt af öðrum
tegundum hunda. Ég var mjög ánægð með
að geta sýnt úr minni ræktun og árangur-
inn var framar vonum því ég var valin með
besta ræktunarhóp laugardagsins. Það er
gaman að fá viðurkenningu á því sem mað-
ur er að gera.“
Hefur þú átt hund áður?
„Ég er búin að vera með hunda frá því
ég var krakki.“
Hvernig myndir þú lýsa dverg-schnauz-
er-hundum?
„Í mjög stuttu máli eru þetta keludýr en
töffarar. Þeir hafa mikinn karakter og eru
skemmtilegir þess vegna. Þeir eru fljótir að
læra, eru gáfaðir, vingjarnlegir og taka öll-
um jafnt, ungum sem öldnum. Þótt þeir
séu litlir eru þetta alvöru hundar. Þótt þeir
séu bara sjö kíló eru þeir kraftmiklir og geta
auðveldlega gengið með manni á fjöll. Þeir
eru algjörar kelirófur og finnst æðislegt að
kúra hjá mér uppi í rúmi. Stundum er ég
með þá alla uppi í rúmi og karlinn líka. Nei,
nei, það er nú kannski ekki algengt en þeir
eru mjög nánir okkur.“
Hvernig er að hafa þessa hunda í borg?
„Þeir eru tilvaldir til að hafa í borg. Þeir
eru mjög rólegir og þægilegir þannig að
maður veit stundum ekki af þeim. Þeir eru
hljóðlátir og fyrirferðarlitlir.“
Hvernig finnst þér aðstaðan til hunda-
halds vera í Reykjavík?
„Aðstaðan mætti vera miklu betri. Mér
finnst mikið verið að ýta hundafólki til hlið-
ar. Það er mjög víða sem er bannað að vera
með hunda. Ég hef ferðast með hunda er-
lendis og það er allt annað líf að vera með
þá þar. Íslendingar eru með fordóma gagn-
vart hundum. Það er ennþá ríkjandi við-
horf hjá Íslendingum að hundar séu eitt-
hvað ógeðslegir og að þeir séu miklir sóðar.
Það má fara með hunda út um allt á hin-
um Norðurlöndunum, hvort sem það er
á hótelherbergi eða veitingastaði. Þetta
er bara hluti af menningunni, alls staðar
nema hér. Það vantar hundamenningu á
Íslandi. Það hlýtur að fara að gerast sam-
hliða auknu hundahaldi. Hundaeigendum
fjölgar stöðugt og vonandi fer viðhorf fólks
að breytast gagnvart hundum og eigendum
þeirra.“
Margrét Ásgeirsdóttir, hundaræktandi
Íslendingar fordómafullir
gagnvart hundum
besti vinur
mannsins