Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Qupperneq 21
Alveg eins og guðni
Peðum fórnað
DV Umræða miðvikudagur 10. október 2007 21
DV fyrir
25 árum
Mikil dásemd er að vera útsvars-
greiðandi nú á dögum. Orkan flæðir,
allt að gerast og svo hratt. Gríðarleg-
um hagsmunum borgarbúa nýverið
borgið með samruna tveggja fyrir-
tækja, annars í opinberri eigu. Borg-
arstjórinn kátur, næstráðandinn líka
og þarnæstráðandinn. Fram undan
gæti verið feikilegur ávinningur og
stærsta orkufyrirtæki heims í upp-
siglingu. Þessir sönnu hagsmuna-
verðir fólksins láta ekki slíka gull-
gæs sér úr hendi sleppa. Samhliða
náðust frábærir kaupréttarsamn-
ingar sem sýna glöggt tiltrú forkólf-
anna á þessari sameiningu. Tíu og
upp í þrjátíu milljónir eru mikið fé
og sú áhætta sem þessir menn taka
óumbeðnir í almannaþágu er lofs-
verð svo ekki sé meira sagt. Auð-
vitað hefði verið gaman að sjá hinn
almenna borgara eða konur í hópn-
um en tveggja ára biðtími er nú ekki
langur.
Borgarfulltrúar fá 500.000 þús-
und í laun. Ráðsmaður fær 200.000
þúsund. Annar ráðsmaður fær
100.000 þúsund. Nefndarmaður fær
100.000 þúsund. Stjórnarseta gefur
sex hundruð þúsund. Þegar einn og
sami maður sinnir öllu þessu sýn-
ir það ótrúlega yfirsýn, hæfileika,
dugnað og fórnfýsi sem undirstrik-
ar ótvírætt yfirburði viðkomandi
og jafnframt framsýni þeirra sem
manninn kusu á sínum tíma. Enda
njóta þeir nú ávaxtanna og eiga fylli-
lega skilið sín sæti á fyrsta farrými í
þeirri ævintýraferð sem fram und-
an er.
Kerlingavæl um ólöglegan fyr-
irvara fundarins og flausturslegan
undirbúning er með ólíkindum, all-
ir vita eftir þjóðaratkvæðagreiðsl-
una (sem að vísu aldrei varð) að lög
má túlka að vild. Að minnsta kosti
er borgarstjórinn upplýstur og hafði
sinn mann á staðnum.
Klisjan um fólkið og hagsmuni
þess hljómar enn og orðin ansi
þreytandi. Menn sem fórna sér
fyrir fjöldann, draga vagninn og
ávallt árvökulir fyrir nýjum tæki-
færum þjóðarbúinu til hagsældar
eiga að njóta vildarkjara. Og vinirn-
ir líka. Klókindi þeirra og útsjónar-
semi sjá kannski aldrei dagsins ljós
annars. Stjórnmálamenn með al-
menna skírskotun eru gamaldags
og óspennandi. Sópranó er dæm-
ið og eftirlit með slíkum afburða-
mönnum jafngildir kjaraskerðingu
fyrir fólkið. Heimsyfirráð þola enga
bið og kosningarétt kvenna ætti að
endurskoða.
Esjan Þorlákur Jónsson var staddur uppi á toppi esju nýlega. Sólarlagið var fallegt en það sannaðist að
það getur verið kalt á toppnum, enda esjan tekin að hvítna á þessum árstíma.myndin
Sandkassinn
Höfði, 9. nóvember 2004. Full-
trúar allra stærstu fjölmiðla á
staðnum. Borgarstjóri Reykja-
víkur gengur í salinn. Hann er
þungur á brún. Hann er ólíkur
sjálfum sér. Hann virðist hafa
slæma samvisku eftir olíu-
hneykslið. Niðurstaðan sú sem
margir höfðu spáð. Borgarstjóri
segir af sér.
ráðHúsið, 8. október 2007. Full-
trúar allra stærstu fjölmiðla á
staðnum. Borgarstjóri Reykjavík-
ur situr á stól. Hann er þungur á
brún. Hann er
ólíkur sjálfum
sér. Hann virð-
ist hafa slæma
samvisku eftir
Orkuveitu-
hneykslið.
Niðurstaðan
sú sem margir
höfðu spáð.
Borgarstjóri segir ekki af sér.
vilHjálmur ólíkur sér að hvaða
leyti, kann einhver að spyrja.
Hann er hikandi. Líður augljós-
lega óþægilega í viðtölum. Hef-
ur ekki svör á hraðbergi eins og
gjarnan áður. Ótrúlegur fjöldi
hikorða hrýtur af vörum hans.
Skýrasta dæmið er Kastljósvið-
talið á mánudagskvöldið. Ég
missti töluna á hikorðunum um
miðjan þátt. Strýkur svitaperlur
af enninu. Þykist vera að klóra
sér. Virkar sem yfirklór.
vilHjálmur vAr eins og bArn í
eigin afmælisveislu fyrstu mánuð-
ina eftir að hann varð borgarstjóri.
Brosið fór ekki af honum. Hann
lék við hvern sinn fingur. Sló á
létta strengi. Þjóðin uppgötvaði
að maðurinn er bullandi húmor-
isti. Nú er brosið stirðnað. Veislan
er búin. Kökurnar og nammið er
ekki lengur uppi á borðum. En
það er þó einhvers staðar.
Hegðun borgArstjórA þessa
dagana minnir á krakka sem
stendur á stól inni í eldhúsi,
með höndina í sælgætiskrukku
og mamma kemur aðvífandi.
Hann veit að hann má þetta ekki.
Mamma verður græn í framan.
Líklega sambland af hneykslun,
bræði og vonbrigðum sem því
valda. Einni spurningu er ósvar-
að: Borgarstjóri, hvað varstu að
hugsa?
Kristján Hrafn Guðmundsson
undrast hegðun borgarstjóra
grÍPum guLLgÆSiNa!
P
lús
eð
a m
ínu
s
Álfheiður Ingadóttir alþingis-
kona Vinstrihreyfingarinnar -
græns framboðs fær plúsinn í
dag fyrir að spyrjast fyrir á
Alþingi um hvort íslensk stjórnvöld
hafi veitt bandarískum yfirvöldum
upplýsingar um refsidóma íslenskra
ríkisborgara.
Spurningin
„við í Nessókn eigum auðvitað okkar
lið, kr. Þess má geta að á altarinu í
Neskirkju stendur kr, reyndar á grísku,
sem vísar til fyrstu stafanna í kristur.
Síðan er ég gjarnan í kr-litunum við
athafnir eins og reyndar flestir prestar,“
segir séra Örn bárður Jónsson
sóknarprestur.
vatíkanið í róm festi nýverið kaup á
fótboltaliðinu ancona. Frá róm
hljóma þær skýringar á kaupunum að
vatíkanið vilji bæta ímynd ítölsku
knattspyrnunnar sem er heldur
dapurleg.
Á ÞjóðKirKjan að
Kaupa fótboltalilð?
lýður Árnason
heilbrigðisstarfsmaður
skrifar:
Fram undan gæti verið
feikilegur ávinningur og
stærsta orkufyrirtæki
heims í uppsiglingu.
TILRAUNAÁSKRIFT
2 FYRIR 1
::: Þú færð Helgarblað DV og Mánudagsblaðið sent heim að dyrum
::: Þú færð fyrstu tvo mánuðina á sérstöku tilboði
::: Þú færð annan mánuðinn frítt, hinn á aðeins 1.990 kr.
Hringdu í síma 512 7000, farðu inn á dv.is, sendu póst á askrift@dv.is eða sendu
okkur sms skilaboðin „dv ja“ í síma 821 5521 og við hringjum í þig til að ganga frá
tilraunaáskriftinni. Eftir þessa tvo mánuði berst þér blaðið áfram en hafir þú ekki áhuga á
að fá blaðið lengur, hringir þú í síma 512 7000.
HELGARÁSKRIFT
2fyrir1
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK