Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Qupperneq 22
miðvikudagur 10. október 200722 Fókus DV
í kvöld
Friðarmyndir
Í tilefni þess að kveikt var á Friðarsúlu yoko ono á afmælisdegi Johns Lennon í gær
hafa leikskóla- og grunnskólabörn í japönsku borginni Chiryu og reykvísk börn úr
leikskólunum Hálsakoti, Fálkaborg og Steinahlíð og grunnskólanum víkurskóla velt
fyrir sér „friði“ og teiknað og málað myndir sem þeim hefur fundist lýsa friði best.
myndirnar eru nú til sýnis í borgarbókasafni reykjavíkur.
á m i ðv i k u d e g i
Guðrún fær
fimm stjörnur
Þau mistök urðu í DV í gær að
með dómi Jóns Viðars Jónssonar
um Ævintýri í Iðnó – söguveislu
með Guðrúnu �smundsdóttur
voru einungis birtar fjórar
stjörnur. Eins og kannski ráða
má af dóminum gefur Jón Viðar
sýningunni fullt hús, eða fimm
stjörnur, líkt og greint var frá á
baksíðu blaðsins. Þetta leiðréttist
hér með.
Heims-
þekktur
gítarleikari
Hinn heimsþekkti gítarleikari
Manuel Barrueco heldur ein-
leikstónleika í Salnum í Kópa-
vogi í kvöld kl. 20. Barrueco
er mörgum landsmönnum að
góðu kunnur fyrir einleikstón-
leika sína á Listahátíð Hafnar-
fjarðar árið 1993 og þegar hann
kom fram sem einleikari með
Sinfóníuhljómsveit Íslands árið
1999. Í bæði skiptin hlaut hann
afburða dóma. � tónleikunum í
Salnum leikur Barrueco meðal
annars Sónötu í g-moll BWV
1001 eftir Bach og Tango-Études
eftir Astor Piazzolla.
Svartálfadans í
norræna húsinu
Guðrún Jóhanna Jónsdóttir sópran
og Agnes Löve píanóleikari flytja
sönglagaflokkinn Svartálfadans
eftir Jón �sgeirsson á Háskólatón-
leikum í dag. Lögin
eru samin við ljóð
úr samnefndum
ljóðaflokki Stefáns
Harðar Grímsson-
ar. Tónleikarnir fara
fram í Norræna
húsinu og hefjast kl.
12.30. Aðgangseyrir
er 1000 krónur, 500 krónur fyrir eldri
borgara og öryrkja en ókeypis fyrir
nemendur Háskóla Íslands.
SuShiStaður Sem lofar góðu
Sushi virðist njóta vaxandi vin-
sælda hjá landsmönnum. Veitinga-
og skyndibitastöðum sem bjóða
upp á þennan forna japanska rétt
fer allavega fjölgandi og á dög-
unum var Sushibarinn svokallaði
opnaður á Laugavegi 2. Aðeins
tveir sátu þarna inni þegar undir-
ritaður gekk inn í þröng húsakynn-
in þegar klukkan nálgaðist eitt á
mánudegi og fékk ég því afgreiðslu
pronto. Úrval rétta er afar fjölbreytt
og ákvað ég að skella mér bara á
það sem ein stúlka sem ég kann-
ast við mælti með þegar ég mætti
henni í dyrunum, hinum bragð-
sterku túnarúllum eins og þær kall-
ast á matseðlinum. Viðkunnanleg
afgreiðslustúlkan tók niður pönt-
unina en svaraði neitandi þegar
ég prófaði að vera með vesen og
spurði hvort hægt væri að fá að-
eins helminginn af þeim sex rúll-
um sem skammturinn samanstóð
af, og þá þrjár rúllur af einhverri
annarri tegund. Ég reiddi fram 900
krónurnar sem rétturinn kostaði –
sanngjarnt verð myndi ég segja sem
og fyrir aðra rétti matseðilsins – og
fékk mér svo sæti. Hefði viljað setj-
ast í eitt þeirra þriggja sem eru við
gluggann en áðurnefndir tvímenn-
ingar (helvískir!) höfðu dreift þar
úr sér. �tta viðunandi mínútur liðu
þar til ég fékk rúllurnar. Hefði samt
viljað hafa úr meira lesefni að velja
en eintaki af Grapevine og einhverj-
um glansbæklingi. Í stuttu máli voru
túnarúllurnar ljúffengar en voru þó
ekki alveg jafnsterkar og ætla mætti
af nafninu. Nóg wasabi er hins veg-
ar á diskinum til að dýfa í fyrir þá
sem vilja meiri styrk. Í heildina var
ég mjög sáttur við þessa ferð á hinn
nýja Sushibar á Laugaveginum.
í skyndi
Góð viðbót við fjölbreytta veitingahúsa-
flóru miðborgarinnar.
kRISTJÁN hRAFN
gUÐMUNDSSON
fór á Sushibarinn.
Fyrirlestraröð
um glæpasögur
Fyrirlestraröð um glæpasögur hefst
í Amtsbókasafninu á Akureyri í dag
kl. 17.15. Það er framhaldsskóla-
kennarinn Kristín
�rnadóttir sem mun
halda fyrirlestrana,
enda er hún í algjör-
um sérflokki þegar
kemur að kunnáttu í
glæpasögum að því
er fullyrt er í tilkynn-
ingu. Fyrirlestrarnir
hjá Kristínu verða alls fjórir, eða alla
miðvikudaga í október. Bækur höf-
unda sem fjallað er um eru til kynn-
ingar og lestrar á Amtsbókasafninu.
Yfirskrift fyrirlestrar dagsins er Upp-
haf sakamálasagna.
hRAÐI: HHHHH
MATUR: HHHHH
VIÐMóT: HHHHH
UMhVeRFI: HHHHH
VeRÐ: HHHHH
K
arl og kona hittast eftir margra ára
aðskilnað. Hann er nær sextugu,
hún að nálgast þrítugt. Þegar hún
var tólf ára og hann um fertugt áttu
þau í kynferðislegu sambandi um
hríð. Þau vilja bæði trúa því að þau
hafi verið ástfangin, alvöru elsk-
endur; áhorfandinn er kannski
ekki eins sannfærður um það. Sambandið lagði líf
þeirra í rúst; hann var dæmdur í fangelsi, þar sem
hann var úthrópaður barna-perri, hún mátti þola
útskúfun og niðurlægingu í fjölskyldu og nánasta
umhverfi, varð „nymfoman“, sjúk í skammvinn
kynferðissambönd með körlum. Hún situr enn
föst í hatrinu og reiðinni yfir því sem gerðist, hann
hefur skipt um nafn, farið í aðra borg, er kvænt-
ur og kominn í nýtt starf, en óttast stöðugt að hið
liðna dragi hann uppi. Það er ekki góð blanda, ótt-
inn, reiðin og hatrið, þegar þau mætast er voðinn
vís.
Í þessari sýningu er leikið af miklum þunga
strax frá upphafi. Leikendurnir, Sólveig Guð-
mundsdóttir og Pálmi Gestsson, draga ekkert
af sér og hirða lítt um hin fínlegri blæbrigði sem
leikstjórinn virðist ekki heldur hafa gert sér far um
að nostra við. Hann er erlendur – raunar eigin-
maður leikkonunnar – og ég les í blöðum að hann
kunni ekki íslensku. Svartur fugl er mikið texta-
verk og þarf sannarlega á leikstjóra að halda sem
kann tungumálið. Ég hugsa að þýðing Hávars sé
yfirleitt góð, en stundum hljómaði textameðferð-
in sérkennilega. Yfir leik þeirra Pálma og Sólveig-
ar er einhver frosinn stjarfi sem verður óneitan-
lega einhæfur, þegar til lengdar lætur, en hæfir þó
hinu ókræsilega efni á einhvern hátt vel. � pörtum
nær leikur þeirra sterkum áhrifum, en heildaryfir-
bragðið er heldur hrátt.
Leikritið vakti mikla athygli þegar það var
frumsýnt á Edinborgar-hátíðinni fyrir tveimur
árum undir stjórn ekki ómerkari leikstjóra en Pet-
ers Stein. Síðan hefur það verið sýnt víða, meðal
annars í West-End í London, auk þess sem það
hefur fengið Laurence Olivier-verðlaunin. Þetta er
grimmt verk og líklegt til að kalla fram sterkar til-
finningar hjá áhorfendum. Persónurnar tvær tak-
ast á í harðvítugu uppgjöri; framan af virðist karl-
inn ætla að verða undir, en síðan sækir hann í sig
veðrið og að lokum veit áhorfandinn ekki hvort
þeirra er sekara. Það er ugglaust tilætlun höfund-
ar: að skilja okkur eftir í spurn, neyða okkur til að
horfast í augu við hluti sem við viljum helst sópa
undir teppið. Er ekki annars kjörið að bjóða upp á
umræður eftir sýningu verksins? Þó þá myndi ég
að vísu mæla með því að sálfræðingur, félagsráð-
gjafi eða einhver fagaðili, með sérþekkingu á mál-
um af þessu tagi, myndi stýra umræðum.
Sviðið er allt hið hráslagalegasta. Leikið er á
stórum gólffleti Hafnarfjarðarleikhússins frammi
fyrir upphækkuðum sætum áhorfenda og rýmið er
yfirleitt vel nýtt af leikstjóranum. Fjarlægðin milli
persónanna er mikil, í raun og veru óbrúanleg.
Leikurinn gerist í mötuneyti stórfyrirtækis, allt út-
vaðandi í ónýtum matarumbúðum og farið langt
yfir strik realismans í útfærslunni; þessi sviðsgerv-
kvenfélagið garpur og
HafnarfjarðarleikHúsið:
svartur fugl eftir david
Harrower.
Þýðing: Hávar Sigurjónsson.
Leikstjórn/sviðshönnun: graeme
maley.
Lýsing: garðar borgþórsson.
Tónlist: brian docherty.
HHHHH
leikdómur
Jón Viðar Jónsson
leiklistargagnrýnandi
Svartnætti
í Hafnarfirði
Svartur fugl Leikritið er eftir
Skotann david Harrower og fékk
hin virtu Laurence olivier-verðlaun.
MyND BJöRN SNORRI
ing er symbólsk – of symbólsk fyrir minn smekk.
Það jaðrar við að verið sé að velta sér upp úr óhrjá-
leikanum sem er nógur fyrir í verkinu sjálfu. Tón-
listareffektar Brians Docherthy eru harðir og há-
værir, en mynduðu nauðsynleg uppbrot, féllu vel
að flæði leiksins. Eru þeir annars samdir sérstak-
lega fyrir þessa sýningu? Ég finn ekkert um það í
leikskránni.
Samkvæmt leikskránni eru leikendur aðeins
tveir. Undir lok leiksins birtist þó ung stúlka á
sviðinu og á þar stutt atriði. Hennar er ekki getið
í skránni, nema það sé sú sem fær þar „sérstakar
þakkir“ fyrir eitthvað ótilgreint. Ég þykist svo sem
vita af hverju þetta er gert, en mér finnst það engu
að síður ekki kurteislegt, hvorki við leikandann né
áhorfendur.
Leiksýningin er bönnuð innan fjórtán. Til þess
er sannarlega full ástæða. En það er ekki nóg að
gera það bara í leikskránni, svo enn sé vísað til
hennar. Það þarf líka að koma fram í auglýsingun-
um.