Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Qupperneq 26
Halloween-myndirnar voru
aldrei í neinu uppáhaldi hjá mér og
þess vegna bjóst ég ekki við miklu
þegar ég skellti mér á þessa. Nú hef-
ur Rob Zombie fengið umboð Johns
Carpenter til þess að gera sína eig-
in útgáfu af fyrstu myndinni og ég
hreinlega hélt að ég væri að fara
horfa á 90 mínútna langt White
Zombie-myndband, þar sem ljóst
væri að Rob ætlaði ekki að fylgja
fyrri söguþræði. Svo var ekki, því
þessi Halloween er ekki svo galin. Í
þetta skiptið snýr myndin algjörlega
að morðingjanum Michael Myers
og högum hans.
Myndin hefst þegar Michael er
ungur drengur. Alinn upp af blót-
andi og viðbjóðslegum stjúpföð-
ur, móður sem vinnur fyrir sér sem
fatafella og tveimur systrum, einni
á táningsaldri og einu ungbarni.
Dag einn ákveður hann að drepa
fjölskyldu sína, en hlífir móðurinni
og ungbarninu. Í kjölfarið er hann
dæmdur á geðveikrahæli, þar sem
hann heldur uppteknum hætti við
að vera sturlaður. 15 árum seinna
strýkur hann svo og heldur á sín-
ar heimaslóðir, þar sem systir hans
hefur verið ættleidd af fjölskyldu í
bænum. Halloween er algjörlega
tvískipt mynd. Fyrri helmingurinn
er hægur og hálfmannúðlegur. Þar
fær maður að sjá áhrif gjörða Mi-
chaels á móður hans, hvers vegna
sálfræðingurinn Samu-
el Loomis hefur svo
mikinn áhuga á honum
og hvernig hann týn-
ist í eigin geðshræring-
um í gegnum árin. Eftir
hlé breytist svo myndin úr hægri og
hryllilegri þroskasögu í viðbjóðslega
slasher-mynd, uppfulla af hnífs-
stungum með tilheyrandi hljóðum,
brjóstum,
öskrum, blóði og þess háttar. Þessi
dularfulli kokkteill virkar einhvern
veginn og myndar heldur þétta
heild, þar sem helsti galli slasher-
mynda hefur alltaf verið skortur á
trúanlegum söguþræði. Tónlistin í
myndinni er flott og svo er hún al-
veg einstaklega ógeðfelld. Svo ógeð-
felld að eftir kortér stóðu tvær stúlk-
ur upp fyrir aftan mig og báðu að
heilsa. Myndin er þó ekki gallalaus,
en enginn leikari stendur sig það vel
að hægt sé að minnast á það og svo
verður hún nett yfirdrifin á köflum,
til dæmis þegar byssuskot hætta
að bíta á Michael. Rob Zombie er
greinilega ekki jafngeðveikur og
ég hélt. Fín mynd sem ætti að geta
hrætt, bætt, grætt og brætt.
Bíódómur
Halloween
„Rob Zombie er greinilega
ekki jafngeðveikur og ég
hélt. Fín mynd sem ætti að
geta hrætt, bætt, grætt og
brætt.“
Leikstjóri: Rob Zombie
Aðalhlutverk: Scout Taylor-Compton, Malcolm McDowell,
D eg Fae ch, Tyler Mane, Sheri Moon Zombie, Pat Skipper,
Dee Wallace Stone og William Forsythe.
Niðurstaða: HHHHH
Hljómsveitunum Dikta, Skátum
og tónlistarkonunni Kira Kira hefur
verið boðið að spila á tónlistarhátíð-
inni In the City sem hefst í Manchest-
er-borg á Englandi 22. október.
Listamennirnir munu koma fram á
svokölluðu „International showcase
night“ sem er séríslenskt kvöld á há-
tíðinni. Slíkt kvöld var haldið í fyrsta
sinn á hátíðinni árið 2006 og komu
þá fram þau Ólöf Arnalds, Elíza og
Mammút. Tony Wilsons, frumkvöð-
ull hátíðarinnar, fór sérstaklega fram
á að kvöldið yrði endurtekið áður en
hann dó í ágúst síðastliðnum. Há-
tíðin In the City spannar þrjá daga
og er ein stærsta tónlistarráðstefna
og hátíð sinnar tegundar í Evrópu.
Þar safnast saman margir af helstu
tónleikahöldurum, umboðsmönn-
um. plötufyrirtækjum, fjölmiðlum
og tónlistarmönnum bransans og
skiptast á skoðunum. Á daginn eru
haldnar ráðstefnur og á kvöldin fer
svo fram tónleikahald þar sem ungar
og upprennandi hljómsveitir spreyta
sig.
Auk þess að spila á hátíðinni fá
íslensku listamennirnir lag á safn-
plötu hátíðarinnar sem er gefin út á
iTunes. Meðal hljómsveita sem hafa
spilað á hátíðinni eru Coldplay, Oas-
is og Muse.
asgeir@dv.is
miðvikudagur 10. október 200726 Bíó DV
Ágætis
endurgerð
Elskar að kyrkja myers hefur engu
gleymt og er í góðum höndum hjá rob
Zombie.
Halloween Fyrri hluti myndarinnar
fjallar mikið um líf myers, meðal
annars dvöl hans á geðveikraheimili.
DV8676230707_ LungA_32.jpg
Skátar
Eru meðal þeirra sem leika á In the City.
Dikta, Skátum og Kira Kira boðið að spila á hátíðinni In the City:
Boðið á tónlistarhátíð
í Manchester
Hljómsveitin Sigur Rós hélt í
ógleymanlega tónleikaferð um
Ísland sumarið 2006.
Samspil Sigur Rósar, náttúru
Íslands og íslensku þjóðarinnar má
finna í þessu ógleymanlegu
meistarastykki Sigur Rósar, mynd
sem engin má missa af!
�����
“H EIMA ER BEST”
- MBL
FRÁ MEISTARA ROB ZOMBIE
KEMUR EIN SVAKALEGASTA
MYND ÁRSINS!
SLÓ Í GEGN Í BANDARÍKJUNUM
OG FÓR BEINT Á TOPPINN.
DÓMSDAGUR DJÖFULSINS!
MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI
MÖGNUÐU
HRYLLINGSMYND!
HEIMA - SIGURRÓS kl. 6 - 8 - 10
3:10 TO YUMA kl. 5.30 - 8 - 10.30
VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20
ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 - 10.20
NÝTT Í BÍÓ!
SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919
SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000
16
12
16
14
12
16
14
14
HALLOWEEN kl. 8 - 10.10
SUPERBAD kl. 6 - 8
CHUCK AND LARRY kl. 6 - 10.10
16
12
14
16
14
HALLOWEEN kl.6 - 8 - 10.15
THE 11TH HOUR kl.6 - 8 - 10
VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20
BROTHERSOM MAN kl. 6 - 10
THE EDGE OF HEAVEN kl. 8
HALLOWEEN kl. 5.30 - 8 - 10.25
SUPERBAD kl. 5.30 - 8 - 10.30
SUPERBADLÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30
SHOOT´EM UP kl. 8 - 10
HÁKARLABEITA 600 KR. kl. 3.50 - 6
HAIRSPRAY kl. 5.30 - 8
KNOCKED UP kl. 10.20
BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl. 4
THE SIMPSONS MOVIE ÍSL. TAL kl. 3.45 300 kr. Síð. sýningar
-A.F.B. Blaðið
- L.I.B., Topp5.is
- I. Þ. Film.is
- J. I. S. Film.is- D.Ö.J., Kvikmyndir.com
“Skotheld skemmtun”
- T.S.K., Blaðið
“TOP 10 CONC EPT
FILMS EVER ”
- O BSERVER
�����
“ ALG JÖRLEGA EINSTÖK”
- FBL
�����
“VÁ”
- B LAÐIÐ
�����
“ME Ð GÆSA HÚÐ AF
HRIFNIN GU”
- DV
�����
“SI GUR ROS HAVE
REINVENTED THE
ROCK FILM”
- Q
����
“SO BEAUTI FUL
ITS HYPNOTIC”
- EMPIRE
!óíbí.rk045
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
Hugljúf rómantísk gamanmynd
Leiðin að hjartanu er í
gegnum ljúfengan mat!
Skemmtilegustu vinkonur í
heimi eru mættar.
StarduSt er Mögnuð ævintýraMynd
Stútfull af göldruM, HúMor og HaSar.
robert de niro og MicHelle Pfeiffer í frábærri Mynd SeM var
tekinn uPP á íSlandi og allir ættu að Hafa gaMan af
www.SAMbio.is 575 8900i i
AKUREYRI
KEFLAVÍK
SELFOSSI
KRINGLUNNI
STARDUST kl. 8 -10:20 10
NO RESERVATIONS kl. 8 L
3:10 TO YUMA kl. 10 16
STARDUST kl. 5:30 - 8 - 10:30 10
STARDUST kl. 5:30 - 8 - 10:30
NO RESERVATIONS kl. 5:30 - 8 - 10:30 L
SUPER BAD kl. 5:30 - 8 - 10:30 12
CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:30 12
MR. BROOKS kl. 8 16
BRATZ kl. 5:30 L
DISTURBIA kl. 10:30 14
ASTRÓPÍÁ kl. 6 L
STARDUST kl. 6:30 - 9 10
NO RESERVATIONS kl. 8 - 10:10 L
MR. BROOKS kl. 10:10 16
ASTRÓPÍÁ kl. 6 - 8 L
RATATOUILLE M/- ÍSL TAL kl. 5:40 L
DIGITALDIGITAL
DIGITALVIP
CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:20 12
NO RESERVATIONS kl. 8 L
SHOOT EM UP kl. 10:20 16
STARDUST kl. 8 10
SUPERBAD kl. 8 - 10:20 L
MR. BROOKS kl. 10:30 16
ÁLFABAKKA
- bara lúxus
Sími: 553 2075
STARDUST kl. 5.30, 8 og 10.30 10
3:10 TO YUMA kl. 5.30, 8 og 10.30 16
CHUCK & LARRY kl. 5.40, 8 og 10.20 12
LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR
www.laugarasbio.is - Miðasala á