Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2007, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2007, Qupperneq 4
fimmtudagur 25. október 20074 Fréttir DV Fundað í 75 ár Fimm þúsundasti fundur ráðsins verður haldinn í dag. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi borgarstjóri, er einn þeirra sem setið hafa yfir þúsund borgar- ráðsfundi. Bæjarráð fundaði í fyrsta skipti 4. ágúst 1932 en þá var Reykjavík aðeins bær. Undanfarin ár hafa um 1.200 mál verið afgreidd árlega af ráðinu. Dregið hefur nokkuð úr fjölda þeirra vegna breytts vinnu- lags og embættisafgreiðslna. Ofsahraði endaði á ljósastaur Mikil mildi þykir að ekki varð stórslys þegar 25 ára ökumað- ur missti stjórn á BMW-bifreið sinni í fyrrakvöld. Slysið varð á Kringlumýrarbraut á móts við Nesti en bílnum var ekið á ofsa- hraða norður Kringlumýrar- braut. Ökumaðurinn missti bílinn upp á kant, fór yfir umferðareyju og kastaðist þaðan upp á ljósa- staur sem bognaði niður í göt- una við áreksturinn. Loka þurfti Kringlumýrarbraut í báðar áttir í um tvær klukkustundir. Brak- ið af bílnum dreifðist yfir mjög stórt svæði og mikil mildi þykir að hann hafi ekki farið á bíla sem komu á móti. Ökumaðurinn og farþegi bifreiðarinnar sluppu án teljandi meiðsla. Fær 110 þúsund króna sekt Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu var með sérstakt um- ferðareftirlit á Hafnarfjarðarvegi á dögunum. Mikill fjöldi öku- manna var stöðvaður í þessu eft- irliti lögreglunnar og tólf kærðir fyrir ýmis umferðarlagabrot. Einn ökumaður gerðist sekur um gróft brot á lögum um hámarks- hraða en bifreið hans mældist á 135 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Hann má eiga von á 110 þúsund króna sekt. Hrasaði í bjargi en slapp vel Lögregla og björgunar- sveitarmenn á Suðurnesjum voru með nokkurn viðbún- að vegna tilkynningar um að maður hefði fallið í klettun- um á Berginu við smábáta- bryggjuna í Reykjanesbæ og kynni að vera illa slasaður í fjörunni. Í ljós kom að um 16 ára pilt var að ræða og hafði hann hrasað um tvo til þrjá metra í brattri skriðu. Hann náði að hringja í vin sinn sem hringdi í Neyðarlínuna eftir aðstoð. Pilturinn komst skömmu síðar af sjálfsdáð- um upp og slapp hann með nokkrar skrámur. „Börn og foreldrar eru farin að tala meira saman og við erum farin að sjá jákvæðan árangur. Eitt af markmið- unum er að brúa bilið þannig að for- eldrar og börn tali sama tungumál,“ segir Guðberg Jónsson, verkefnis- stjóri Samfélags, fjölskyldu og tækni, SAFT, sem er vakningarátak um ör- ugga og jákvæða netnotkun barna og unglinga á Íslandi. Myndabeiðnir ókunnugra Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknar á vegum SAFT sem gerð var af Capacent fyrr á þessu ári talar tæplega helmingur ungmenna nú mikið eða nokkuð mikið við foreldra sína um það sem þau gera á netinu. Svipuð könnun var gerð árið 2003 og þá ræddi aðeins um fjórðungur op- inskátt við foreldra um netnotkun. Guðberg segist heyja jákvæða baráttu. „Við erum ekki að reyna að draga úr netnotkun heldur stuðla að því að fólk komi sér saman um já- kvæðar leikreglur til að umgangast þennan skemmtilega miðil. Flestir sem nota netið gera það á uppbyggi- legan hátt. Við reynum hins vegar að gera fólk meðvitað um þær hættur sem þar geta leynst,“ segir hann. Þeim börnum fækkar um átta prósent á milli kannana sem hafa hitt ókunnuga á netinu sem biðja um mynd eða símanúmer. Salvör Giss- urardóttir, lektor í upplýsingatækni við Kennaraháskóla Íslands, telur að fækkunin stafi af því að fólk sé orð- ið vanara því að umgangast netið og taki síður áhættu en áður. „Fólk var ekki nógu varkárt í byrjun. Ég held að áróður um örugga netnotkun hafi skilað sér,“ segir hún. Heimilistölvan á opnu svæði „Börn og foreldrar eru á réttri leið og það er gott að geta látið þau vita af því. Mér sýnist okkur hafa tek- ist nokkuð vel að eyða þeirri grýlu að netið sé verkfæri hins illa,“ segir hann. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að börn byrji að nota netið tæplega átta ára gömul og því sé mikilvægt að vera meðvitaður um kosti þess og galla. Þeim fjölgar sem segja reglur um tölvunotkun gilda á heimili sínu. Salvör vekur athygli á því að sí- fellt algengara verði að foreldrar hafi heimilistölvuna á opnu svæði þannig að auðveldara sé að fylgjast með net- notkun barnanna. 28 prósent þeirra barna sem tóku þátt í könnuninni sögðu að foreldr- ar sætu hjá þeim „oft eða stundum“ þegar þau eru á netinu. Þegar for- eldrar eru spurðir sömu spurning- ar segjast 89 prósent þeirra sitja hjá börnunum. Guðberg telur að þessi munur skýrist af því að um 80 pró- sent barna segja foreldra líta inn til sín þegar þau eru á netinu og sextíu prósent barnanna segjast geta notað netið án vitundar foreldra. Fræðsla fremur en síur Frá 2003 hefur orðið 10 prósenta aukning á því að foreldrar setji upp sérstakar síur sem takmarka aðgang að ákveðnum vefsíðun. Salvör er ekki hlynnt þeirri leið. „Mér finnst mun eðlilegra að fræða börnin. Það er lagt mikið upp úr því í skólastarfi að þeir séu netvæddir. Ég kenni upp- lýsingatækni og lendi oft í því þegar ég kem í skóla að það er lagt það mik- ið upp úr netöryggi að ekki er hægt að hlaða niður mikilvægu efni. Þegar aðgengið er takmarkað eru það ekki bara óæskilegu hlutirnir sem eru sí- aðir frá,“ segir Salvör. Á vefsíðu samtakanna, saft.is, má finna margmiðlunarefni sem nýtist börnum til að læra hvernig nota skal netið á öruggan hátt. NETÖRYGGI BARNA EYKST Sextíu prósent barna segjast geta notað netið án vitundar foreldra. Börn eru meðvitaðri en áður um netöryggi og ræða meira en áður við foreldra sína um hvað þau gera í net- heimum. Færri börn fá beiðnir um mynd eða símanúmer frá ókunnugum. Á netinu börn byrja að meðaltali tæplega átta ára að nota netið. Erla Hlynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Sextíu prósent barn- anna segjast geta not- að netið án vitundar foreldra. „Það sem um ræðir er að ég vil fylgja eftir tilmæl- um frá Sameinuðu þjóðunum og eins umræðu á vettvangi Norðurlandaráðs um það að þjóðþing setji starfsmönnum sínum ákveðnar siðareglur. Þær fela í sér að opinberir starfsmenn kaupi ekki kynlífsþjónustu í neinu formi í ferðum sínum í útlöndum. Norðmenn hafa sett slíkar reglur, Svíar hafa sett þær yfir alla þá sem starfa í utanríkisþjónustunni og Rauði krossinn lætur alla sína starfsmenn undirgangast þessa ábyrgð líka. Sama má segja um alla friðargæslu- liða Sameinuðu þjóðanna eftir mjög alvarleg áföll og því er mælst til þess að þessar reglur séu hafðar í heiðri. Ég held að þetta geti aukið meðvitund okkar um þá ábyrgð sem hvílir á herðum okkar um það að draga úr mansali, vændi og útþenslu klámiðnaðar- ins. Norðurlandaráð hefur samþykkt að beina öllum sínum viðskiptum til hótela sem gefa yfirlýsingu um að þau aðhafist ekki milligöngu um kynlífsþjónustu af neinu tagi. Næsta skref er að mínu mati að tryggja það að opinberir starfsmenn versli ekki við hótel sem bjóða upp á klámsýn- ingar á herbergjum eða í innanhússkerfum. Það væri að mínu mati afar áhrifamikil leið til að draga úr framleiðslu klámefnis.“ „Ég er alls ekki talsmaður þess að starfsmenn séu að versla sér kynlíf eða skoða klám í ferðum sínum erlendis. Eins og ég skil þetta frumvarp til laga er hins vegar ákveðin hugsanavilla í því fólgin. Ég skil ekki tvo þætti þessa máls. Stjórnmálamenn þurfa að átta sig á því að valdsvið þeirra er takmarkað. Í fyrsta lagi geta þeir ekki náð lögum yfir alla óæskilega breytni manna. Það er til dæmis ekki hægt að setja lög um mannasiði. Í annan stað þurfa stjórnmálamenn að átta sig á því að lögsaga þeirra takmarkast við lögsögu Íslands. Íslenskir stjórnmálamenn geta ekki sett lög um hegðun íslenskra ríksisborgara á er- lendri grundu. Ríkisstjórn Íslands getur ekki bann- að einhverja hegðun sem er leyfð í öðru ríki. Það er misjafnt hvaða lög gilda um klám og stjórnmála- menn verða að átta sig á takmörkum sínum. Það er hægt að setja lög um að vændi eða klám sé bannað en ekki hægt að setja lög um hvernig fólk hegðar sér í sínum frítíma. Það er eðlilega hægt að setja fram kröfur um hegðun embættismanna þegar þeir eru að sínum störfum en þeir hafa líka sinn frítíma.“ Gegn mansali Lögsagan bara á Íslandi Eiríkur BErgMann Einarsson, stjórnmálafræðingur.kolBrún Halldórsdóttir, þingmaður vinstri grænna. Siðareglur opinberra StarfSmanna á erlendri grundu með og á móti InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.