Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2007, Blaðsíða 14
Fyrirtækið Perlukafarinn hóf í sum- ar innflutning á Reva City Car. Bíllinn er knúinn rafmagni og hannaður sem borgarbíll. Það verður ekki af Reva raf- magnsbílnum skafið að hann er hinn allra vænsti mögulegi kostur þeg- ar tekið er mið af umhverfinu. Þessi smábíll mengar akkúrat ekki neitt og kostnaðurinn við að aka 100 kílómetra er aðeins um 78 krónur. Kostnaðurinn við að hlaða Reva er svipaður og að kaupa bensín á bíl sem eyðir 0,6 lítr- um á hundraðið. Þessar staðreynd- ir gera bílinn að raunverulegum kosti fyrir fólk sem vill komast á milli a og b fyrir lítinn pening. Agnarsmár Það verður hins vegar ekki litið framhjá því að Reva City Car er hvorki rúmgóður né þægilegur. Hann er reyndar það lítill að hægt er að leggja honum í allra smæstu bílastæðin og að því leytinu til er hann afar þægi- legur. Bílastæði fyrir umhverfisvæna bíla kosta heldur ekkert og því er bíll- inn hentugur fyrir þá sem eru mikið á ferli í miðbænum eða þar sem stöðu- mælar eru víða. Það er ekki vökvastýri í Reva og því er hann nokkuð þungur í stýri. Beygjuradíusinn er hins vegar sá langminnsti sem ég hef heyrt um; 3,5 metrar. Ég efast hins vegar um að það sé næg ástæða til að hinn venjulegi Ís- lendingur stökkvi til og kaupi bílinn. Í honum eru tvö sæti og plássið er ekki mikið, sér í lagi ef fólk sem er í yfirvigt eða yfirstærð. Fyrir hinn venjulega mann dugar plássið ágætlega en eins og myndirnar bera með sér er ekki mjög vítt til veggja. Hann er 2,6 metrar á lengd, 1,3 á breidd og 1,5 á hæð. Hljóðlátur en kraftlítill Það er harla óvenjulegt að gang- setja Reva. Hljóðið er svipað og þegar maður stingur brauðrist í samband. Það heyrist akkúrat ekkert. Eina hljóð- ið sem kemur frá bílnum í akstri er frá dekkjunum. Reva er gíralaus þannig að maður keyrir hann eins og um sjálfskiptan bíl sé að ræða. Munur- inn er hins vegar sá að bíllinn er mjög kraftlítill, þrátt fyrir að hægt sé að gefa honum aukakraft með einu handtaki. Þannig er hann aðeins 17,5 hestöfl og er því seinn af stað í brekkum og er sjö sekúndur upp í 40 km/klst á jafnsléttu. Ég myndi því ekki vilja keyra hann um á Miklubrautinni eða þar sem umferð er hröð og hættuleg. Hámarkshraði á bílnum er 70 til 80 km/klst en ekki þarf mikinn halla til að draga verulega úr þeim hraða. Einfalt að hlaða Afar einfalt er að hlaða bílinn, honum er einfaldlega stungið í sam- band eins og þegar farsími er hlaðinn. Full hleðsla á bílnum er um 9 kílów- attstundir, en slík orka kostar um 70 krónur. Sex klukkutíma tekur að full- hlaða batteríin en hálfan þriðja tíma tekur að hlaða batteríin 80 prósent. Á fullri hleðslu kemst bíllinn allt að 80 kílómetra vegalengd sem fer þó tölu- vert eftir aksturslagi og þolinmæði ökumannsins. Bíllinn er því alls ekki hentugur til langferðalaga, enda er hann ekki byggður með slíkt í huga. Lítil öryggistilfinning Reva City Car er búinn að miklu leyti til úr styrktu ABS-efni. Hann er með styrktarbita í hurðum og stál- ramma allan hringinn, með krumpu- svæði að framan. Bíllinn hefur lágan þyngdarpunkt vegna þess að þung- ar rafhlöðurnar eru undir sætunum í bílnum. Hann liggur því vel á vegin- um. Þrátt fyrir að bíllinn sé vel styrktur leið mér að sumu leyti ónotalega í bíl- túrnum sem ég fór á honum. Hann er það lítill og lágvær að ég fann fyrir óör- yggi í akstri á meðal fullvaxinna bíla. Þetta er í það minnsta ekki bíll sem ég myndi vilja klessa og ég myndi heldur ekki vilja keyra Kjalarnesið í 30 metr- um á sekúndu, þótt vel geti verið að það sé í góðu lagi. Niðurstaða Reva City Car er góður bíll fyrir fólk sem gerir ekki miklar kröfur um kraft, útlit og þægindi. Hann er tilvalinn fyr- ir fólk sem býr í grennd við miðbæ- inn og þarf að keyra um þröngar göt- ur og sund. Hann er einstaklega ódýr í rekstri og álíka umhverfisvænn og reiðhjól. Hins vegar hlýtur að koma að því að rafhlöðunum þurfi að farga og því má spyrja sig hvaða lausnir verða þá í sjónmáli. Fyrir tímalausa nú- tíma Íslendinga, er bíllinn ekki góð- ur kostur. Ekki nema þeir eigi annan bíl til að nota til langferða. Hins vegar mætti spyrja sig hvort ekki væri ráð- legt að ungir bílstjórar væru skikkað- ir til að aka um á svona bílum fyrstu árin. Umferðarslysum sem rekja má til hraðaksturs myndi eflaust fækka til muna og við fengjum betri ökumenn út í umferðina. Reva City car er vonandi bara byrj- unin á því sem koma skal. Þessi hug- mynd er afbragðs góð og vonandi ein af framtíðarlausnum til að leysa olíuna af hólmi sem eldsneytisgjafa. Vonandi verður hægt að gera alvöru fjölskyldu- bíl úr þessari hugmynd, fjölskyldubíl sem stenst allar nútímakröfur. Þeg- ar þar að kemur mun ég kaupa mér svona bíl. Þangað til verða aðrir orku- gjafar fyrir valinu. fimmtudagur 25. október 200714 Bílar DV Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Baldur Guðmundsson reynsluók rafmagnsbílnum Reva City Car: Hugmynd til að byggja á Reva City Car við Perluna eins og sjá má er bíllinn afar smár. Reva City Car engir gírar eru í bílnum. aðeins aftur og fram. Reva City Car Perlukafarinn hefur hafið innflutning á bíl sem hefur verið lýst sem hinum fullkomna borgarbíl. Niðurstaða + mengar akkúrat ekkert afskaplega ódýr í rekstri Hljóðlaus frítt í bílastæði fyrirferðarlítill - kraftlaus í samanburði við aðra bíla Lítil öryggistilfinning Plásslítill kemst aðeins 80 km á hleðslunni Lítill hámarkshraði rafhlöður skaða umhverfi við förgun frekar þungur í stýri Lengi í hleðslu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.