Sveitarstjórnarmál - 01.06.1942, Page 5
SVEITARSTJORNARMAL
Tímarit um málefni íslenzkra sveitarfélaga.
2. árcangur Útgefandi og ritstjóri:
19 42 JÓNAS GUÐMUNDSSON, eftirlitsmaáur sveitarstjórnarmálefna.
1. HEFTI Utanáskrift: „Sveitarstjórnarmál", Alþýðuhúsiá, Reykjavík.
Guðbrandur Jónsson:
A K R A N E S
Nu á dögum eru takmörk Akranes-
hrepps, er verður að telja ná til þess
lands, sem kallað er Akranes, Kúludalsá
að suðaustan, en Berjadalsá að norðaust-
an. Það er þó ekki minnsti vafi á því, að
landfræðilega mætti telja nesið mun
stærra og hafa takmörk þess allmiklu
austar. Ekki kemur heldur fornum heim-
ildum alveg saman um, hver hafi verið
takmörk nessins. Landnáma telur tak-
mörkin milli Hvalfjarðarstrandar og
nessins vera Kalmansá, sein rennur úr
Hól.mavatni nokkuð vestur af Kalastaða-
koti, en norðaustur af Katanesi, og er sú
á nú í Strandarhreppi, og norðan Akra-
fjalls telur hún Urriðaá, sem er nokkru
austar en Berjadalsá, vera takmörk Akra-
ness. Akranes kemur nokkuð við Harðar
sögu og Hólmverja; þar eru takmörkin
að Hvalfjarðarströnd kölluð vera Kú-
vallará, en fræðimenn, þar á meðal Kaa-
lund, hafa litið svo á, að þetta mundi
vera misskrift fyrir Kúludalsá, og leitt að
því nokkur líkindi.
Þegar ísland var numið, fór landnámið
fram skipulagslaust, sem vonlegt var,
þar sem landrými var kappnóg og þurfti
því að engu að hyggja. Kylfa réð því al-
gerlega kasti um það, hvar menn námu
lönd og settust að; menn hafa þar vafa-
laust fyrst og fremst farið eftir landgæð-
um, en nokkuð þó eftir því, hvort frænd-
ur eða vinir sátu einhvers staðar fyrir.
Það er kunnugra en frá þurfi að segja,
að ísland byggðist af tveim kynstofnum,
keltneskum og norrænum, og hafa menn
á siðari tímum ranglega meira eða minna
hyllzt til þess að gera mun meira úr hinu
norræna landnámi og áhrifum þess en
rétt er, eins og íslenzk fornmenning ber
með sér sjálf. Ekki hefur þessi þjóð-
ernistvískinnungur í landsmönnum þó
orðið þess valdandi, að þeir i heild sinni
hafi hnappað sig saman eftir uppruna,
heldur hafa þeir setzt að hverjir innan
um aðra af einskæru handahófi. Þó eru
frá þessu nokkrar undantekningar, þár
sem eru m. a. Dalir og Akranes, því að
háðir þessir staðir hafa í heikl sinni i
upphafi verið hyggðir svo til einvörð-
ungu af Keltum.
Þormóður hinn gamli og Ketill Bresa-
synir fóru af írlandi til íslands og námu
Akranes allt milli Urriðaár og Kalmans-
ár, og Jieir voru írskir. Kalman var og
írskur og bjó fyrst í Katanesi, enda er
það nafn alírskt. Þormóður gamli átti
lönd fyrir sunnan Reyni og til Kalmans-
ár og hjó á Ytrahólmi, en Ketill Bresa-
son átti lönd fyrir vestan Reyni og fyrir
norðan Akrafjall til Urriðaár. Komu
miklar og góðar ættir af þeim bræðrum
báðum. Sonur Ketils var Jörundur
kristni, sem byggði Jörundarholt á Akra-
nesi, er nú er nefnt Garðar, og var hann
einsetumaður í elli sinni; bendir það Qg