Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1942, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1942, Blaðsíða 7
SVEITAUSTJÓRNARMÁL 3 Akrancs. ugt er, að hér á landi var aðallega ræktað I)ygg og rúgur, sem sjá má meðal annars af örnefnum eins og Bygggarður, Rúfeyjar o. fl. Það má segja, að í bók- staflegasta skilningi hafi botninn dottið úr kornrækt hér á landi. Það hefur mörg- um getum verið að því leitt, hvað valdið liafi, en allt er þó um það í móðu og reyk. Eitt er það með öðru, sem gizkað hefur verið á, að hér á landi hafi orðið einhver loftslagsbreyting um þær mund- ir, sem kornrækt lagðist niður, er hafi valdið þessu, og hafa sumir viljað setja það í samband við hvarf eða niðurníðslu skóganna. Þetta kann, ef rétt er, einhver áhrif að hafa haft víðsvegar á landinu, alls staðar nema á Akranesi. Nesið er og hefur alltaf verið nes, sævi girt á þrjá vegu, og ekki fara neinar sögur af skógi þar, nema eitthvað innst á nesinu, en akrarnir hafa verið í Görðum — eins og nafnið að nokkru bendir til — og þar fyrir vestan, og getur hvarf skógarins eða rýrnun innst á nesinu því engin áhrif hafa haft á það. Vegna þess hvað kornræktin leggst hér niður um allt land svo að segja á sama tíma, og það á stöð- um eins og Akranesi, þar sem ekki verð- ur fundin nein ástæða frá náttúrunnar hendi, sem hefði getað orðið til að hindra þessa rækt, er ekki ólíklegt, að ástæð- urnar séu frekar ahnenns fjárhagslegs cðlis, svo að t. d. af einhverri nú ókenndri orsök hafi ekki lengur borgað sig að rækta kornið, en slíkt verður hvaða atvinnurekstri sem er mjög fljótt að aldurtila. Hvað sem því líður, er hitt víst, að kornræktin lagðist niður á nesinu. Það er óvíst, hvort það hefur verið eins og við manninn mælt, að nafnbreyt- ing varð á nesinu eftir að kornrækt lagðist þar niður, en nafnið, sem tekið var upp í staðinn fyrir Akranes, kemur fyrir í byrjun 17. aldar. Þetta nafn er að sínu leyti jafnupplýsandi um starfsháttu manna á nesinu eins og gamla nafnið var. Nýja nafnið var Skipaskagi. 'l'il forna fara engar sérstakar sögur

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.