Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1942, Qupperneq 12

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1942, Qupperneq 12
8 SVEITARSTJÓRNARMÁL hafa valdið breytingum á listum og það hefur ekki verið opinherlega tilkynnt eftir kosninguna. Væri þvi æskilegt, ef eitthvað kann rangt að vera i skýrslu þessari, að oddviti eða bæjarstjóri þess sveitarfélags sendi á því leiðréttingu, sem þá yrði birt í næsta lilaði. Svo sem kunnugt er, eiga sveitar- stjórnarkosningar að fara fram fjórða hvert ár. Fara þær fram í tvennu lagi. í öllum kaupstöðunuin, sem nú eru 9 að tölu, og öllum þeim kauptúnahreppum, er hafa % ibúa sinna búsetta í sjáll'u kauptúninu, skulu kosningar fara fram síðasta sunnudag í janúarmánuði, en í öllum öðrum sveitarfélögum síðasta sunnudag í júnimánuði hið sama ár. Hinn 25. janúar s. 1„ er var síðasli sunnudagur í janúarmánuði, fóru kosn- ingarnar fram í fyrri flokknum, þ. e. kaupstöðum og kauptúnum, alls staðar nema í Reykjavík, en þar var þeim frest- að með sérstökum bráðahirgðalögum af ástæðum, sem öllum erli kunnar, en fóru svo fram þann 15. marz s. 1. Fer hér á eftir skrá yfir þá kaupstaði og kauptún, sem lcosið var í 25. janúar og 15. marz s. I., og þá menn, sem kjörnir voru þá i hæjarstjórnir og hreppsnefndir til næstu fjögurra ára. Kaupstaðir: Hafnarfjörður: Kjartan Ólafsson, Þorleifur Jónsson, Björn Jóhannesson, Loftur Bjarnason, Guðmundur Gissurarson, Stefán Jónsson, Ásgeir G. Stefánsson, Hermann Guðmundsson, Emil Jónsson. Bæjarstjóri er kjörinn: Friðjón Skarphéðinsson. Forseti bæjarstjórnar: Björn Jóhannesson. Akranes: Hálfdán Sveinsson, Jón Sigmundsson, Þórhallur Sæmundsson, Guðmundur Kr. Ólafsson, Jón Árnason, Sveinhjörn Oddsson, Guðmundur Guðjónsson, Haraldur Böðvarsson, Ólafur B. Björnsson. Bæjarstjóri er kjörinn: Arnljótur Guðmundsson. Forseti bæjarstjórnar: Ólafur B. Björnsson. ísafjörður: Guðmundur Gíslason Hagalín, Torfi Hjartarson, Haraldur Guðmundsson, Hannihal Valdimarsson, Haraldur Leósson, Haukur Helgason, Grímur Ivristgeirsson, Helgi Hannesson, Birgir Finnsson. Bæjarstjóri er kjörinn: Þorsteinn Sveinsson. Forseti bæjarstjórnar: Guðmundur Gíslason Hagalin. Siglufjörður: Erlendur Þorsteinsson, Jón Jónsson, Óli Hertervig, Axel Jóhannsson, Gunnar Jóhannsson, Andrés Hafliðason, Egill Stefánsson, Ólafur Guðmundsson, Þóroddur Guðmundsson. Bæjarstjóri er kjörinn: Óli Hertervig. Forseti bæjarstjórnar: Óli Hertervig.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.