Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1942, Síða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1942, Síða 17
SVEITARSTJÓRNARMÁL 13 Reykjavík. Kosningin þar fór fram 15. marz 1942. Guðmundur Ásbjörnsson, Jakob Möller, Guðrún Jónasson, Valtýr Stefánsson, Arni Jónsson, Helgi H. Eiríksson, Gunnar ThoTbddsen, Gunnar Þorsteinsson, Haraldur Guðmundsson, Jón A. Pétursson, Soffía Ingvarsdóttir, Sigfús Sigurhjartarson, Björn Bjarnason, Katrín Pálsdóttir, Steinþór Guðmundsson. Borgarstjóri: Bjarni Benediktsson. Forseti bæjarstjórnar: Guðmundur Ásbjörnsson. Samstarf milli flokka varð nokkurt í kosningunum. Alþýðuflokkurinn og Framsókn höfðu mest samstarf. Voru sameiginlegir listar, er þessir flokkar stóðu að, í eftirtöldum kauptúnum: Keflavík, Ólafsvík, Bíldudal, Flateyri í Önundarfirði, Suðureyri í Súgandafirði, Hvammstanga. Varð samanlagt atkvæðamagn þeirra í öllum þessum kauptúnum 796 atkvæði og komu að 15 mönnum. Teljast 8 þeirra til Alþýðuflokksins, en 7 til Framsóknar. Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokk- urinn höfðu sameiginlega lista á tveim stöðum: Siglufirði og Eyrarbakka. Sameiginlegt atkvæðamagn þeirra varð þar 825 atkvæði og komu að 7 mönnum. Teljast 4 þeirra til Alþýðuflokksins, en 3 til Sósíalistaflokksins. Alþýðuflokkurinn, Framsóknarflokk- urinn og Sósíalistaflokkurinn voru allir saman um einn lista á Sauðárkróki, og hlaut sá listi 265 atkvæði og 4 menn kosna, er skiptast þannig, að 2 teljast til Framsóknar, en 1 til hvors hinna flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn höfðu sameiginlega lista á þrem stöðum: Húsavík, Bolungavík og Fáskrúðsfirði. Voru samanlögð atkvæði þeirra í þess- um stöðum 442 og fulltrúar þeirra, er að komust, 11 al,ls. Munu þeir skiptast þannig, að 5 teljast til Framsóknar, en 6 til Sjálfstæðisflokksins. Við aðra flokka höfðu sjálfstæðismenn ekki samvinnu í kosningunum. Utanflokkalistar komu fram á eftir- töldum stöðum: Hafnarfirði, Isafirði, Siglufirði, Akureyri, Seyðisfirði, Iveflavik, Hellissandi, Stykkishólmi, Ólafsfirði og Hrísey. Fengu þeir saintals í öllum þessum stöðum 1 310 atkvæði og komu að 10 full- trúum. Sjálfkjörnir urðu hreppsnefndarmenn á Blönduósi og Djúpavogi, því að aðeins einn listi kom fram í hvorum þeirra staða með jafnmörgum mönnum og kjósa har. Var á Blönduósi samkomulag milli Alþýðuflokksins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um listann þar, en á Djúpavogi mun Sósíalistaflokkurinn einnig hafa A'erið með um listann, sem þar var fram borinn. Á þessum stöðum kom því ekkert at- kvæðamagn fram, og verður því atkvæða- magnið aðeins úr 29 sveitarfélögum.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.