Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1942, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1942, Blaðsíða 20
16 SVEITARSTJÓRNARMÁL verið stofnuð í þremur sýslum, og virð- ist það benda til þess, að þau kynni sig vel þar, sem þau hafa verið stofnuð. Um atkvæðagreiðslurnar er það að segja, að þátttakan í þeim hefur víðast hvar verið frekar lítil, en langflestir þeirra, sem tekið hafa þátt í þeim, hafa verið með stofnuninni, en aðeins örfáir á móti, m. ö. o. mótstaðan gegn stofnun samlaganna virðist ekki vera teljandi, en áhuginn á hinn bóginn ekki heldur mik- ill, þótt hann virðist fara greinilega vax- andi. II. Hvernig er svo reynslan af starfsemi samlaganna utan kaupstaðanna? Hún er vitanlega ekki mikil enn þá, þar sem svo mörg samlaganna eru nýstofnuð og sum ekki enn tekin til starfa. Fyrir þá, sem vildu kynna sér rekstur sjúkrasamlag- anna í einstökum atriðum, vil ég benda á árhók Tryggingarstofnunar ríkisins 1936—1939, sem út kom á þessu ári. Ár- hókin fyrir árið 1940 er nii í prentun. Ég býst við, að það, sem menn fýsi mest að fræðast um, sé, hversu há ið- gjöldin þurfi að vera. Verður að játa það, að reynsla sú, sem enn er fengin, er ekki svo mikil, að hægt sé að draga öruggar ályktanir um þetta efni. Aðeins eitt af kauptúnasamlögunum hefur starfað heilt ár eða meira, en það er sjúkrasamlag Akraness. Iðgjöld þess samlags voru árirt 1939 og 1940 kr. 2.50 á mánuði, og virðast hafa verið vel rif- leg með þvi verðlagi, sem var fyrir stríð, því að árið 1939 var tekjuafgangur um 7 300 kr„ en árið 1940 um 1 000 kr. Af sveitasamlögunum hafa eftirtalin starfað ár eða lengur: Sjúkrasamlag Fljótshlíðarhrepps, Hvolhrepps, Hraun- gerðishrepps og Villingaholtshrepps. Ið- gjöld tveggja hinna fyrst nefndu voru 8 kr. á ári, en hinna síðar nefndu 10 kr. Það liggur í hlutarins eðli, að nokkuð milclar sveiflur hljóta að verða á rekstri svo lítilla sa.mlaga sem hér um ræðir, en ef draga má ályktanir af reynslu þessara samlaga, lítur út fyrir, að iðgjöld þeirra hafi verið í það lægsta, miðað við verð- lag fyrir stríð, enda hafa sum þeirra afl- að sér viðhótartekna með hlutaveltum eða skemmtunum. Á móti iðgjöldunum koma svo framlög Tryggingarstofnunar ríkisins og sveitar- sjóða, 25% af greiddum iðgjöldum frá hvorum aðila. Samlag, sem hefur 8 kr. ársiðgjald, hefur þannig, auk vaxtatekna o. þ. h„ 12 kr. tekjur á hvern samlags- mann, og samlag með 10 kr. iðgjald 15 kr. árstekjur o. s. frv. Síðan stríðið hófst, hafa útgjöld sjúkrasamlaganna aukizt nokkuð, en þó ekki að sama skapi og verðlag almennt hefur hækkað, a. m. k. ekki í sveitunum. Stafar það m. a. af því, að taxti héraðs- lækna hefur enn eigi verið hækkaður og daggjöld á landsspítalanum hafa ekki verið hækkuð nema lítið eitt fyrr en nú um áramótin síðustu. En óvíst er, hversu lengi þessi aðstaða helzt. Breytist hún, verður hins vegar að gera ráð fyrir, að iðgjöldin þurfi að hækka nokkurn veg- inn í réttu hlutfalli við dýrtíðina, en framlög rikissjóðs og sveitarfélaga hækka að sama skapi og iðgjöldin. III. Reglurnar um stofnun sjúkrasamlaga utan kaupstaðanna eru þessar: Ef hreppsnefnd ákveður eða finnnti hluti kjósenda æskir þess, skal fara fram atkvæðagreiðsla um það, hvort stofna skuli sjúkrasamlag i hreppnum. Hrepps- nefndin annast atkvæðagreiðsluna, og er gert ráð fyrir, að hún fari fram á saina hátt og sveitarstjórnarkosningar, sömu menn hafi atkvæðisrétt o. s. frv. Ef meiri hluti atkvæðisbærra manna greiðir atkvæði ineð því, skal sjúkrasam- lag stofnað. Ef einfaldur meiri hluti at- kvæða er með stofnun samlags, en ekki meiri hluti atkvæðisbærra manna, skal fara fram ný atkvæðagreiðsla innan fjög- urra vikna, og ræður þá einfaldur meiri hluti greiddra atkvæða úrslitum. Sé felll að stofna sjúkrasamlag, getur atkvæða-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.