Sveitarstjórnarmál - 01.06.1942, Page 22
18
sveitarstjórnarmAl
að greiða allan sjúkrakostnað sinn
sjálfir.
Ekki sizt l>er að hal'a j)að í huga, að
j)egar veikindi ber að höndum, hregðast
um leið vinnutekjurnar, og er J)ví enn
erfiðara að standa undir útgjöldum, sem
veikindi valda, en öðrum útgjöldum.
En j)ótt málið líti svona út frá sjónar-
miði einstaklinganna, þá má spyrja: Hef-
ur hið opinbera, hafa sveitarfélögin efni
á þvi að styrkja sjúkrasamlögin eins og
þeim er skylt lögum samkvæmt? Það er
ekki óeðlilegt, að jieir, sem stjórna sveit-
armálefnum, spyrji sig j)eirrar spurning-
ar, áður en ]>eir leggja til, að stofnuð séu
sjúkrasamlög í sveitum j)eirra.
1 fyrsta lagi má svara henni með j>ví
almenna sjónarmiði, að sveitarfélögin
eru fyrst og fremst til vegna einstaklinga
j)eirra, sem innan vébanda þeirra húa,
hagur einstaklinganna er J>ví einnig hag-
ur sveitarfélaganna.
En við skulum líta á málið eingöngu
frá sjónarmiði J)ess, sem á að gæta sveit-
arsjóðsins. Honum er kunnugt um J>að,
að mikið af útgjöldum sveitarsjóðsins
stafar l>eint eða óbeint af veikindum.
Þétta J>arf ekki nánari útskýringar á
l>essum vettvangi. Segjum, að um sé að
ra>ða hreppsfélag í sveit með 300 íbúum.
Gjaldskyldir meðlimir sjúkrasamlags
mundu l)á samkvæmt reynslunni nema
um 200. Ef við gerum ráð fvrir 12 kr.
ársiðgjaldi, mundu iðgjöldin alls nema
2 400 kr.; framlag sveitarfélagsins yrði
þá 000 kr. á ári. Eg býst við, að margir
af forustumönnum sveitarstjórnarmál-
el'na geti hæglega gert það upp við sig,
að jafnvel þótt aðeins væri litið á málið
frá þessu þrengsta fjárhagssjónarmiði
sveitarsjóðsins, þá geli halli hans aldrei
orðið stórvægilegur, ef ekki yrði bein-
línis um gróða að ræða.
En þar við bætist svo öryggi þeirra,
sem njóta hlunninda sjúkrasamlagsins,
og almennt betri aðbúnaðnr að þeim, sem
sjúkir verða, þar sem vitað er, að margir
neita sér um nauðsynlega læknisaðstoð
vegna þess, að þeir telja sig ekki hafa
efni á því.
Og hverju hefur þjóðin efni á, ef ekki
því, sem verða má til að viðhalda og efla
heilsu þjóðarinnar, sem er einn af henn-
ar dýrmætustu fjársjóðum?
Er heimilt að greiða verðlagsuppbætur
á laun oddvita og sýslunefndarmanna?
Allmargar fyrirspurnir liafa borizt
lil eftirlitsmanns sveitarstjórnarmálefna
um það, hvort heimilt væri að greiða
verðlagsuppbætur á laun oddvita og
sýslunefndarmanna. Engin sérstök laga-
fyrirmæli eru til um það, og því þarf, ef
greiða á verðlagsuppbót á laun oddvita,
lyrst að samþykkja það í hreppsnefnd
og siðan fá samþykki viðkomandi sýslu-
nefndar til þessarar greiðslu. Er þetta
umstangs- og vafsturssamt, enda mun
þetta nú vera með ýmsum hætti lijá
sveitarstjórnum landsins.
Vitað er, að einstaka sveitarstjórnir
hafa þegar samþykkt að greiða oddvitum
sínum verðlagsuppbætur á laun þeirra,
en flestar munu ekki hafa gert það. Er
þannig nú þegar orðið mikið ósamræmi í
launagreiðslum lil oddvitanna.
Allar bæjarstjórnir á landinu greiða
nú bæjarstjórum sínum og öðrum starfs-
mönnu.m fulla verðlagsuppbót. Hefur það
verið samþykkt af hæjarstjórnunum og
síðan staðfest af ráðuneytinu, með sam-
þykkt þess á fjárhagsáætlunum kaup-
stáðanna. Er í kaupstöðum ekki um ann-
að að ræða, því að bæjunum lielzt að
sjálfsögðu ekki á stárfsfólki sínu, nema
kjör þcss séu svipuð og kjör sambæri-
legs starfsfólks hjá ríkinu, ríkisstofnun-