Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1942, Side 23

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1942, Side 23
SVEITA RSTJÓRNARMÁL 19 um og fvrirtækjum einstaklinga og fé- laga. Eins og kunnugt er, eru laun oddvita vafalaust langlægsta þóknun, sem hér á landi er nú ákveðin fyrir jafnerfitt og ábyrgðarmikið starf, og hefur svo raun- ar lengst af verið. Á síðasta ári var sú bragarbót á ])essu gerð, að laun oddvita voru hækkuð um helming frá því, sem áðuiv var, og jafnframt ákveðið, að þeir skvldu fá þóknun fvrir innheimtu út- svara. Nú eru föst laun oddvita ákveðin í lögum 10 krónur fyrir hvern fullan tug hreppsbúa, eða 1 króna af manni í hreppnum. Mannfjöldi er mjög mismun- andi í hreppum landsins, en að jafnaði munu vera i hreppi til sveita frá 100-- 400 manns. Verða því laun oddvitanna i hreppunum frá 100—400 krónur, og má öllum ljóst vera, hve sáralítil þóknun slíkt cr fyrir allt það starf, sem oddvita í hreppi er skylt að lögum að inna af hendi, og þá ábyrgð, sem því starfi fylgir. Svipað er að segja um þóknun þá, sem sýslunefndarmönnum er ákveðin að lög- um. Samkvæmt 46. gr. sveitarstjórnar- laganna skulu þeir fá 7 krónur á dag frá því þeir fara að heiman til sýshifundar og þar til þeir koma aftur heim. Engan ferðakostnað fá þeir greiddan. Með nú- verandi verðlagi á öllum hlutuin mun upphæðin tæplega hrökkva fyrir ferða- lcostnaÖi og gistingu og fæði meðan fund- ur stendur yfir. Fyrirspurn um það, l'rá eftirlitsmanni sveitarstjórnarmálefna, hvernig mætti fá sa.mræmi í launagreiðslur þessar, hefur ráðuneytið svarað á þann veg, að það leldi óþarft að setja sérstök lagaákva>ði um þetta, en réttast mundi, að sýslu- nefndir ákvæðu það, hver hjá sér, t. d. fyrir hvert ár í senn, að uppbætur skyldu greiddar á laun oddvitanna í sýslunni og sýslunefndarinanna, og væri þannig kom- izt fram hjá því umstangi, sem það hefur í för ineð sér, og þeim mismun í þessuin efnum, sem þegar er orðinn, að hver ein- stök sveitarsérstjórn þurfi að sækja sér- staklega um það til sýslun. að mega greiða uppbætur á laun oddvita síns. Verður því að ætla, að sýslunefndirnar taki málið upp og afgreiði það í heild lyrir alla hreppa í sýslunni. Er þá einnig sjálfsagt, að verðlagsuppbætur verði látn- ar ná til þeirra oddvitalauna, sem hærri eru en lög áskilja, en eins og kunnugt er, hefur svo farið í fjölda hreppa, sér- staklega kauptúnunum, að enginn hefur fengizt til þess að gegna oddvitastarfinu fyrir hin lögákveðnu laun. Hefur þá hreppsnefndin orðið að fá launin hækk- uð ineð samþykki sýslunefndar. Verður að telja, að það séu „grunnlaun" í þeim hreppum. .7. G. Tímarnir breytast. Akraneskaupstaðar er sérstaklega minnzt á öðrum stað hér í ritinu í tilefni af því, að Akranes hefur nú á þessu ári fengið bæjarréttindi. Svo sem kunnugt er, þá er Akranes nú einhver rnesti útgerðarbær landsins. Ganga nú þaðan ekki færri en 20 stórir vélbátar, 3 línuveiðarar, 1 togari, og margir smábátar stunda þaðan ýmsan veiðiskap allt árið. Þarf nú engan um að spvrja, með hvaða veiðarfærum veitt er, að undantekinni hotnvörpu i landhelgi. — En þetta hefur ekki ávallt verið svo. Eitt sinn var hræðslan við lóða- eða línu- veiðar svo mikil á Akranesi, að um það var gerð sérstök samþykkt á Alþingi. Fer hún hér á eftir, mönnum lil fróðleiks og gamans: Alþingisályktun um notkun lóða til fiskiveiða við Akranes, 6. júlí 1699. Upp á þann héraðsdóm virðulegs sýslumannsins Jóns Sigurðssonar, geng- inn að Heynesi á Akranesi þ. 8. næst- liðna maí 1699, viðvíkjandi lóða brúkun

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.