Sveitarstjórnarmál - 01.06.1943, Qupperneq 6
2
SVEITARSTJÓRNARMÁL
1840—1849 incl. eru flest 9 en lægst 4 á ári, meoaltal tæpir 7
1850—1859 — — — 7 —
1860—1869 — — — 17 —
1870—1879 — — — 27 —
1880—1889 — — — 16 —
1 - — — 3
10 — röskir 12
19 — um 21
7 - — — 10
og næsta áratuginn, til aldamóta, fækkar
þeim nokkuð, en þá er líka sú venja að
hefjast, að fjölskyldum sé lagt út úr
hreppnum, og eftir aldamót var engri
fjölskyldu skipt upp, en langmestur
hluti fátækraframfærisins goldinn út lir
hreppnum.
Til þess að gefa hugmynd mn, hvernig
þetta leit út á þeim árum, þegar ómaga-
fjöldinn var sem mestur, skal tekið árið
1871, en frá 1870—1879 var ómagatalan
hæst, en 1871 er tekið vegna þess, að
skýrslan lun ómagana og aldur jæirra
er einna greinilegust á því ári. Fullt
bamsmeðlag virðist þá hafa verið talið
6 vættir, en alls hefur verið goldið til
fátækraframfæris á því ári um 108
vættir, og auk þess 5 Rbd út úr hreppn-
um og 24 sk. fyrir meðul. Heimilisfang,
aldur og kyn ómaga er þá þannig:
Síðumúlaveggir . . 4 ára piltur.
Síðumúli 1 árs —
S. bær 7 ára stúlka.
Fróðastaðir 5 — —
Þorgautsstaðir ... 3 piltur.
Háafell 4 — stúlka.
Sámsstaðir 13 — —
Haultagil 8 — —
Hvammur .- 4 — —■
Kirkjuból 6 — —
Bjarnastaðir 8 — piltur.
Gilsbakki 77 — kona.
Kolsstaðir 10 — stúlka.
Hallkelsstaðir .... 12 — piltur.
Þorvaldsstaðir .. . 11 — —
Fljótstunga 65 — giftur maður. kona hans.
54 — kona.
Kalmanstunga ... 3 — piltur.
Eru þannig alls 19 fastaómagar á
hreppnum þetta ár, auk þess sem lagt er
út úr honum, eins og áðu • er sagt. 1874
eru niðursettir ómagar 21, og 1876 eru
þeir 27. Þannig er þá umhorfs í þessum
hreppi, þegar „þjóðvorið fagra“ er að
hefjast.
Nokkra grein má gera sér fyrir því,
hve há sú upphæð er, sem varið hefur
verið til fátækraframfæris í Hvítársíðu-
hreppi í síðast liðin hundrað ár. Á árinu
1840 og til 1882 eru öll útgjöld reiknuð
á landsvisu, í vættum og fiskum, en sé
það umreiknað í núgildandi mynt og
verðgildið miðað við núverandi verð á
framtali til skatts, þá nemur upphæðin
á ofangreindu árahili um 80 þús. kr.
Síðan hafa sveitagjöldin, og þar á meðal
fátækraframfærið, verið reiknuð i krón-
um, og nemur sú upphæð til ársloka
1939 kr. 49 998.70, eða svo að segja 50
þús. kr. Verður þá framlögð upphæð til
sveitarómaga á þessu 100 ára tímabili
um 130 þús. kr. Hér er þó ekki talinn
með hreppstjóraflutningur og greftrun-
arkostnaður þurfalinga framan af, en
vitanlega neinur það ekki mikilli upp-
hæð. Eru 1 300 kr. útgjöld á ári að meðal-
tali til fátækraframfæris alltilfinnanleg
upphæð fyrir ekki stærri hrepp en
þessi er.
Nú mætti ætla, að þegar hreppurinn
liafði á framfæri fjölda barna samtímis,
upp í tuttugu eitt ár t. d., að þarna
hefði alizt upp stofn, sein svo hefðu
orðið nýtir borgarar í hreppnum og hon-
u.m til styrktar. Svo er þó ekki nema að
örlitlu leyti. Að vísu varð þetta fólk yfir-
leitt nýtir menn, en langflestir þeirra
yfirgáfu hreppinn, er þeir voru orðnir
sjálfbjarga. Aðeins 2—3 ólu allan aldur
sinn í hreppnum. Hinir tvístruðust í ýms-
ar áttir, og Hvítársiðuhr. varð þeirra var
á þann eina hátt, þegar hann þurfti að
taka að sér þungar fjölskyldur þeirra,
vegna þess að þeir áttu þar fæðingarhr.