Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1943, Síða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1943, Síða 10
6 SVEITARSTJÓRNARMÁL berra stofnana og gjafafjár, sem amt- mennirnir höfðu einir stjórnað, áður en sveitarstjómartilskipunin kom. Féllu undir þetta búnaðarskólarnir og amts- hókasöfnin, en auk þess nokkrir sjóðir, sem gefnir höfðu verið eða stofnaðir í almennings þágu. í fyrstu voru amtsráðin aðeins þrjú, því Norður- og Austuramtið voru höfð saman. En með lögum 11. júli 1890 var þessu breytt, og amtsráðin urðu þá fjög'- ur, því að Austuramtið var þá skilið frá Norðuramtinu. Þá var og fjölgað í amts- ráðunum, þannig að lcosinn var i amts- ráðið einn maður úr hverri sýslú í amt- inu. Amtmaður var þó áfram hinn sami fyrir Norður- og Austuramtið. Með þess- um lögum var og heimilað, að Norður- Þingeyjarsýsla yrði lögð til Austuramts- ins, og með lögum 16. sept. 1893 var Austur-Skaftafellssýsla einnig skilin frá Suðuramtinu og lögð til Austuramtsins „að því er sveitarstjórn snerti". Var amtaskiptingin þvi laust fyrir aldamót þessi að því er sveitarstjórn snerti: 1. Suðuramtið, sem náði frá takmörk- um Austur-Skaftafellssýslu og Vest- ur-Skaftafellssýslu að takmörkum Borgarfjarðar- og Mýrasýslu. 2. Vesturamtið, sem náði frá takmörk- um Mýra- og Borgarfjarðarsýslu að takmörkum Stranda- og Húnavatns- sýslu. 3. Norðuramtið, sem náði frá takmörk- um Húnavatns- og Strandasýslu að takmörkum Suður- og Norður-Þing- eyjarsýslu. 4. Austuramtið, sem náði frá takmörk- um Suður- og Norður-Þingeyjar- sýslu að takmörkum Vestur- og Austur-Skáftafellssýslu. II. Upphaflega mun það hafa verið svo hér á landi, að hrepparnir voru yfirleitt mjög' stórir. Manntal það, er þeir létu taka hér á landi 1703, Árni Magnússon og Páll Vidalin, ber með sér, að þá hafa breppar eða sveitarfélög' á fslandi verið samtals 163. Eflir Jolmsens jarðatali, sem nú er um 100 ára gamalt, eða frá 1845, eru sveitarfélög'in orðin 169, og hefur þeim þá fjölgað um aðeins 6 á tæpri hálfri annarri öld. Það er því fyrst eftir að sveitarstjórn- artilskipunin frá 1872 kemur og kjörnar hreppsnefndir fara að stjórna málum sveitarfélaganna, sem skipting hrepp- anna hefst fyrir alvöru. A áratugnum frá 1887 til 1897 er þessum hreppum skipt með landshöfðingjabréfi: 28. febr. 1887. Dyrhólahreþpi í Vestur- Skaftafellssýslu í Hvammshrepp og Dyr- hólahrepp. 21. sept. 1889. Vatnsleysustrandar- lireppi í Gullbringusýslu í Njarðvíkur- lirepp og' Vatnsleysustrandarhrepp. 29. maí 1891. Kleifahreppi í Vestur- Skaftafellssýslu í Hörgslandshrepp og Ki rk j ubæ j arhr epp. 11. júlí 1892. Helgafellssveit á Snæ- fellsnesi í Stvkkishólmshrepp og Helga- fellssveit. 11. júlí 1892. Holtamannahreppi í Ár- nessýslu í Holtahrepp og Ásahrepp. 4. nóv. 1892. Skinnastaðahreppi í Norð- ur-Þingeyjarsýslu í Axarf,jarðarhrepp og Fjallalirepp. 23. nóv. 1893. Seyðisfjarðarhreppi í Norður-Múlasýslu i Seyðisfjarðarlirepp og Innrihrepp, sem síðar verður Sevðis- f jarðarkaupstaður. 28. des. 1893. Helgastaðahreppi í Suður- Þingeyjarsýslu í Reykdælahrepp og Aðal- dælahrepp. 18. maí 1897. Stokkseyrarhreppi í Ár- nessýslu í Evrarbakkahrepp og Stokks- eyrarhrepp. 26. maí 1897. Holtshreppi í Skagafjarð- arsýslu í Haganeshrepp og Holtshrepp. Er þannig að jafnaði skipt einu.m hreppi á ári þessi 10 ár. Síðan hefur þessi þróun haldið óslitið áfram. Við áramólin 1942 eru hér á landi 219 sveitarfélög, eða réttii hálfu hundraði fleiri en fyrir einni öld. Sést af þessu, hversu hratt stefnir í þessa ált, samanborið við það, sem áður var.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.