Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1943, Page 22

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1943, Page 22
18 SVEITARSTJÓRNARM VL Almannatryggingar. Félagsmálaráðherra, Jóharm Sæmunds- son, skipaði 17. marz s.l. þrjá menn til þess að gera rannsóknir á því, hversu bezt megi tryggja félagslegt öryggi á sem flestum sviðum hér á landi í framtíð- inni. Menn þessir eru Jón Blöndal hagfræð- ingur, Guðmundur Kr. Guðmundsson iryggingafræðingur og Klemenz Tryggva- son hagfræðingur. í opinberri tilkynningu félagsmála- ráðuneytisins segir svo um verkefni þeirra: „Verkefnið er í fyrsta lagi fólgið í því, að rannsökuð sé fjárhagsleg' geta þjóðar- heildarinnar, með tilliti til atvinnuhátta og' afkomu landsmanna. í öðru lagi er ætlazt til, að undirbúnar séu tillögur um heildarfyrirkomulag löggjafar, er tryg'gi sem bezt félagslegt öryggi landsmanna í framtíðinni á öllum þeim sviðum, þar sem ahnannatryggingum verður komið við. Fyrst og fremst eru það þau svið, er nú falla undir alþýðutryggingarnar: Slysatrygging, sjúkratrygging, örorku- trygging, ellitrygging og atvinnuleysis- trygging. Enn fremur ýmiss konar tryggingar, er litt hefur gætt í islenzkri löggjöf til þessa, svo sein ómagatryggingar, ekkna- styrkir og jarðarfararstvrkir. Skal leggja áherzlu á, að tryggingarnar geti, að svo miklu leyti sem fjárhagsleg geta þjóðarinnar leyfir, skapað hverjum einstaklingi rétt til viðunandi lífskjara, ef hann vill vinna. Ætlazt er til þess, að samtímis fari fram athugun á löggjöf um framfærslu sveitarfélaga og framfærslu ríkisins og þess gætt, að samræmi sé milli slíkrar löggjafar og hins væntanlega tryggingar- kerfis. í sambandi við aðgerðir gegn atvinnu- leysi og' forsjá atvinnulausra manna sé gerð grein fyrir ölliun helztu aðferðum, er beita má af hálfu hins-opinbera til að vinna gegn atvinnuleysi manna á starfs- aldri. Einnig' sé gerð grein fyrir, hvernig hentugast sé að haga opinberum fram- kvæmdum í því skyni, að þær geti orðið lil þess að skapa sem stöðugasta og jafn- asta atvinnu. Einnig' sé gerð athugun á því í sam- bandi við örorkutryggingar, á hvern hátt vinnugeta þeirra, er hafa skerta starfs- reglunum, má innheimta þegar í stað hjá kaupgreiðanda eða á hvern annan lög'- legan hátt, og' her að greiða af því drátt- arvexti frá gjalddögum skv. reglurn þess- um. 8. gr. - Lögtak má gera fyrir van- goldnum útsvarsgreiðslum skv. reg'lum þessum, eftir þeim ákvæðum, sem gilda um lögtök fyrir vangoldnum opinberum gjöldum. 9. gr. — Bæjarstjórn auglýsir reglur þessar í dagblöðum bæjarins, auk þess sem þær verða birtar í Lögbirtingablað- inu, en aðrar tilkynningar eða auglýsing- ar þarf ekki að birta gjaldendum eða kaupgreiðendum. Reglur þessar, sem eru settar af bæj- arstjórn Reykjavíkur skv. lögum 26. febr. 1943, um heimild fyrir bæjar- og sveitar- stjórnir til útsvarsinnheimlu árið 1943, staðfestast hér með til að öðlast þeg'ar gildi og birtast til eftirbreytni ölluin, sein blut eiga að máli. Félagsmálaráðuneytið, 26. febrúar 1943. Jóhann Sœmundsson. Yigfús Einarsson.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.