Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1957, Síða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1957, Síða 18
14 SVEITARSTJÓRNARMÁL KRISTINN BJÖRNSSON, kand. psykol.: Athuganir á vinnumögu- leikum öryrkja. Kristinn Björnsson, sálfræðingur, hefur síðan 1954 starfað á vegum Tryggingastofnunar ríkisins, Bæjarsjóðs Reykjavíkur og félagsmálaráðuneytisins að athugun á vinnugetu öryrkja og haft með höndum leiðbeiningarstarf á því sviði. Skrifstofa hans er í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg. 1 Athuganir þær á vinnumöguleikum ör- yrkja, sem undirritaður hefur framkvæmt og gerðar hafa verið að tilhlutan félags- málaráðuneytisins, Tryggingastofnunar rík- isins og Reykjavíkurbæjar hófust 1. okt. 1954. Hefur því verið unnið að þeim hér um bil í þrjú ár. Aðalmarkmið þessara at- hugana hefur verið að fá svar við þeirri spurningu, hvort einliver hluti öryrkjanna í Reykjavík mundi vera fær til starfa, ef völ væri á störfum, sem hentuðu. Ef svo væri, hvaða störf væru þá við hæfi hvers og eins, er eitthvað gæti, og hvaða ráðstafanir þyrfti að gera af hálfu hins opinbera, svo að hægt væri að liðsinna þeim þannig, að starfsorka þeirra nýttist sem bezt. Rætt hefur verið við nokkur hundruð öryrkja, í þeim tilgangi að fá svör við þess- um spurningum, og safnað upplýsingum um félagslegar aðstæður þeirra, heilsufar, menntun, fyrri störf, áhugamál og annað, er máli skiptir, þegar meta skal möguleika þeirra til starfa. En það er ekki hæfni eða hæfnileysi ör- yrkjanna eingöngu, sem setur starfsmögu- leikum þeirra takmörk. Möguleikar þeir, sem atvinnulífið hefur að bjóða, skipta einnig máli, en þeir eru ekki hinir sömu í öllum landshlutum og allt aðrir hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Nauð- synlegt er því að gera sérstaka athugun á atvinnulífinu og þekkja störf þau, sem hentað geta vissum öryrkjum. Hefur verið byrjað á þessu liér með því að heimsækja nokkur stærri atvinnufyrirtæki, einkum iðnfyrirtæki, til að fá vitneskju um störf þar, og sjá, hvaða möguleikar bjóðast fyrir þá, sem geta ekki unnið hvað sem vera skal. Nokkrir öryrkja þeirra, sem talað var við, hafa farið þess á leit, að sér yrði liðsinnt við að velja starf eða komast í starf við sitt hæfi. Einnig hafa ýmsir fleiri, sem bag- aðir eru við vinnu og veitist því erfitt að fá hentug störf, leitað hingað, þótt þeir væru ekki metnir öryrkjar og nytu ekki ör- orkubóta. Sumir þeirra nutu sjúkrabóta. Einnig voru hér á meðal unglingar, sem voru í vanda með starfsval sitt. Leitazt hef- ur verið við að liðsinna þeim, sem hingað

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.