Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1959, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1959, Blaðsíða 7
SVEITARSTJÓRNARMÁL 3 um tilkynningar aðsetursskipta, skulu gilda um breytingu á lögheintili samkvæmt þess- um lögum, eftir því sem við á. Tilkynning um, að lögheimili sé að heimili annars manns, verður ekki tekin tii greina, ef hann mótmælir því, að lögheim- ilið sé talið hjá honum. 13. gr. — Samkvæmt tilkynningum þeim, sem berast samkv. 12. gr., og öðrum þeinr gögnunt, sem um er rætt í 7. gr. laga nr. 31 27. marz 1956, um þjóðskrá og almanna- skráningu, skal þjóðskráin árlega gera íbúa- skrá fyrir hvert sveitarfélag eftir því, hvar liver einstaklingur á lögheimili, sbr. 13. gr. laga nr. 31/1956. 14. gr. — Nú leikur vafi á um lögheim- ili manns samkvæmt lögurn þessum, og skal þá leita úrskurðar dómara. Rétt er þjóðskránni, aðila sjálfum svo og sveitarfélögum, er málið varðar, að beið- ast rannsóknar og úrskurðar um lögheim- ili, en dómari fer með málið að hætti opin- berra mála. Hann skal að jafnaði leita umsagnar og upplýsinga hjá öllum fram- angreindum aðilum, áður en úrskurður gengur. Þeim aðilum öllum er og heimilt að áfrýja úrskurði dómara lil hæstaréttar. 15. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt eru úr gildi fallin lög nr. 95 23. júní 1936, um heimilisfang. Greinargerð. Frumvarp þetta mælist félagsmálaráðu- neytið til að heilbrigðis- og félagsmála- nefnd flytji. Nefndin athugaði frumvarpið og ræddi það við þá nienn, er það höfðu samið, eft- ir því sem til þeirra náðist. Enn fremur fékk hún hagstoíustjóra til viðtals um málið. Nefndin gerði á frumvarpinu nokkrar ntinni háttar breytingar og ákvað jafn- framt að ílytja það. Framsögumaður var kosinn Karl Krist- jánsson. Frumvarpinu fylgdu til heilbrigðis- og félagsmálanefndar svo hljóðandi athugasemdir við lagafrumvarp þetta. Frumvarp þetta er samið af nefnd, sem íélagsmálaráðherra skipaði með brél'i dags. 20. maí 1958, til þess að endurskoða löggjöf- ina um sveitarstjórnarmál og semja frum- varp eða frumvörp um þau eíni. í nefndinni eiga sæti Bjarni Þórðarson bæjarstjóri, Nes- kaupstað, Björn Björnsson sýslumaður, Stórólfshvoli, Hjálmar Vilhjálmsson ráðu- neytisstjóri, sem er íormaður nefndarinn- ar, Jón Guðjónsson bæjarstjóri, ísafirði, og Tómas Jónsson borgarlögm., sem er ritari nefndarinnar. Nefndin hefur haft samráð við Klemenz Tryggvason hagstofustjóra um samningu frumvarpsins, og hefur hann set- ið marga fundi með nefndinni og gefið henni ýmsar mikilvægar upj^lýsingar, sem teknar hafa verið til greina við samningu frumvarpsins. Það kom til álita að fella ákvæði um lögheimili inn í frumvarp til laga um sveit- arstjórnarmálin, jtar eð skipting Jajóðfélags- jjegnanna á milli hinna ýmsu sveitarl'élaga veltur eðlilega á [tví, hvar hver einstakur þeirra á lögheimili. Reglurnar um lög- heimili eru því að vissu leyti skilgreining á sveitarfélagi. Þar eð lögheimili hefur hins vegar mikla Jrýðingu í ýmsum öðrum sant- böndum, taldi nel'ndin rétt, að sett yrðu sérstök lög um Jretta efni. Aíeð Jjessu frumvarpi er leitazt við að skilgreina lögheimili á þann veg, að yiir- leitt megi nota Jrað, Jrar sem réttindi eða skyldur eru bundnar við búsetu eða heim- ilisfang. í ýmsum samböndum mun Jtað Jtó

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.