Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Page 20

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Page 20
STJÓRNSÝSLA FRAMTÍÐARBORGIN Langtímastefnumótun Reykj avíkurborgar Hvað? Hvers vegna? Hvernig? Jón Bjömsson, jramkvœmdastjóri Þróunar- ogjjölskyldusviðs Reykjavíkurborgar Inngangur Það eru umbrotatimar í sveitarstjómarmál- um. Sveitarfélög eru að tileinka sér nýjar starfsaðferðir og takast á við ný verkefni. Það sem var nýtt í gær er úrelt nú, það sem var guðlast í íýrra er góð og gild latína í ár. Þetta á ekki aðeins við um Island, heldur að því er virðist víðast um heim. Meira og minna alls staðar er verið að þreifa sig áífam í nýjum rekstrarformum opinberrar þjónustu, einkavæðingu, nýju samstarfí milli opinberra aðila eða opinberra aðila og einkaaðila. Það er verið að reyna nýjar aðferðir í áætlanagerð og fjármálastjóm, stjómsýslu og verkstýringu og það er ekki síst verið að leita eftir nánara samráði og nýjum samstarfsflötum milli kjósenda og hinna kjömu, hins einkalega og hins opinbera. Það er víða full ástæða til þess að hafa áhyggj- ur af lýðræðinu, áhugaleysi og dofa fólks gagnvart atrið- um sem það þarf og á að sinna í lýðræðissamfélagi. Sveitarstjómarmál virðast oftast ekki áhugaverð íyrr en almenningi þykir gert sér á móti. Kosningaþátttaka er víða hörmulega lítil, þótt ísland standi vel í því efni samanborið við margar aðrar þjóðir, og margt hæft fólk fælist að bjóða sig ffam til þeirra. Sveitarstjómarmál em heldur ekki auðveld mál. Sveit- arstjóm rekur fyrirtæki í umboði og þágu allra íbúanna. En þetta fyrirtæki hefúr öðmvísi náttúm en fyrirtæki á markaði. Vanhagi mann um eitthvað þá velur maður fyrst verslunina sem manni líst best á, síðan vömna og greiðir hana við kassann, ef manni falla verð og gæði. Sveitarfélag er rekið á allt annan hátt, þar þurfa allir að borga fyrirfram og sveitarfélagið skammtar síðan þjón- ustuna eftir á, og sjaldnast er völ á sömu þjónustu frá öðmm aðila. Þessi aðstaða og þessi sérstöku tengsl íbúa og sveitarstjómar em vissulega vandasöm, þau stinga æ meira í stúf við umhverfíð og bjóða margri hættu heim í samskiptum. Mörg sveitarfélög leitast við að draga úr þessum hættum og efla tengsl sín við viðskiptavinina, sumpart með því að líkja eftir hinum frjálsa markaði sem umlykur þau. Þau beita skoðanakönnunum til að kanna hug og óskir íbúanna, þau reyna að miðla upplýs- ingum, þau reyna að búa til valkosti, þau reyna að efla ítök og sjálfræði hverfa eða íbúasamtaka um sín mál. I þessari grein er ætlunin að lýsa starfí að langtímastefnumót- un fyrir Reykjavíkurborg sem farið hefur fram á þessu ári undir nafninu FRAMTÍÐ- ARBORGIN og svara spumingum um hvað hún sé, hvers vegna hún sé gerð og hvemig sé farið að því. Hvað? Sú langtímastefhumótun sem hér um ræðir snýst um ímynd borgarinnar, starfsemi hennar og þjónustuhlut- verk gagnvart íbúunum á tímabilinu frá aldamótum til 2015. Með öðmm orðum sagt snýst hún um hugmynd- imar sein Reykvíkingar hafa um það núna hvemig borg- in verði eftir fimmtán ár, hvaða hlutverkum hún eigi að gegna og á hvem hátt hún eigi að þjónusta íbúana. Með enn öðmm orðum sagt snýst hún um það hvaða áherslur borgaryfírvöld eigi að setja í stefnu og stjómun borgar- innar til lengri tíma litið.Venjulega em áætlanir sveitar- félaga um rekstur gerðar til eins árs í senn, það em hinar hefðbundnu fjárhags- og starfsáætlanir. Lög mæla nú fyrir um gerð þriggja ára fjárhagsáætlana, en algengt er að þær séu nokkuð yfírborðslegar. Einnig mæla lög fyrir um að skipulagsáætlanir séu gerðar til a.m.k. 12 ára, þar sem gerð sé grein fyrir áformum um nýtingu lands og tengingu svæða. Lítið er um að sveitarfélög hafi markað sér stefnu til lengri tíma varðandi hlutverk sitt og þjón- ustu, þó em þess nokkur nýleg dæmi hérlendis í einstök- um sveitarfélögum, og á þann hátt er víða unnið að Stað- ardagskrá 21. Langtímaáætlanagerð er hins vegar sjálf- sagður liður í starfí framsækinna fyrirtækja og gerist æ algengari í sveitarfélögum og opinbemm stofnunum er- lendis. Það er unnt að byggja langtímastefnu alfarið á sér- ffæðilegri þekkingu, og af því er töluverð reynsla. Þá er gjarnan skipuð hálærð nefnd, oftast karlkyns. Með FRAMTÍÐARBORGINNI var ákveðið að leita fýrst og fremst til borgarbúa sjálfra, þeirra sem nota þjónustu borgarinnar, og móta stefnuna eftir föngum í samræðu 274

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.