Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Qupperneq 45
FÉLAGSMÁL
Úttektir á félagsþjónustu
sveitarfélaga - nýjar leiðir
Marta Bergman félagsráðgjafi
Vorið 1999 fór ég ásamt félögum
í Samtökum félagsmálastjóra á ís-
landi i kynnisferð til Englands þar
sem við heimsóttum meðal annars
höfuðstöðvar Joint Review í
London. Joint Review er sérstök
stofnun undir stjórn Audit
Commission, sem er ríksendurskoð-
un fyrir England og Wales, og Soci-
al Service Inspectorate (SSI), sem
fer með sérstakt eftirlit með félags-
þjónustu sveitarfélaga og heyrir
undir breska heilbrigðismálaráðu-
neytið. Hlutverk Joint Review er að
gera heildarúttekt á félagsþjónustu
sveitarfélaga í Englandi og Wales. í
heimsókninni voru okkur kynntar
að því er ég tel afar áhugaverðar að-
ferðir við úttektir á félagsþjónustu
sveitarfélaga. Hugmyndin að baki
úttektum Joint Review er byggð á
heildarsýn yfir félagsþjónustu sveit-
arfélaga. Þar tvinnast saman aðferð-
ir félagsvísindanna, víðtæk félags-
leg fagþekking meðal annars á sviði
öldrunar, fotlunar, bamavemdar og
vimuvarna auk þekkingar og
reynslu af gæðastjómun. Um er að
ræða vinnuferli sem hefur verið þró-
að í áraraðir af sérfræðingum og
verður ekki numið á skömmum
tíma. í kjölfar áðumefndrar kynnis-
ferðar fór ég þess á leit við fram-
kvæmdastjóra Joint Review, John
Bolton, að ég fengi að kynna mér ít-
arlega starfsaðferðir stofnunarinnar.
Niðurstaðan varð sú að mér var
boðið að dvelja hjá stofnuninni og
fylgjast með úttektum á sveitarfé-
lögunum Bromley Kensington/
Chelsea í Englandi. Nokkur tími
leið áður en ég byijaði þar sem gæta
þurfti allra formsatriða, þar á meðal
að leita samþykkis viðkomandi
sveitarfélaga, en kynningin hófst
síðan í júní sl. Meðan á dvölinni
stóð fylgdist ég með úttektum á fé-
lagsþjónustu áðumefndra sveitarfé-
laga, vinnu teyma og úrvinnslu
gagna í sveitarfélögunum sjálfum
sem og í höfuðstöðvum Joint Re-
view. Jafnframt kynnti ég mér
starfsaðferðir Social Service In-
spectorate og þá staðla sem stofnun-
in miðar við í úttektum sinum.
Kynningin hófst sem fyrr segir í
júní og lauk í enda október.
Breytt hugmyndafræöi
A níunda og tíunda áratug síðustu
aldar ruddi sér til rúms svonefnd
markaðsstefna í breskri stjómsýslu.
Einkunnarorð stefnunnar voru
„Compulsory Competitive Tender-
ing“ sem má kalla samkeppnishvetj-
andi útboð. Stefnan lagði meðal
annars áherslu á markaðsvæðingu
ýmissa þátta í opinberri þjónustu,
þar á meðal félagsþjónustu sveitar-
félaga.
í framkvæmd var þessi stefha að-
allega gagnrýnd fyrir einhæft mat
sem fólst einkum í því að meta
kostnaðinn við þjónustuna. Þá var
bent á að lágur kostnaður við ein-
staka þætti i félagsþjónustu sveitar-
félaga, svo sem bamavemd, gat ým-
ist bent til góðrar eða slæmrar þjón-
ustu. Sem dæmi má nefha að fá til-
vik alvarlegra barnaverndarmála
gátu verið annað tveggja vísbending
um slaka greiningarvinnu eða öflugt
fyrirbyggjandi bamavemdarstarf.
Við framangreindri gagnrýni var
brugðist með endurbættri stefnu
undir formerkjunum „Better
Govemment“ eða betri stjómsýsla.
Þjónusta á vegum hins opinbera var
áffam boðin út eða samið um fram-
kvæmd hennar við einkaaðila, en
krafan um gæði þjónustunnar var nú
talin jafn mikilvæg og kostnaðurinn
við hana. Mati á gæðum þjónust-
unnar var bætt inn í stjómsýsluferlið
og hugtakið „Best Value“ kom fram
á sjónarsviðið til að stuðla að sífellt
betri þjónustu. Sveitarfélögunum
var gert að tileinka sér þessar nýju
hugmyndir og starfshætti. Aður
höfðu sveitarfélögin fengið aukið
svigrúm til að breyta rekstrarfyrir-
komulagi sínu en nú var einnig lögð
áhersla á að tryggja gæði þjónust-
unnar. Sveitarfélögum var gert að
setja sér markmið og reglur um
framkvæmd félagsþjónustunnar í
samræmi við lög og reglugerðir sem
um hana giltu. Á grundvelli hug-
myndarinnar um „Best Value" var
lögð áhersla á að bjóða út og gera
samninga við einkaaðila um ein-
staka þjónustuþætti að undangengnu
hagkvæmnismati. Þá var sveitarfé-
lögum gert að gæta hagsýni og að-
halds í rekstri og láta gera úttektir á
þjónustu sinni. Samkvæmt stefn-
unni skyldi ríkið einnig gera úttektir
á framkvæmd og gæðum félags-
þjónustu sveitarfélaga.
Ástæða þótti til að beita nýjum
aðferðum við eftirlit ríkisins þar
sem hefðbundnar markaðs- og
gæðaúttektir, sem voru miðaðar við
fjölda viðskiptavina og vinsældir
þjónustunnar, voru ekki taldar eiga
við meðal annars vegna þess að i
lögum og reglum væri kveðið á um
hveijir ættu rétt á þjónustunni, þjón-
ustuþegar væru ekki alltaf sjálfVilj-
299