Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Qupperneq 52

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Qupperneq 52
ERLEND SAMSKIPTI Norræna sveitarstjórnarráðstefnan 2000 Haldin í Horsens á Jótlandi 7.-9. maí 2000 Anna Guðrún Björnsdóttir, bœjarritari í Mosfellsbœ Norræn sveitarstjórnarráðstefna er haldin annað hvert ár á vegum landssambanda sveitarfélaga á Norðurlöndum. Löndin skiptast á um að halda ráðstefnuna og nú var röðin komin að Danmörku. „Kommunernes Landsforening i Danmark", sveitarfélagasambandið i Danmörku, var gestgjafi ráðstefn- unnar. Ráðstefnan var haldin í Hor- sens á Jótlandi, í gömlum herragarði i fallegu umhverfí, Bygholm Park, sem gerður hefur verið að hóteli og ráðstefnumiðstöð. Eins og fram kom í setningarræðu Ejgil W. Rasmussen, borgarstjóra í Horsens og varaformanns danska sveitarfé- lagasambandsins, er markmiðið með þessum ráðstefnum að stuðla að kynnum meðal norrænna sveitar- stjómarmanna og miðla upplýsing- um og þekkingu milli landa og sveitarfélaga. Yfirskrift ráðstefhunnar að þessu sinni var „Kvalitet og politisk ledel- se - kommunernes opgaver og stmktur - idéforum for det politiske lederskab i Norden“, sem hafði ver- ið lauslega þýtt á íslensku sem „Gæði og stjómun, verkefhi sveitar- félaganna og stjórnkerfi - hug- myndasmiðja um stjórnmálalega forustu á Norðurlöndum". Á ráðstefnunni voru flutt mörg fróðleg erindi. Meðal annars flutti Karen Jespersen, innanrikisráðherra Dana, sem fer með málefni sveitar- félaga, mjög gott erindi um skil- greiningu á hugtakinu gæði hjá sveitarfélögum og hvernig aðlaga þurfi gæðastarf sveitarfélaga að breyttum þjóðfélagsaðstæðum og kröfum og væntingum íbúanna. Fjármálaráðherra Dana, Mogens Lykketoft, flutti erindi um framtíð velferðarsamfélagsins. Flutt var er- indi um hvernig sveitarfélög hafa unnið að gæðastarfí hingað til og hvaða kröfur búast megi við að verði gerðar til gæðastarfs í sveitar- félögunum i ffamtíðinni. Fyrirsvars- menn sambanda sveitarfélaga á Norðurlöndum ræddu um framtíðar- þróun sveitarfélaga í hverju landi um sig og hvað er líkt og ólíkt í hveiju landi. Jónína Sanders tók þátt í pallborðsumræðum um það efni fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Lokaerindi ráðstefn- unnar fjallaði um breytt umhverfi sveitarfélaga við Eyrarsund eftir til- komu Eyrarsundsbrúarinnar. Hér að neðan er samantekt um áherslur sem komu ffam í erindun- um: • Skortur á vinnuafli hjá sveitarfé- lögum er vaxandi vandamál. Bregðast þarf við honum með því að veita starfsmönnum meira svigrúm og hvatningu til að auka starfsánægju. Símenntun starfs- fólks er óhjákvæmileg nauðsyn. • Mikilvægi þess að halda íbúunum vel upplýstum, m.a. til þess að þeir hafi raunhæfar væntingar, hægt sé að stýra væntingunum og þeir hafí skilning á nauðsyn for- gangsröðunar. • Áhyggjur af minnkandi kosninga- þátttöku og áhugaleysi íbúa á sveitarstjórnarmálum. íbúarnir hafa ekki almennan áhuga á mál- efnum sveitarfélagsins heldur áhuga á einstökum þjónustuþátt- um sem neytendur þjónustu á því sviði og koma fram sem þrýsti- hópar á afmörkuðum sviðum. • Hugleiðingar um að ný rekstrar- form, svo sem einkaframkvæmd, hafí í för með sér afsal á völdum sveitarstj ómarmanna. • Gæðastarf sveitarfélaga í nútíð og framtið. Gæðaaðferðir almenna markaðarins henta ekki sveitarfé- lögum vegna sérstöðu þeirra. Þróa þarf sérstakar gæðaaðferðir fyrir sveitarfélög. Leggja þarf áherslu á einfaldar aðferðir, að mæla gæði þjónustu gagnvart íbúum og að tengja gæði við fjárhagslega mælikvarða. Ekki er samasem- merki milli gæða og kostnaðar. Hins vegar eru léleg gæði dýr. Heppilegast er að sveitarfélögin hafí sjálf umsjón með gæðastarfi sínu. Þróa þarf sérstök gæðaverð- laun fyrir sveitarfélög. Sveitarfé- lög þurfa að notfæra sér kvartanir til að bregðast við og bæta. Þau eiga að nota samanburð milli sveitarfélaga og samkeppni milli þeirra sem hvata í gæðastarfi og leitast við að læra af þeim bestu. Fyrir utan almenn erindi og um- ræður vom líka starfandi vinnuhóp- 306
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.