Hús & Búnaður - 01.10.1967, Page 1

Hús & Búnaður - 01.10.1967, Page 1
Búnaöur ELDHÚS Á síðari árum hefur verið lögð meiri og meiri áherzla á vandvirkni við gerð eldhúsinnréttinga. Gildir þetta jafnt um vinnu, efnisval og fyrirkomulag. Erlendis hafa víða verið gerðar mjög nákvæmar rannsóknir á vinnu- tilhögun húsmóðurinnar í eldhúsinu, sem arkitektar hafa síðan getað byggt á við teikningar sínar. Slíkar ^ rannsóknir hafa ekki verið gerðar hér heima. Við verð- um því að byggja á hinum erlendu niðurstöðum þó vit- anlega sé nokkur munur á vinnutilhögun eftir löndum. Eldhúsið er fyrst og fremst vinnustaður húsmóður- innar. Störf hennar þar krefjast mikillar hreyfingar fram og aftur. Margir hlutir eru notaðir við svo að segja hvert einasta verk, sem hún framkvæmir. Það segir sig því sjálft að ákaflega miklu varðar að sambandið milli hinna einstöku tækja og vinnustaða sé sem hagkvæm- ast. Það þætti lélegur verksmiðjueigandi, sem reisti ekki verksmiðju sína með það fyrir augum að störfin Fallegur púði, saumaður í grátt börefni. Sjá „Saumaklúbbinn" inni í blaðinu. OKTÓBER 1967 8 í NÆSTA BLAÐI M. A.: Barnaherbergi — Saumaldúbburinn — Skákklúbburinn — nýtt á markaðnum o. fl. gengju sem greiðlegast og afköstin yrðu sem mest. Enda yrði hann skamma stund samkeppnisfær. Enn þann dag í dag eru þó smíðaðar eldhúsinnréttingar, sem eru beinlínis rangt skipulagðar, eldhústækjum og

x

Hús & Búnaður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.