Hús & Búnaður - 01.10.1967, Side 4

Hús & Búnaður - 01.10.1967, Side 4
Við hreingerningu og dagleg þrif skiptir miklu máli að innréttingin sé þannig úr garði gerð að hún sé auð- veld í hreinsun. Óþarfa skot og rifur safna til sín ó- hreinindum, sem erfitt getur verið að komast að. Auð- velt þarf að vera að taka út hillur og skúffur svo hsegt sé að hreinsa þær og skápana að innan. Plastklæddar innréttingar er yfirleitt létt að hreinsa en vel lakkaðar innréttingar eru líka ágætar. Innréttingar úr tekki eru sömuleiðis heppilegar í þessum efnum en þær eru nokkuð dýrar. fsskápur: fsskápur skal vera nálægt borðkrók því margir hlutir fara beint úr honum á matborðið. Hentugt er oft á tíðum að ísskápurinn sé byggður inn í skáp eða vegg í hæfi- legri hæð frá gólfi. Þegar ísskápur er innbyggður, þarfn- ast hann loftræstingar að neðan og að ofan. Þarf að gera ráð fyrir því strax þegar innréttingin er smíðuð. ísskápurinn hitnar talsvert að aftan. Því þarf að ganga svo frá að ekki sé hætta á að skápar sem komið kann að vera fyrir yfir honum eða í námunda við hann hitni líka og verpist. Þess skyldi líka gætt áður en ísskápur er keyptur að hann opnist á heppilegan hátt. Stærð og form ísskápsins þarf líka að velja þannig að hann falli vel inn í umhverfi sitt. Stærð ísskápa er ýmist gefin upp í kúbíkfetum eða lítrum. Hver sé heppilegasta stærðin getur orkað tvímælis. Þó skyldi ekki ráðleggja heimilum að kaupa minni en 7—8 kúbíkfeta skáp eða 190—220 lítra. ^ Uppþvottavél: Uppþvottavélin er venjulega staðsett á gólfi við vask, en betra ertalið að hafa vélina hærra frá gólfi þar sem auðveldara er að vinna við hana. Nauðsynlegt er að gera ráð fyrir uppþvottavél þegar innréttingin er smíð- uð, ef gert er ráð fyrir að kaupa hana. Flestar húsmæð- ur munu þó enn sem komið er spara sér útgjöld við kaup á henni. Bökunarofn: Bökunarofn er oft hafður við hliðina á ísskápnum uppi á vinnuborðinu. Einangra þarf bökunarofninn, t.d. með glerull, því hitinn er mikill við notkun. í síðasta blaði var sýnt hvernig bökunarofn og ísskápur voru felldir inn í sérstakan vegg. Þannig er hægt að losna við hættuna á að nálægir skápar verpist í hitanum. Loftræsting: Nauðsynlegt er að loftræstingin í eldhúsinu sé góð. Við matartilbúning kemur óhjákvæmilega Iykt og reyk- ur sem flestir vilja vera lausir við að breiði sig um íbúðina. Til þess að loftræsting verði góð hefur verið talið að í eldhúsinu þurfi að hafa viftu sem flytji 400— 500 m:i af lofti á klukkustund. Sé loftinu blásið í stokk

x

Hús & Búnaður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.