Hús & Búnaður - 01.06.1968, Page 2

Hús & Búnaður - 01.06.1968, Page 2
regni, er endingargóður og ódýr. Rauðu húsin í Svíþjóð, sem flest eru lík í byggingastíl og úr sama efni eru áberandi sterkur þáttur í því um- hverfi sem þau eru sprottin úr, þau eiga þar heima og eru augnayndi heimamanna og þeirra er ferðast um landið. Annað dæmi má nefna, þar sem ber að sama brunni um notkun lita. Augljóst er, að í ítölsku bæjunum þar sem sú erfðavenja ríkir að mála húsin í fallegum gulbrúnum lit, sem fríkkar með ári hverju, þar verður hann fegurri og dýpri, þar verður guli liturinn áberandi samnefnari ítalskur bœr — heild í litum og formi. fyrir bæjarheildina þrátt fyrir fjöl- breytni í húsagerð. í mótsögn við það sem hér er nefnt er vert að leiða hugann að hinu sundurleita litaflóði, sem neon- lýsing stórborganna hellir yfir íbú- ana, þegartekur að rökkva á kvöld- in. Þar er ekki hugsað um samræmi né heildaráhrif litanna. Hver litur eða réttara sagt hver auglýsinga- framleiðandi hugsar einungis um að trana sér fram — ganga sem mest í augu vegfarandans, lesandans — og það á kostnað hinna. Slíkt skiptir ekki máli. Þegar fjöldinn hugsar svona þá er ekki við góðu að búast, og árangurinn verður eftir því. Þá má ennfremur nefna hina taumlausu og skipulagslausu notk- un lita í sambandi við húsbygging- ar. Og í þessu sambandi má einnig drepa á sem dæmi hvernig slyngir framleiðendur taka upp á að nota æsandi liti og jafnvel sjálflýsandi svo sem á barna- og unglingafatn- aði. Þeir vita sem er að slíkt gengur í augu og gleypt við því hugsunar- laust. Flestir þekkja ánægjuna af að sjá og handleika fallega muni sem unn- ir eru úr góðefnum svo sem kjör- viði eða fögru skinni svo eitthvað sé nefnt. Einfaldur hlutur eins og til dæmis grautarsleif sem er laglega skorin í fallegan við gleður augað. Við skynjum strax samhengið milli lögunar og notkunar. Þá má nefna skaftið á exinni, það lagaði sig smátt og smátt eftir þvi til hvers átti að nota það, þartil ekki varð á betra kosið. Við sjáum fegurð í haglega gerð- um trébala, byttu, trogi, tunnu eða kút, sem beykirinn hefur sett saman af mikilli nákvæmni og kunnáttu. í öllum þessum hlutum er hægt að skilja samhengi milli efnis og lögun- ar, og samræmi hlutanna gleður augað. Sama gildir um margt sem gert er úr skinni eða leðri. Er ekki á- nægjulegt að sjá vel tygjaðan hest, hvort heldur er með fallegum reið- tygjum eða aktygjum, sem gerð eru úr mörgum ólum en þær tengdar saman eftir vissum reglum með málmhringjum eða sylgjum? Að lokum getum við minnzt á venjulega jurtapotta, sem renndir eru í rennismiðju leirkerasmiðsins, því næst brenndir í ofni hans, og þá kemur fram rauði liturinn, sem okkur kemur svo kunnuglega fyrir sjónir. Við vitum upp á hár hvernig jurtapottur er búinn til og þessvegna skiljum við svo vel, hversvegna hann er eins og raun ber vitni um. Þar er samruni milli efnis, fram- leiðslu og lögunar. Ekki hefur heyzt að önnur ílát hæfi betur lifandi jurt- um, sum þurfa að ná andanum gegnum gljúpa veggi pottanna. Því miður virðast nú þessir leir- pottar verða að víkja fyrir plastpott- unum, sem hafa þann kost að vera óbrotgjarnir. Framleiðendur plast- pottanna hafa gert sér far um að líkja sem mest eftir leirpottunum bæði hvað lögun og lit snertir, en áferð efnisins er allt önnur, eins og eðlilegt er. En hér kemur óöryggið til sög- unnar, því hér er ekki lengur hægt að finna samhengi milli efnis og lög- unar. Plastpotturinn er ekki búinn til í rennismiðju leirkerasmiðsins, held- ur er hann steyptur í móti og gæti því alveg eins — og ætti að vera —• allt öðruvísi í laginu, sem væri eðli- legra fyrir plastefnið. Það hefur sem sé gleymzt að finna nýtt lag — mót fyrir nýtt efni, sem gilda allt önnur lögmál fyrir en leirinn. Við ruglumst í ríminu, því okkur skortir samhengið og við látum blekkjast. Nú væri vel hægt að hugsa sér að ringulreiðin og öryggisleysið vaxi samhliða öllum þeim fjölda hluta sem sækja að úr öllum áttum og umlykja okkur. — Allt of margir verða því fórnarlömb meira eða minna lélegs smekks framleiðenda. Margir gefast upp gagnvart þeim ofurfjölda allskonar fjcldafram- leiðslu, sem í raun og veru er ekki það sem því er ætlað að vera, sam- kvæmt efninu sem í því er, heldur líkist mörgu sem við höfum þekkt Vinna beykisins.

x

Hús & Búnaður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.