Boðberi K.Þ. - 01.12.1997, Blaðsíða 5

Boðberi K.Þ. - 01.12.1997, Blaðsíða 5
spyrja má, hver væri staðan í dag ef ekkert hefði verið unnið í þessum málum. Það er hinsvegar mikið áhyggjuefni að Byggðastofnun, sem á að hafa á hendi lykilhlutverk í þessum málum, er í raun veikburða stofnun til átaka. Ef litið er í fjárlög ríkisins síðustu ár þá eru framlög til stomunarinnar ekki mikil, m.v. það hlutverk sem heiti hennar ber með sér og umhverfið ætlar henni að sinna. Undirritaður er þeirrar skoðunar að íslendingar eigi mun meira að kynna sér hvernig verið er að taka á í byggðamálum í okkar nágrannalöndum, nefna má norðursvæði hjá frændum okkur á Norðurlöndum, jaðarsvæði á Bretlandseyjum og einnig Sviss. Mjögvíða má sjá mikinn árangur af markvissu starfi um árabil. Á Kaupfélag Þingeyinga að láta sig varða byggðamál ? Spurt er hvort Kaupfélag Þingeyinga eigi að láta sig varða byggðamál ? Eins má velta því upp hvort félagið geti annað en látið sig þau varða. Fjölþætt starfsemi félagsins er það nátengd gangi mála í sveit og bæ að félagið á mikið undir því hvernig hlutir koma til með að þróast hér í okkar samfélagi. í framhaldi af þessu má segja að árangursríkur rekstur Kaupfélags Þingeyinga eríraunmjögmikilvægtbyggðamál. Gangur atvinnulífsins almennt er sannarlega einn af lykilþáttunum í grunni byggðar, en í ljósi þess hvað Kaupfélag Þingeyinga hefur fjölþættu hlutverki að gegna í okkar samfélagi, má með sanni segja að árangur í rekstri þess sé mikið byggamál. Síðastliðinn vetur starfaði nefnd félagsmanna í Kaupfélagi Þingeyinga, sem fékk í daglegu tali nafiiið framtíðarnefhdin, í tilefiii af því að stjórn KÞ óskaði eftir því við nefhdina að gera tillögur um framtíð félagsins. I skýrslu framtíðarnefndar sem birt var í heild sinni í boðbera í mars 1997, er meðal annars vikið að hlutverki KÞ í byggðamálum og er hér vitnað í skýrsluna: "Samvinna fólks í dreifðum byggðum er talin það hreyfiafl til framfara sem styrkir sveitir og þorp á jaðarsvæðum. Trúa má

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.