Boðberi K.Þ. - 01.12.1997, Blaðsíða 4

Boðberi K.Þ. - 01.12.1997, Blaðsíða 4
Til félagsmanna I Þorgeir B. Hlöðversson, kaupfélagsstjóri Byggðamál Byggðamál hafa verið þó nokkuð til umræðu á opinberum vettvangi undanfarið ogerþaðvel. Ráðamennþjóðarinnarhafaí auknum mæli lagt áherslu á að það þuríi að bregðast við þeirri alvarlegu þróun í búferlaílutningum sem við horfum upp á og hafa kynnt það sem eitt mikilvægasta mál núverandi ríkisstjórnar. Takaberundirþessa umræðu. Orð eru til alls fyrst, en nægja ekki. Virkra aðgerða erþörf. Á vettvangi ríkisstjórnarinnar þyrfti að leggja meiri áherslu á þjóðhagslega óhagkvæmni þessara miklu tilfiutninga. Óhagkvæmninfelstí fráhvarfi fiá fjárfestingu vítt um landið, sem kallar í staðinn á mjög mikla uppbyggingu á Reykjavíkursvæðinu, mun hraðar en vel er viðráðanlegt. Nefna má mikla þörf á uppbyggingu umferðarmannvirkja í borginni. Spurninger hvort það eru nokkuð síður hagsmunir Reykjavíkursvæðisins en dreifbýlis, að hægja verulega á þessari þróun. Nýlega voru kynntar niðurstöður af ítarlegri viðhorfskönnun til búsetu í dreifbýli og ástæðum búferlaflutninga. Ástæða er til að lýsa ánægju með það framtak að láta vinna svo umfangsmikila könnun, hún hefði þurft að fara fram mun fyrr. Undirritaður hefur ekki séð niðurstöðuskýrslu þessarar könnunar, en af umræðu er ljóst að hún staðfestir að rætur vandans eru mun fjölþættari en menn áður töldu, ömgg atvinna og góðar tekjur tryggja ekki lengur búsetu á tilteknum stöðum. Það er ekki síður uppbygging samfélagsins, hversu góð þjónusta er í boði, fjölbreytt mannlíf og menning, sem em lykilatriði. í umræðu um byggðamál er það nokkuð áhyggjuefni að hún er yfirleitt mjög á neikvæðu nótunum. Það má segja að það leiði af eðli máls þegar horft er til þróunarinnar undanfarin ár og að umræðan er fyrst og fremst söguskoðun og spár á grundvelli hennar, í þessa söguskoðun blandast síðan upptalning á dæmum þar sem byggðastuðningur, oft í formi fjárframlaga af opinberri hálfu, hefur mistekist. Þetta er eðli umræðunnar í þjóðfélaginu í dag, bæði meðal einstaklinga og í fjölmiðlum, að velta sér upp úr neikvæðum málum, en minna ber áþví jákvæða. Hættuleg afleiðing af þessari umræðu er það að hún sem slík fari að vera orsakavaldur, þ.e. hvetji til búferiaflutninga. Aðgerðir í byggðamálum og árangur- samanburður við nágrannalönd. Ekki er óeðlilegt að menn velti fyrir sér hvort einhver árangur hafi orðið af aðgerðum í byggðamálum, m.t.t. til þróunar síðustu ára. Það er erfitt að meta nákvæmlega en

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.