Morgunblaðið - 24.11.2011, Side 1
F I M M T U D A G U R 2 4. N Ó V E M B E R 2 0 1 1
Stofnað 1913 276. tölublað 99. árgangur
ÞAKKARGJÖRÐ-
ARHÁTÍÐIN ER
FALLEG HEFÐ
DREYMIR
GOLF Á
ST. ANDREWS
FEÐGUNUM
FER VEL AÐ
VINNA SAMAN
FINNUR.IS OG
VIÐSKIPTABLAÐ GEFA ÚT TREE OF LIFE 33KALKÚNN OG MEÐLÆTI 10
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Nú stefnir í að á milli 4.000 og 5.000
Íslendingar fari með Icelandair til
Boston í október, nóvember og des-
ember á þessu ári og setji þar með
nýtt met í Boston-ferðum með flug-
félaginu. Um er að ræða um 10%
aukningu frá árinu 2010, sem var þó
algjört metár á þessu sviði, að sögn
Guðjóns Arngrímssonar, upplýsinga-
fulltrúa Icelandair.
Flogið er daglega til Boston um þessar mundir og segir
Guðjón að sætanýtingin sé frábær. Meirihluti farþeganna
sé útlendingar, ýmist að koma frá Íslandi eða á leið frá
Evrópu til Bandaríkjanna. Flestir Íslendinganna séu á leið
í hefðbundna borgarferð, þ.e. þeir gisti á miðborgarhót-
elum, sæki söfn, ýmsa viðburði og veitingahús og kíki í
verslanir. Staða dollarans sé vafalaust ein af skýringunum
á auknum vinsældum en einnig aukið framboð flugferða.
„Ef þú ert í þessum gír að vilja fara í H&M, Cap, kaupa
iPad, eða bara hvað sem er, þá er hagstæðara að gera það
þarna megin við Atlantshafið en hinum
megin,“ segir Guðjón.
Þess sér stað á Keflavíkurflugvelli
að margir farþeganna hafa látið til sín
taka í verslunum ytra. Kári Gunn-
laugsson, yfirdeildarstjóri tollgæsl-
unnar á flugvellinum, segir að margir
fari að rauða hliðinu og greiði virðis-
aukaskatt af þeim raftækjum sem þeir
hafa keypt og vinsælust eru í dag
myndavélar, iPad-spjaldtölvur og far-
tölvur. „Það er mun meira um að fólk
skili sér í rauða hliðið til að greiða sín
gjöld, við verðum mjög varir við það,“ segir Kári.
Hver einstaklingur má kaupa varning fyrir samtals
65.000 krónur í útlöndum og flytja með sér. „Eins og útsöl-
urnar og tilboðin eru í Ameríku í dag, þá færðu ansi mikið
fyrir þetta,“ segir Kári.
Það komi þó fyrir að fólk fari yfir mörkin og þá verði það
að taka afleiðingunum. Í þeim tilvikum þarf fólk að greiða
aðflutningsgjöld og sekt sem nemur aðflutningsgjöldunum
og 15% álagi. „Þá er þetta orðið svipað verð og hér heima,“
segir Kári. „Þá er hagnaðurinn af þessu farinn.“
Nýtt met í Boston-ferðum
10% aukning frá metárinu 2010 Fleiri fara í rauða hliðið
Í gegn Farþegar í Leifsstöð.
Morgunblaðið/Ómar
„Hún var dálítið úfin greyið og blaut en hún jafnaði
sig fljótt, flaug einn hring yfir okkur og svo burt,“
segir Leifur Halldórsson í Ögri í Ísafjarðardjúpi.
Hann gekk í gær fram á uglu sem hafði fest sig und-
ir pípuhliði í gryfju hálffullri af vatni. Ekki reyndist
átakalaust að ná henni úr prísundinni og sem betur
fer var Leifur með hanska því uglan beit frá sér. Á
endanum var hún þó frelsinu fegin.
Ljósmynd/Leifur Halldórsson
Uglu bjargað úr ógöngum
Óttast er að nýr fjársýsluskattur upp á
10,5% af launagreiðslum muni koma þungt
niður á sparisjóðunum sem aðallega þjóna
dreifbýlinu. Velta á hverja afgreiðslu er til-
tölulega lítil og leggst skatturinn því hlut-
fallslega þyngra á þá en stóru bankana.
„Þetta lendir því harkalegar á þeim og
það er mjög dap-
urlegt að þessi
skattur, sem er til-
kominn vegna
hruns stóru bank-
anna, skuli verða til
að þrengja að þeim
litlu sem eftir eru,“
segir Ari Teitsson,
stjórnarformaður
Sparisjóðs Suður-
Þingeyinga. „Þetta
er í rauninni bara
kornið sem fyllir
mælinn af því að
búið er að leggja á
alls konar gjöld frá
hruni. Mest er auð-
vitað afleiðing af því en svo hefur verið bætt
jafnt og þétt á stabbann, á einhverjum
tímapunkti er þetta orðið of mikið.“
Hann segir að nú sé unnið með um
þriggja prósenta vaxtamun, þar af fari eitt í
skatta. En er hægt að fækka fólki? „Það er
ekki auðvelt, við teljum okkur alls ekki vera
ofmannaða,“ segir Ari. „Og rætt er um að
einstaklingar þurfi meiri skuldaeftirgjöf,
það er þá lítil von til þess að þeir þoli þá
hærri vexti af lánum.“ kjon@mbl.is
MFjársýsluskattur »Viðskipti
Baggi
á spari-
sjóðina
„Þetta er kornið
sem fyllir mælinn“
Sjóður
» Sparisjóður
Suður-
Þingeyinga er
með um 10% af
samanlagðri
veltu sparisjóða
landsins.
» Hagnaður af
rekstrinum í
fyrra var 25,5
milljónir króna.
Skattur á kolefni í föstu formi
stefnir í tvísýnu uppbyggingu kís-
ilvers í Helguvík og dregur talsvert
úr líkunum á því að áform um kís-
ilver við Húsavík verði að veruleika.
Þetta er álit fjárfestingarsviðs Ís-
landsstofu en starfsemi þess heyrir
undir stjórnvöld og hefur að mark-
miði að laða erlenda fjárfesta til Ís-
lands. „Þá eykst óvissan um eitt fjár-
festingarverkefni sem snýst um
endurvinnslu á málmi hér á landi.“
Ákvörðun um að leggja kolefnis-
gjöld á aðföng þýði annaðhvort að
Ísland hætti þátttöku í evrópska við-
skiptakerfinu með losunarheimildir
eða sé meðvituð ákvörðun um tvö-
falda gjaldlagningu á hluta íslensks
iðnaðar. »6
Vara við kolefnis-
gjaldi á aðföng
Rekstur flugfélagsins Astraeus,
flugrekstraraðila Iceland Express,
hefði ekki þurft að fara í þrot ef grip-
ið hefði verið til nauðsynlegra að-
gerða fyrir sex til níu mánuðum. Bú-
ið hafi verið að tryggja reksturinn út
veturinn en verkefnin svo slegin af.
Þetta segir Bruce Dickinson,
söngvari Iron Maiden, einnar vinsæl-
ustu þungarokkshljómsveitar heims
og fyrrverandi flugmaður og mark-
aðsstjóri flugfélagsins Astraeus, við
Morgunblaðið. Hann vinnur nú sjálf-
ur að því að reyna að kaupa félagið
og koma því af stað aftur. »8
Vinnur að því að
kaupa Astraeus
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
3 - 110 R.
10 R.
R.
hálsi 3
- 110 R
.
. .