Morgunblaðið - 24.11.2011, Side 2

Morgunblaðið - 24.11.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Ef aðeins á að baka eina sort fyrir jólin verða pipar- kökur oftar en ekki fyrir valinu. Krakkarnir á leikskól- anum Álfasteini í Hafnarfirði hituðu sig upp fyrir að- ventuna í gær með litríkum piparkökuskreytingum og smökkuðu líka aðeins á dýrðinni með því að sleikja fingurna að hætti frægustu sjónvarpskokka. Litríkar piparkökur á Álfasteini Morgunblaðið/Golli Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Grundvallarmarkmiðið er að lög- reglan hér sé óvopnuð og þá horfa menn á reynsluna erlendis frá – vopn kalla á vopn – og það vilja menn ekki,“ segir Ögmundur Jón- asson innanríkisráðherra um vopna- burð lögreglunnar. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að skammbyssur væru þegar í ein- hverjum hluta lögreglubíla nokk- urra lögregluembætta landsins og önnur vinna að því að koma byssum fyrir í bílum sínum. Ögmundur segir að almenna reglan sé sú að almennir lögreglu- menn beri ekki byssur og hafi ekki vopn í bifreiðum sínum. Frá 1992 hafi sérsveit lögreglunnar haft vopn undir höndum og í bílum sínum. Auk þess séu dæmi um að lögreglu- embætti úti á landsbyggðinni setji vopn í bifreiðar sínar, sérstaklega þar sem um langar vegalengdir sé að fara, meðal annars til þess að geta aflífað skepnur komi sú staða upp. Vilja takmarka vopnaburð Lögregluembættin geta tekið ákvarðanir um að vera með byssur í bílum sínum að höfðu samráði við ríkislögreglustjóra. Ögmundur seg- ir að ríkislögreglustjóri og embætt- in vilji flýta sér hægt í breytingum á vopnaburði. Almenna viðhorfið innan lögreglunnar hafi verið að takmarka mjög vopnaburð. „Ég er mjög sammála því viðhorfi,“ segir hann og leggur áherslu á að varlega sé stigið til jarðar í þessu efni. Steinar Adolfsson, framkvæmda- stjóri Landssambands lögreglu- manna, sagði við Morgunblaðið í gær að mikilvægt væri að varn- arbúnaðurinn væri í lagi og fagleg úttekt, greining á aðstæðum og áhættumat, þyrfti að fara fram. Ög- mundur segir það áhyggjuefni ef lögreglumenn séu settir í hættu eins og gerst hafi nýlega. Við þeirri hættu þurfi að bregðast en forðast beri að vígbúast og vopnvæða lög- regluna. Hann lýsir yfir ánægju með það hvernig lögreglan hafi tek- ið á þessum málum og þeim við- horfum sem ríki innan lögreglunn- ar. „Ég skil hins vegar áhyggjur Landssambands lögreglumanna sem koma meðal annars fram í Morgunblaðinu,“ segir hann. Ögmundur segist treysta lögregl- unni til þess að hafa þann varn- arbúnað sem hún þurfi á að halda. Embættin hafi lagt áherslu á að búa starfsmönnum sínum eins öruggt starfsumhverfi og hægt sé og ákveðið hafi verið að hafa meiri samræmingu í innkaupum. Aðeins sé beðið eftir tillögum frá embætti ríkislögreglustjóra þess efnis. Óvopnuð lögregla markmiðið  Innanríkisráðherra segir reynsluna þá að „vopn kalli á vopn“ sem eigi að forðast  Skilur áhyggjur lögreglumanna og beðið sé eftir tillögum frá ríkislögreglustjóra „Ég skil hins vegar áhyggjur Lands- sambands lög- reglumanna“ Ögmundur Jónasson „Hann var mjög þungur, miklu þyngri en venjuleg full- orðin tófa,“ sagði Birgir Hauksson tófuskytta sem veiddi óvenjuþungan ref í fjalli ofan við Lundarreykjadal á föstudaginn var. Birgir bar refinn til byggða. „Hann seig alveg verulega í. Ég var margsinnis að því kominn að skera af honum skottið og henda honum en það varð ekki af því,“ sagði Birgir. Hann var búinn að sjá refinn neðan af vegi og vissi því af honum. Á föstudaginn fór hann í refaleit upp á fjall. „Það eru blettir sem maður þekkir þar sem þær sofa og maður fer og gáir á þá. Það var auðvelt að sjá hann því það var autt.“ Refurinn var yrðlingur frá því í vor en orðinn akfeitur og því ljóst að hann hefur haft nóg að éta. Birgir taldi lík- legt að hann hefði legið í hræjum og jafnvel komist í ein- hvern úrgang. „Hann hefur allavega ekki lifað á rjúpu, það er alveg á hreinu því hún er nánast aldauða á þessu svæði eins og annars staðar í Borgarfirðinum,“ sagði Birgir. „Ég hef séð töluvert af tófu,“ sagði Birgir en hann er búinn að veiða meira en 120 tófur það sem af er þessu ári. „Það er með því mesta sem ég hef veitt þegar maður hef- ur ekkert verið að beita sér við þetta. Fyrir um 15 árum veiddum við 156 tófur á einu ári en það var með yrðling- um. Nú er þetta að segja má allt fullorðin dýr.“ Framlög sveitarfélaga til refaveiða minnka stöðugt og ríkið hætt að styrkja þær. Birgir sagði að kvótinn í Lundarreykjadal hefði verið 19 dýr á þessu ári og hafði heyrt að til stæði að minnka hann í 14 dýr. Hann sagði fjölgun tófunnar sýna sig í minna fuglalífi og hending væri að gæs kæmi upp ungum á þessu svæði. gudni@mbl.is Veiddi óvenjufeitan ref Ljósmynd/Birgir Hauksson Feitur Þessi óvenjulega bústni refur var skotinn í fjalli ofan við Lundarreykjadal í Borgarfirði í síðustu viku.  Mikið er af tófum og rjúp- an nær horfin í Borgarfirði Um 250 voru sektaðir fyrir að leggja ólöglega í Laugardal frá fimmtudeg- inum 17. nóvember til sunnudagsins 20. nóvember, þ.e. á meðan á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins stóð. Fjöldinn tekur til sekta í mestöllum dalnum, þ.e. við sundlaugina, stúk- una, Laugardalshöll og skautasvell- ið. Sektin nemur 5.000 krónum en sé hún greidd innan þriggja daga er gefinn afsláttur og þarf þá að greiða 3.900 kr. Sé miðað við að allir greiði innan þriggja daga nema heildar- sektirnar tæplega einni milljón króna. Samkvæmt upplýsingum frá Bíla- stæðasjóði Reykjavíkur voru starfs- menn hans í reglubundnu eftirliti í dalnum á fimmtudag og föstudag en lögreglan var þar eitthvað við eftirlit á laugardag og sunnudag. Það sem af er þessu ári er fjöldi sekta, þ.e. stöðvunarbrotagjalda, samtals 104.741. Um 250 sektaðir í Laugardal 5.000 kr. Sektað við landsfund. Ætla má að hundruð Íslendinga hafi beðið í ofvæni með Víkingalottómiða í lúkunum fram eftir kvöldi í gær því þegar draga átti út stærsta pott í sögu lottósins kom upp bilun. Stefán Konráðsson, fram- kvæmdastjóri Íslenskrar getspár, segir það tilviljun að bilun hafi orðið einmitt þegar ofurpotturinn er svo stór, en ástæðuna má rekja til Finn- lands þar sem sölutölur og kerf- istölur pössuðu ekki saman. „Þetta verður allt að stemma 100% en það er her manns í Finn- landi að reyna að finna út úr þessu.“ Stefnt er að því að draga kl. 9 í dag að íslenskum tíma. Ekki dregið vegna bilunar Laugavegi 174 2.990 Fyrir Heklubíla Laugavegi 170-174 ‧ 590 5000 ‧ hekla.is ‧ hekla@hekla.is Umfelgun frá Ríkisstjórnin ræðst á réttindi almenns launa- fólks, að mati miðstjórnar Al- þýðsambands Ís- lands sem álykt- aði um málið í gær. Meðal þess sem þar segir er að skattlagning á lífeyrissjóði sé enn ein atlaga ríkisstjórnarinnar að íslensku launafólki, og að ef farið verði fram með þær hugmyndir og fleiri verði ríkisstjórninni svarað af fullri hörku. Bent er á að sjö mánuðir séu síðan stjórnvöld lofuðu að endurskoða bætur almannatrygginga með hlið- sjón af niðurstöðum kjarasamninga milli ASÍ og SA, og að í fjárlaga- frumvarpinu sé aðeins gert ráð fyrir að bætur hækki um helming af því sem samið var um. „Ríkisstjórnin sem kennir sig við velferð ætlar þannig ekki aðeins að svíkja eigin loforð heldur einnig snupra þá sem lökust hafa kjörin í okkar þjóð- félagi.“ Þá segir að miðstjórn ASÍ hafni alfarið síendurteknum árásum á íslenskt launafólk. Gylfi Arnbjörnsson Endurtekn- ar árásir á launafólk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.