Morgunblaðið - 24.11.2011, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.11.2011, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2011 Jólastemningin er þegar farin að lífga upp á Laugaveg í Reykjavík en þar er fjöldi verslana af öllu tagi. Fyrst eftir hrunið 2008 drógu margir saman seglin og gömul gildi eins og ráðdeild náðu yfirhöndinni. Íslenska lopapeysan varð vin- sæl jólagjöf. En að sögn Rannsóknaseturs versl- unarinnar er neysluhegðunin nú aftur að fara í sama horf, veltan eykst og verslun með raftæki og húsgögn hefur aukist á ný. Morgunblaðið/Kristinn Björt jólaljósin prýða Laugaveg Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Fjöldi þeirra sem hafa hlotið refsingu en geta ekki hafið afplánun vegna plássleysis í fangelsum landsins hefur haldist stöðugur undanfarnar vikur og mánuði. Á boðunarlista stofnunar- innar eru nú í kringum 370 manns. Það sem hefur komið í veg fyrir að listinn hefur lengst er að margir hafa getað afplánað í bráðabirgðafangels- inu Bitru, sem hefur nánast verið full- setið frá því það var tekið í notkun í fyrra, og að skilyrði til að afplána dóma með samfélagsþjónustu voru nýlega útvíkkuð. Páll Winkel, forstjóri Fangelsis- málastofnunar, segir að sú staða hafi vissulega komið upp að ekki hafi verið hægt að láta menn sem hafa hlotið dóma fyrir alvarleg afbrot hefja af- plánun. Þá sé ljóst að miðað við nú- verandi stöðu, þ.e. stöðugt þyngri dóma og óbreyttan húsakost, muni ekki takast að vinna á biðlistanum sem nokkru nemi. Á næsta ári er stefnt að því að hefja rafrænt eftirlit og gert er ráð fyrir að 5-10 fangar geti afplánað hluta dóma sinna með því að gangast undir það. Mestu máli skiptir þó að fá stærri húsakynni en eins og kunnugt er hef- ur ríkisstjórnin ákveðið að byggja nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Fram- kvæmdasýsla ríkisins hefur fengið það hlutverk að hafa umsjón með undirbúningi og framkvæmd sam- keppninnar um hönnun og innanrík- isráðherra hefur skipað dómnefnd til að fara yfir tillögurnar. Formaður dómnefndar er Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir. Samkvæmt upplýsingum frá inn- anríkisráðuneytinu eiga niðurstöð- urnar að liggja fyrir í maí 2012. Kemur inn við 2. umræðu Fangelsið á Hólmsheiði á að fjár- magna með skattfé en í fjárlögum 2012 er þó ekki gert ráð fyrir fram- lögum til smíði þess. Ögmundur Jón- asson innanríkisráðherra sagði á fundi með allsherjarnefnd fyrir stuttu að framlög til fangelsisins, sem á að kosta um 2,1 milljarð, yrðu sett inn í frumvarpið við aðra umræðu á Al- þingi. Bitra heldur boðunarlista í horfinu  Um 370 manns á boðunarlista Fangelsismálastofnunar  Bráðabirgðafangelsið Bitra nánast fullsetið  Búið að skipa í dómnefnd fyrir fangelsi á Hólmsheiði  Framlögin koma fram við 2. umræðu fjárlaga Hlutfall brota að baki boðunarlista Þjófnaður/Fjársvik 11,64% Annað 0,95% Eignaspjöll 0,48% Auðgunarbrot 0,71% Fíkniefnabrot 21,38% Kynferðisbrot 2,38% Ofbeldisbrot 11,16% Skjalafals/útl.lög 1,66% Umferðarlagabrot/ nytjataka 49,64% Kristján Jónsson kjon@mbl.is Gert er ráð fyrir að Ögmundur Jón- asson innanríkisráðherra taki á föstu- dag ákvörðun um það hvort fyrirtæki kínverska auðmannsins Huangs Nu- bos fái að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Ríkið á hluta jarðarinnar og deilir því nýtingarrétti með seljendum. Í 40. grein stjórnarskrár segir m.a.: „Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi rík- ið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.“ Ólíklegt er að þetta merki að ráð- herra hafi ekki lokaorðið, að Alþingi þurfi að samþykkja sérstakt frumvarp vegna sölunnar, að mati Sigurðar Lín- dal lagaprófessors. Þegar talað sé um fasteignir landsins sé sennilega átt við fasteignir ríkisins en ekki eignir einkaaðila. „Mín fyrstu viðbrögð eru að túlka rétt ríkisins til að leyfa sölu í þessu til- felli frekar rúmt,“ segir Sigurður. „Nýtingarréttur er mjög mikilvægur þáttur í eignarréttinum. Mér finnst mjög hæpið að hann sé undanþeginn lögum um eignarrétt, þau hljóta að eiga við allar meginheimildir eignar- réttarins. Mér finnst óeðlilegt ef nýt- ingin [á jarðarhluta seljendanna] væri undanþegin þannig að Alþingi þyrfti að fjalla um málið. En ég verð að játa að ég hef ekki lagst yfir þetta.“ Ögmundur Jónasson segir meginat- riði málsins vera að sala af þessu tagi til aðila utan Evrópska efnahags- svæðisins sé óheimil samkvæmt lög- um en í þeim sé að finna undanþágu- atkvæði. Fyrirtæki Huangs hafi sótt um slíka undanþágu. „Síðan fer málið í meðferð stjórnsýslunnar þar sem menn skoða fordæmi og lagafram- kvæmd og fleira en það er gert á grundvelli þessara laga. Menn horfa aftur í tímann, til þess hvað hafi verið tíðkað og hvernig farið hafi verið með undanþágubeiðnir, þá hafa lögin yf- irleitt verið túlkuð mjög þröngt. Síðan horfa menn til þess hvaða fordæm- isgildi þetta hefði.Við lítum svo á að ákvörðunarvaldið sé fortakslaust hjá innanríkisráðuneytinu og enginn hef- ur í mín eyru vefengt það.“ Fær svar fyrir helgi  Innanríkisráðherra segir ákvörðunarvald um undanþágu vegna kaupa Huangs á Grímsstöðum fortakslaust hjá sér Umhverfis- og samgöngunefnd Al- þingis hefur farið fram á það við rík- isendurskoðanda að hann mæti á fund nefndarinnar í dag til að út- skýra hvers vegna hann ætli ekki að vinna skýrslu um fyrirhugaðar fram- kvæmdir við Vaðlaheiðargöng. „Það er mikil undrun hjá meiri- hluta nefndarmanna yfir því að Rík- isendurskoðun skuli hafa hafnað þessari beiðni,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG og for- maður nefndarinnar. „Bæði er það þannig að Ríkisendurskoðun er und- irstofnun Alþingis sem samkvæmt lögum á að veita þingnefndum ráð- gjöf auk þess sem arðsemismat ligg- ur þegar fyrir og allar forsendur eru ljósar, svo við erum bara að biðja um að yfir það sé farið og það kannað til hlítar.“ Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálf- stæðisflokks í nefndinni, segist ótví- rætt telja málið þess eðlis að það falli undir verksvið Ríkisendurskoðunar. Hann segist ekki ætla að rengja mat ríkisendurskoðanda á eigin vanhæfi til að fjalla um málið, „en það er hugsanlegur möguleiki í þessu máli að skipaður verði ríkisendurskoð- andi tímabundið í hans stað.“ Óska skýringa á svari  Undrast höfnun Ríkisendurskoðunar Um helmingur þeirra sem þurfa að bíða afplánunar hafa hlotið dóma fyrir umferð- arlagabrot eða nytjastuld. Þessi staða endurspeglar for- gangsröðun Fangelsismála- stofnunar, þ.e. reynt er að setja þá inn fyrst sem hafa hlotið þyngstu dómana og fyrir alvarlegustu afbrotin. Konur eru tæplega 10% þeirra sem eru á boðunarlist- anum, samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. Ríflega 90% eru karlkyns SMÁGLÆPAMENN BÍÐA Toyota Land Cruiser 120 VX Árgerð 2006. Ekinn 121 þ. km. Fallegur og vel með farinn. Sex strokka bensínvél sem skilar 250 hestöflum. Upphækkaður á nýlegum 33“ heilsársdekkjum. Leðurklæddur með öllum helsta aukabúnaði. Sérstakt tilboðsverð kr. 3.990.000. Áhugasamir hafið samband í síma 567 2277 eða 587 7007 Til sölu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.