Morgunblaðið - 24.11.2011, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2011
Jónas Jónasson, dag-
skrárgerðarmaður hjá
Ríkisútvarpinu, lést á
líknardeild Landspít-
alans í fyrrakvöld eftir
skammvinn veikindi.
Jónas var áttræður,
fæddur 3. maí 1931 í
Reykjavík, sonur Sig-
urlaugar Margrétar
Jónasdóttur húsmóður
og Jónasar Þorbergs-
sonar, ritstjóra, alþing-
ismanns og fyrsta út-
varpsstjóra Rúv.
Jónas var gagnfræð-
ingur og nam bæði tón-
list og leiklist hér heima, í Dan-
mörku og á Bretlandi. Hann hóf
störf hjá Ríkisútvarpinu sautján ára
gamall og starfaði þar nær sleitu-
laust til hinsta dags.
Á löngum ferli sinnti Jónas rit-
störfum samfara marg-
víslegum störfum sín-
um hjá RÚV. Hann
skrifaði nokkrar bæk-
ur og unglingabók
hans Polli ég og allir
hinir var valin besta
bók ársins 1973. Hann
skrifaði barnsögur fyr-
ir útvarp, leikrit og
samdi sönglög. Þá var
hann leiklistar-
gagnrýnandi á Alþýðu-
blaðinu í tvö ár. Út-
varpsþáttur hans,
Kvöldgestir, var á dag-
skrá klukkan ellefu á
föstudagskvöldum í þrjá áratugi.
Jónas var tvíkvæntur. Eftirlifandi
kona hans er Sigrún Sigurðardóttir
og eiga þau eina dóttur. Fyrri kona
hans var Auður Steingrímsdóttir og
eiga þau tvær dætur.
Andlát
Jónas Jónasson
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Sú fyrirætlan í frumvarpi fjármála-
ráðherra að leggja stighækkandi
skatta á kolefni í föstu formi „er bæði
óvænt og ófyrirsjáanleg“, segir á
minnisblaði fjárfestingarsviðs Ís-
landsstofu, sem lagt var fyrir efna-
hags- og viðskiptanefnd í gær.
Starfsmenn sviðsins kynntu sjónar-
mið sín á fundi nefndarinnar þar sem
fram kemur gagnrýni á þessi skatt-
lagningaráform en Íslandsstofa
heyrir undir utanríkisráðuneytið og
vinnur m.a. að því að laða erlenda
fjárfestingu til Íslands.
Á minnisblaði Þórðar H. Hilmars-
sonar, forstöðumanns fjárfestingar-
sviðsins, er minnt á að innan Evr-
ópusambandsins hafi árum saman
verið stefnt að aðild stórra iðnfyr-
irtækja að evrópska viðskiptakerf-
inu með losunarheimildir (ETS).
Ekkert ríki innan EES hafi lagt
skatt á kolefni í föstu formi til notk-
unar í iðnaði. Einnig er bent á algera
óvissu um framvinduna á næstu ár-
um, þar sem í frumvarpinu er lýst
fyrirætlunum um að gjald á kolefni í
föstu formi fari stighækkandi til árs-
ins 2015. Aukinni óvissu um nánustu
framtíð sé bætt ofan á það óöryggi
sem óvænt álagning nýrra skatta
veldur.
Í hinu umdeilda frumvarpi um kol-
efnisskatta er annars vegar lögð til
hækkun á kolefnisgjaldi vegna flug-
véla- og þotueldsneytis frá 1. janúar
nk. og hins vegar álagningu nýs
gjalds á kolefni af jarðefnauppruna í
föstu formi frá 1. janúar 2013. Flug-
starfsemi mun heyra undir við-
skiptakerfi ESB með losunarheim-
ildir (ETS) frá 1. janúar nk og skv.
tilskipun sem væntanlega verður
tekin upp í EES-samninginn á
næstu mánuðum mun stóriðjan
heyra undir ETS frá og með 2013.
Þegar stóriðjufyritæki færast
undir evrópska viðskiptakerfið er
ekki gert ráð fyrir skattlagningu
þeirra með kolefnisgjaldi. Viðskipta-
kerfið gengur út á að fyrirtækin fá
úthlutaðar losunarheimildir úr sam-
evrópskum potti og afli sér heimilda
ef upp á vantar. Í umsögn Umhverf-
isstofnunar er á það bent að með til-
lögum um gjald á kolefni af jarðefna-
uppruna í föstu formi sé verið að búa
til nýtt stjórntæki í loftslagsmálum.
Arnar Guðmundsson, verkefnis-
stjóri fjárfestingarsviðs Íslands-
stofu, segir í minnispunktum til efna-
hags- og viðskiptanefndar í gær að
„kolefnagjald á aðföng þeirra sem
falla undir ETS í nafni þess að „eitt
skuli yfir alla ganga“ er því annað-
hvort ákvörðun um að hætta við
þátttöku í ETS eða þá meðvituð
ákvörðun um tvöfalda gjaldlagningu
á hluta íslensks iðnaðar og fyrir-
tækja sem gerir framsetninguna um
leið merkingarlausa.“
Bæði óvænt og
ófyrirsjáanlegt
Annaðhvort ákvörðun um tvísköttun eða að hætta í ETS
Morgunblaðið/ÞÖK
Álið Þegar stóriðjufyrirtæki færast undir evrópska viðskiptakerfið er ekki gert ráð fyrir skattlagningu þeirra með
kolefnisgjaldi. Sú fyrirætlan að leggja skatta á kolefni í föstu formi hefur verið harðlega gagnrýnd að undanförnu.
Kjartan Kjartansson
Andri Karl
„WOW er náttúrlega bara WOW, og
við höfum sagt að okkur finnist Ís-
land einfaldlega WOW. Svo er ekki
verra að ef vörumerkinu er snúið við
þá er þetta MOM [ísl. móðir] og það
vilja allir vera í fanginu á móður
sinni. Þannig að þetta fór ágætlega
saman,“ sagði Skúli Mogensen,
stjórnarformaður og aðaleigandi
WOW Air, en opnað var fyrir bók-
anir í hádeginu í gær. Skúli kynnti
starfsemina fjölmiðlum í gær og fékk
hann Jónu Lovísu Jónsdóttur, vaxt-
arræktarkonu og prest, til að opna
vefsvæði flugfélagsins og blessa
starfsemina.
Tólf áfangastaðir verða í boði í
Evrópu næsta sumar hjá flugfélag-
inu og verða um 130 þúsund sæti í
boði. Áfangastaðir félagsins verða
Alicante, París, Lyon, Basel, Köln,
Stuttgart, Berlín, Lundúnir, Varsjá
og Kraká. Segir Skúli að töluverður
fjöldi af þeim 130 þúsund sætum sem
séu í boði verði viðbót á markaðnum
og markmið félagsins að stækka
kökuna á ferðamannamarkaði. Hann
telur raunhæft að tvöfalda fjölda
ferðamanna sem koma til Íslands á
næstu fimm árum. „Ágætt er að
byrja með tólf staði, reyna gera það
mjög vel og ná utan um verkefnið al-
mennilega. Svo sjáum við til með
framhaldið,“ segir Skúli spurður
hvort stefnt sé að fjölgun áfanga-
staða.
Skapa sjötíu störf hér á landi
Ráðið verður í fimmtíu til sextíu
stöður hjá WOW auk flugmanna og
hefur því verið beint til flugrekstr-
araðila félagsins, sem verður
íslenskættaða fyrirtækið Avion Ex-
press, að litið verði til þess að ráða ís-
lenska flugmenn eftir því sem kostur
er. „Til að byrja með verða að
minnsta kosti fimmtíu manns, bæði á
skrifstofu, flugfreyjur og flugþjón-
ar,“ segir Skúli. „Svo er líka mjög
ánægjulegt að samstarsfaðilar okkar
úti, sem eru að leigja okkur flugvél-
ar, hafa mikinn áhuga á að ráða til
sín íslenska flugmenn líka. Þannig að
það gætu orðið allt að tuttugu störf í
viðbót og því um sjötíu manns fyrir
sumarið.“
Þá var greint frá því í gær að
WOW Air muni notast við nýlegar
Airbus A320-vélar sem taka 168 far-
þega í sæti.
Vefsvæði WOW Air sem opnað var
í hádeginu réð ekki við álagið þegar á
reyndi og gekk erfiðlega að komast
inn á hana fram eftir degi. Á milli 400
og 500 manns fóru inn á síðuna á
hverri sekúndu skömmu eftir að hún
var opnuð og virðast netþjónar
hennar ekki hafa ráðið við umferð-
ina.
„Það vilja allir
vera í fanginu
á móður sinni“
Byrjað að bóka hjá WOW Air í gær
Morgunblaðið/Ómar
Kynning Skúli Mogensen fór yfir
starfsemi WOW með fjölmiðlum.
Welcome Our Way
» WOW Air ehf. hefur verið að
fullu fjármagnað og verður í
meirihlutaeigu Títan, sem er í
eigu Skúla Mogensen.
» Stjórn félagsins skipa Skúli
Mogensen, Baldur Oddur Bald-
ursson, Davíð Másson, hluthafi
í Avion Capital Partners, og
Björn Ingi Knútsson.
» Skúli Mogensen verður
stjórnarformaður félagsins.
Líklegasta afleiðing boðaðra
breytinga á kolefnisskatti til
skamms tíma litið er sú að
stefna í tvísýnu fyrirhugaðri
uppbyggingu kísilvers í Helgu-
vík. Þetta kemur fram á minn-
isblaði Þórðar H. Hilmarssonar,
forstöðumanns Fjárfesting-
arsviðs Íslandsstofu, sem lagt
var fyrir efnahags- og við-
skiptanefnd í gær.
Þórður segir einnig að tals-
vert dragi úr líkunum á því að
áform um kísilver við Húsavík,
sem nýta myndi orkuna í Þing-
eyjarsýslum, verði að veruleika
auk þess sem óvíst sé að Elkem
stækki verksmiðju sína á
Grundartanga. Þá eykst óvissan
um eitt fjárfestingarverkefni
sem snýst um endurvinnslu á
málmi hér á landi,“ segir hann.
Ein afleiðing þess að stöðva
uppbyggingu kísilvera er að þar
með væru hugmyndir um verð-
mæta áframvinnslu hér á landi
einnig í uppnámi, að mati hans.
„Þá eykst
óvissan“
STEFNT Í TVÍSÝNU
Umskipun á freðfiskfarmi úr flutn-
ingaskipinu Ölmu yfir í systurskip
þess Green Lofoten lýkur vænt-
anlega á Fáskrúðsfirði síðdegis í
dag, að sögn Garðars Jóhannssonar,
framkvæmdastjóra Nesskipa sem
eru með umboð fyrir útgerð Ölmu.
Green Lofoten mun síðan sigla
með farminn til St. Pétursborgar í
Rússlandi. Sem kunnugt er missti
Alma stýrið í Hornafjarðarósi í byrj-
un mánaðarins og gat því ekki haldið
ferð sinni áfram.
Unnið er að því að koma Ölmu í
slipp til að setja nýtt stýri á skipið.
Ekkert liggur enn fyrir um hvar
skipið verður tekið í slipp að sögn
Garðars. Til greina kemur að taka
skipið upp í þurrkví annaðhvort í
Hafnarfirði eða á Akureyri, einnig
kemur til greina að draga skipið til
útlanda til viðgerðar.
gudni@mbl.is
Umskipun
lýkur í dag
Skannaðu kóðann
til að lesa viðtal
við Skúla
Hátíðarkörfur
Ostabúðarinnar
eftir þínu höfði
OSTABÚÐIN
SKÓLAVÖRÐUSTÍG
Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum
í síma 562 2772 og á ostabudin.is
Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00
Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00