Morgunblaðið - 24.11.2011, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2011
Efnahagslögsaga Íslands nær200 mílur frá strönd lands-
ins, eins og hún er skilgreind. Þó
ekki hvarvetna. Hvers vegna ekki?
Vegna þess að sums staðar mætir
hún efnahags-
lögsögu annarra
ríkja. Hvað gerist
þá? Þá mætist
landsréttur á miðri
leið.
Mótmælendurvilja fá að
tjalda á Austurvelli, í hjarta höf-
uðborgarinnar og fá að haga um-
gengni og snyrtimennsku að eigin
smekk. Höfuðborgin hefur fyrir
löngu ákveðið að Austurvöllur sé í
senn skrúðgarður, samkomu-
staður og hjarta höfuðborg-
arinnar, sem allir skuli hafa jafn-
an aðgang að.
Tjaldbúðir með tilheyrandisubbuskap gera almennum
borgurum ómögulegt að njóta
Austurvallar í samræmi við skipu-
lag hans og hefðbundna notkun.
Það gengur gegn rétti þeirra og
sjálfsagt einnig viðhorfum mikils
meirihluta almennings um hvernig
nýta skuli þau sameiginlegu svæði
sem fólk vill hafa í hávegum.
Borgarstjórn Besta flokksinslætur eins og „réttur“
tjaldbúanna sé hærri en hinna.
Hvaðan hefur flokkurinn það?
Talsmaður borgarstjórans segirí viðtölum að í Ráðhúsinu hafi
þeir ekkert heyrt um sóðalega
umgengni, því engin kæra hafi
borist. Austurvöllur er nokkra
tugi metra frá Ráðhúsinu.
Hvernig fylgjast ráðamennBesta og Samfylkingar hans
með málum aðeins fjær Ráðhús-
inu, ef þetta er þekking þeirra á
næsta nágrenni?
Jón Gnarr
Kristinsson
Réttur eins
á sín takmörk
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 23.11., kl. 18.00
Reykjavík 1 léttskýjað
Bolungarvík 1 snjóél
Akureyri 1 snjókoma
Kirkjubæjarkl. 2 léttskýjað
Vestmannaeyjar 3 léttskýjað
Nuuk -6 skýjað
Þórshöfn 7 skýjað
Ósló 3 þoka
Kaupmannahöfn 5 skýjað
Stokkhólmur 6 skýjað
Helsinki 7 skýjað
Lúxemborg 7 heiðskírt
Brussel 11 skýjað
Dublin 12 skýjað
Glasgow 10 skúrir
London 10 heiðskírt
París 12 þoka
Amsterdam 10 léttskýjað
Hamborg 5 skýjað
Berlín 1 þoka
Vín 0 alskýjað
Moskva -7 heiðskírt
Algarve 16 léttskýjað
Madríd 17 skýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 13 skýjað
Aþena 12 léttskýjað
Winnipeg 2 léttskýjað
Montreal -2 snjókoma
New York 8 alskýjað
Chicago 5 léttskýjað
Orlando 24 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
24. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:25 16:05
ÍSAFJÖRÐUR 10:55 15:45
SIGLUFJÖRÐUR 10:38 15:27
DJÚPIVOGUR 10:00 15:28
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
Bruce Dickinson, söngvari Iron Mai-
den, einnar vinsælustu þungarokks-
hljómsveitar heims og fyrrverandi
flugmaður og markaðsstjóri flug-
félagsins Astraeus, segist í samtali
við Morgunblaðið telja að rekstur
Astraeus hefði ekki þurft að fara í
þrot. „Fyrir sex mánuðum var fyrir-
tækið búið að tryggja sér verkefni út
veturinn og af ástæðum sem eru mér
ekki ljósar voru öll þau verkefni sleg-
in af á einn eða annan hátt af fyrrver-
andi eiganda Iceland Express, eða
alla vega á meðan hann var eigandi.“
Aðspurður játar Dickinson að þar
eigi hann við Pálma Haraldsson. „Já,
hann og fyrrverandi rekstrarstjóra
Astraeus, Shawn Monnery, greindi
verulega á. Sama átti við um hann og
Mario Fulgoni forstjóra sem sagði af
sér í sumar. „Þegar Shawn og Mario
voru við stjórnvölinn höfðu þeir
tryggt nægilega mörg verkefni til að
koma flugfélaginu í gegnum veturinn.
Ég er viss um að Pálmi sé ósammála
því,“ segir Dickinson. Sannleikurinn
hafi hins vegar verið sá að hætt hafi
verið við samninga og lagt hald á
flugvél í Bangkok eftir að sam-
komulag náðist ekki. „Í lok október,
þegar allt þetta hafði átt sér stað, þá
var ekkert eftir.“
Betra að selja án Pálma
„Ég tel að flugfélagið gæti enn ver-
ið í rekstri ef réttar ákvarðanir hefðu
verið teknar fyrir sex til níu mán-
uðum. Það var ekki gert og fólkið sem
hefði átt möguleika á að bjarga flug-
félaginu hafði annaðhvort sagt upp
eða verið rekið,“ segir Dickinson.
Hann vill ekki ræða frekar hvort
ágreiningur Pálma og stjórnenda hafi
haft eitthvað að segja um það hvernig
fór heldur segir aðeins: „Ég tel mun
líklegra að það takist að selja Astra-
eus núna þegar Pálmi kemur ekki að
félaginu.“ Fjórum mánuðum fyrir
gjaldþrotið hafi komið mögulegur
kaupandi en samningar ekki tekist.
Þegar rætt er um samstarf Astra-
eus og IE segir hann flugfélagið ekki
alltaf hafa getað staðið við gerða
samninga vegna IE, sem hafi oft
breytt tímasetningum og jafnvel
komið með breytingar á síðustu
stundu.
Íhugar sjálfur að kaupa
Dickinson er með ýmis járn í eld-
inum þegar kemur að flugi. Hann
staðfestir að hann sé sjálfur að hugsa
um að kaupa félagið og segist vera
með fjárfesti sem hann vill þó ekki
ræða frekar, en hann eigi í viðræðum
við slitastjórnina. Honum hafi þó ver-
ið tjáð að enn sé of snemmt að koma
með tilboð og þess háttar enda taki
væntanlega nokkurn tíma að greiða
úr óreiðunni. Flugmenn og annað
starfsfólk séu tilbúin til að leggja hon-
um lið. Kaupin séu líka háð leyfi
breskra flugmálayfirvalda og margt
annað þurfi að skoða.
Þegar spurt er hversu öruggur
hann sé um að kaupin á Astraeus geti
gengið eftir varar Dickinson fólk við
að hrapa að ályktunum, ekkert sé
ennþá fast í hendi. „Ég myndi í besta
falli segja 50/50-líkur.“
Enn að ráða rétt fyrir gjaldþrot
„Það er sorglegt að svona fór,“ seg-
ir Dickinson um gjaldþrot Astraeus
enda hafi margir misst vinnuna í
Bretlandi og á Íslandi. Hann segist
ekki geta svarað því hve margir flug-
menn störfuðu hjá Astraeus, þar sem
félagið hefði enn verið að ráða flug-
menn nokkrum vikum fyrir gjald-
þrotið, sem hafi verið óráð, þar sem
nóg hafi verið af flugmönnum fyrir
veturinn. Ráðningarnar hafi byggst á
því að móðurfélagið [Fengur] styddi
við félagið yfir veturinn. Einnig að
flugflotinn yrði stækkaður og bætt
við flugleiðum. Allt í einu hafi verið
hætt við að fljúga til New York og
fréttir um það borist fyrst í gegnum
Google.
Þegar rætt er um Ísland segist
Dickinson hafa eignast marga vini
þar og sé gangandi auglýsing fyrir
landið heima hjá sér. Margir vina
hans séu á leið til Íslands í mán-
uðinum til að skoða norðurljósin.
Hefði verið hægt að bjarga
félaginu fyrir hálfu ári
Segir fólkið sem gat bjargað því annaðhvort hafa farið sjálft eða verið rekið
Morgunblaðið/Þorkell
Öflugur Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden og flugmaður með meiru.
„Okkur þykir
það miður að
þessir menn
séu ekki með
kjarasamn-
ing við okkur
og standi
þarna rétt-
lausir,“ segir
Jón Þór
Þorvaldsson,
varafor-
maður Félags íslenskra atvinnu-
flugmanna, um þann hátt á
þriðja tug íslenskra flugmanna
sem misstu vinnuna þegar
Astraeus fór í þrot í byrjun vik-
unnar. Flugmennirnir hafi leitað
til félagsins, þrátt fyrir að vera
ekki innan vébanda þess. Hann
sagði félagið gjarnan vilja kynna
sér hvernig samningi þeirra við
Astraeus væri stillt upp og hvort
Iceland Express væri hluti af
honum og átti von á að fá eintak
af samningnum í gærkvöldi.
„Fyrir þessa flugmenn þá þyk-
ir mér miður að Iceland Express
hafi ekki séð sóma sinn í að
sækja um flugrekstrarleyfi og
vera þá flugrekandi með kjara-
samning við stéttarfélög eins og
önnur flugfélög,“ segir Jón Þór.
Hann gagnrýnir harðlega hvernig
staðið var að málum við gjald-
þrotið. „Það er öllum haldið í
myrkrinu, bæði afgreiðslu-
aðilanum á Keflavíkurflugvelli og
fleirum og fólk bara skilið eftir
úti í kuldanum. Þetta er svo sam-
viskulaust sem vera má.“
Flugmenn
leita til FÍA
GJALDÞROT ASTRAEUS
Jón Þór
Þorvaldsson