Morgunblaðið - 24.11.2011, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2011
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Sandra Ósk Sigurðardóttirhefur búið stærstan hlutaævi sinnar í Bandaríkj-unum. Hún bjó þar með
fjölskyldu sinni í alls tíu ár með hléi á
meðan faðir hennar var við nám, en
hélt síðan aftur til Bandaríkjanna til
að stunda háskólanám þegar hún var
21 árs og ílengdist í níu ár. Sandra
Ósk er nú flutt heim til Íslands og
heldur í þá hefð að elda þakkargjörð-
armáltíð.
Frjálslegt og afslappað
„Þegar ég flutti út í nám fór ég
að skapa mínar eigin hefðir. Fyrstu
þakkargjörðarmáltíðina matreiddi
ég ásamt þýskri vinkonu minni fyrir
stóran hóp erlendra nemenda sem
við vorum í. Við keyptum risastóran
kalkún og gúgluðum allar uppskriftir
sem okkur datt í hug. Síðan vorum
við með heilt hlaðborð af meðlæti,
bökuðum brauð og gerðum allt frá
grunni. Ég lærði helling af þessu og
þetta var mjög gaman en síðan þá
hafa boðin þó verið aðeins minni.
Þetta er skemmtileg hátíð og fær
fólk yfirleitt lengra frí en yfir jólin.
Því er algengt að fólk noti tækifærið
og skiptist á að fara í heimsókn.
Þakkargjörðarhátíðin er að mörgu
leyti frjálslegri en jólin, það er minna
stess og ekki þessi jólaörtröð. Þetta
snýst bara um að koma saman og
borða og börnin fá að leika sér.
Bandaríska hefðin er að byrja á há-
tíðarmatnum jafnvel klukkan 14
bæði á jólunum og á þakkargjörð-
ardaginn. Á mjög hefðbundnu
bandarísku heimili er ýmist sitjandi
borðhald eða fólk dreifir sér bara um
stofuna. Svo er horft á fótbolta og
verið að narta í matinn yfir daginn.
Síðan er gjarnan tekinn smátími í
þessum boðum til að tala um hvað
fólk sé þakklátt og hafi það í rauninni
gott.
Þó að Kaninn sé stundum dálítið
væminn þá er þetta falleg og góð
hefð,“ segir Sandra Ósk.
Gaman að halda veislur
Kalkúnn með góðri fyllingu er
ómissandi í þakkargjörðarmáltíðina.
Sandra Ósk segir eiginlega ekki vera
hægt að klúðra fyllingunni. Aðal-
innihaldið sé brauð sem bætt er sam-
an við uppáhaldskryddum hvers og
eins, hnetum, grænmeti og fleiru. En
í raun sé fyllingin sambland af hverju
því sem fólki finnst gott að láta malla
saman.
„Mér finnst tilheyra að gera
trönuberjasultuna sjálf en síðan hef
ég vanið mig á einfalt meðlæti, sætar
kartöflur og gulrætur og rósakál.
Síðan hef ég haft með ávaxtasalat
sem frænka mín gerir alltaf fyrir jól-
in. Mér finnst sérstaklega gaman að
elda fyrir svona veislur. Þó ég sé flutt
heim hélt ég þakkargjörðarmáltíð í
hittifyrra. Þá færði ég boðið yfir á
sunnudag og bauð vinum og börnum í
stóran kalkún en fékk þau til að koma
með meðlæti með sér. Fólk gerir það
gjarnan úti ef margir eru að koma
saman. Í ár ætla ég að elda þakk-
argjörðarkalkúninn fyrir fjölskyld-
una á gamlárskvöld með öllu tilheyr-
andi,“ segir Sandra Ósk.
Fjólublár kalkúnn
Sandra Ósk notar enn sömu að-
ferð og fyrst þegar hún eldaði kal-
kún. Hún þvær og hreinsar kalkún-
inn, nuddar hann með ólífuolíu og
kryddar síðan með salti, pipar og
kryddjurtum. Svo breiðir hún yfir
hann viskastykki og eys reglega yfir
það bræddu smjöri. Síðustu 30 mín-
úturnar eða svo tekur hún viska-
stykkið af og leyfir kalkúninum að
verða fallega brúnn. Hún varar fólk
við að nota litað viskastykki. Eitt sinn
notaði hún hvítt viskastykki sem var
með bláum röndum, og eftir hálftíma
var kalkúnninn orðinn fjólublár. Sem
betur fer sá Sandra Ósk fljótt hvers
kyns var og náði að rífa kalkúninn út
og skola hann áður en í óefni fór. Hún
hefur líka eldað kalkún í bök-
unarpoka og segir það hafa heppnast
mjög vel.
Fylling „stuffing“
Árið 2001 eyddi ég þakkargjörð-
inni í góðum vinahópi heima hjá vina-
Eldar kalkún með
öllu tilheyrandi
Eftir að hafa búið stærstan hluta ævi sinnar í Bandaríkjunum viðheldur Sandra
Ósk Sigurðardóttir þeirri hefð að elda þakkargjörðarkalkún með öllu tilheyrandi.
Góða fyllingu í kalkúninn og heimagerða trönuberjasultu segir hún vera ómiss-
andi. Þakkargjörðarhátíðin er alla jafna afslöppuð hátíð þar sem fólk nýtur þess
að vera saman og borða góðan mat áður en jólaörtröðin byrjar.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Áhugakokkur Söndru Ósk Sigurðardóttur finnst sérstaklega skemmtilegt að elda fyrir veislur.
Morgunblaðið/Arnaldur
Ómissandi Með kalkúninum verður að vera gómsæt fylling.
Vefsíðan knuz.is er frábær síða um
knús og jafnrétti. Hún er í raun fram-
hald á bloggi Gunnars Hrafns Hrafn-
bjargarsonar, en hann lést fyrir aldur
fram fyrr á þessu ári. Vefsíða þessi
var stofnuð til minningar um Gunnar
Hrafn en hann lét sig jafnréttismálin
varða og bloggaði um málefnið á
skemmtilegan hátt. Á knuz.is er að
finna allskonar greinar og pistla (ým-
ist frumsamið eða þýtt) um femínísk
málefni, sem nokkrir aðilar setja
reglulega inn. Einnig geta áhuga-
samir sent efni til birtingar. T.d er þar
frábær grein sem Kristín Vilhjálms-
dóttir þýddi og ber hún yfirskriftina:
Mikið ertu mjó í dag! Fjallar hún um
hversu varhugavert getur verið að
hrósa fólki fyrir þyngdartap, því
ástæðan getur verið óviðráðanlegar
aðstæður. Átröskun getur legið að
baki og þá er slíkt hrós hvatning til
að halda áfram á rangri braut.
Vefsíðan www.knuz.is
Staðgöngumæðrun Er eitt af því sem fjallað er um á vefsíðunni knuz.is
Meira knús og aukið jafnrétti
Hún Gréta Gísladóttir er
fantaflink listakona sem
býr á Akureyri. Hún sýn-
ir um þessar mundir
nokkur verka sinna á
Selfossi. Full ástæða er
til að hvetja fólk til að
kíkja á þessar sýningar
sem eru á þremur stöð-
um. Stærstu verkin eru
á Ljósheimum á Sjúkra-
húsinu á Selfossi, því
þar er nægt veggpláss
fyrir þær, en þau verk
gerði Gréta fyrir Kirkju-
listaviku Akur-
eyrarkirkju í vor. Á
fæðingarmáldeildinni á
sama sjúkrahúsi er til sýnis ein mynd
sem heitir „lifi lífið“ og er hún af
barnshafandi konu. Í Gallerí Garði Mið-
garði er svo sýning hennar með minni
verkum og heitir hún „Blúnda“. Sjón
er sögu ríkari.
Endilega…
…kíkið á verkin hennar Grétu
Listakona Gréta við eitt af stóru verkum sínum.
Nóvember verður lokað með stæl í
Sláturhúsinu á Egilsstöðum um
helgina. Á föstudagskvöldið verða
tónleikar með ADHD, þeim vinsæla
djasskvartett, sem kynna mun sinn
annan disk. Á laugardagskvöldinu
stígur fimm manna Hljómsveit Lay
Low síðan á svið og kynnir lög af
nýútkomnum diski ásamt eldra
efni.
Í Valaskjálf verður um helgina
sýnt forvarnarleikritið Hvað ef, en
sýningar verða sunnudaginn og
mánudaginn næstkomandi. Um er
að ræða leiksýningu þar sem not-
ast er við leik, söng, ljóð og tónlist
til fræðslu. Þar er á nýstárlegan og
skemmtilegan hátt farið yfir kaldar
staðreyndir varðandi neyslu vímu-
efna, einelti, sjálfsmorð og fleira.
Markmiðið er að sýna unglingum
fram á að þeir hafi val í lífinu.
Dagskrá um helgina
Tvennir tónleikar og leiksýning
í Sláturhúsinu á Egilsstöðum
Djass ADHD kvartettinn stígur á svið í Sláturhúsinu og leikur ný lög.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.