Morgunblaðið - 24.11.2011, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2011
Örráðstefna um sorgina og hvernig fólk getur unnið með
hana.
Fimmtudaginn 24. nóvember
kl. 16:30-18
Anna Rós Jóhannsdóttir, félagsráðgjafi, fjallar um
fjölskylduna og sorgina. Bryndís Einarsdóttir, sálfræðingur,
fjallar um streitu samfara áföllum og sorg. K. Hulda
Guðmundsdóttir greinir frá sinni reynslu við að missa maka
í blóma lífsins og séra Bernharður Guðmundsson fjallar um
sorg efri ára.
Krabbameinsfélagið
Svona er lífið
Sorgin í margbreytilegri mynd
Krabbameinsfélag Íslands
Skógarhlíð 8
105 Reykjavík
540 1900
www.krabb.is
krabb@krabb.is
Allir velkomnir.
Aðgangur ókeypis.
Sókn í sextíu ár • 1951-2011
Ljósin verða tendruð á Óslóartrénu
á Austurvelli fyrsta sunnudag í að-
ventu, sunnudaginn 27. nóvember
nk. milli kl. 16 og 17.
Sextíu ár eru liðin síðan íbúar
Óslóar færðu Reykvíkingum fyrsta
grenitréð að gjöf. Dagskráin verð-
ur fjölbreytt og hátíðleg. Gunnar
Halle, trompetleikari frá Noregi, er
sérstakur gestur og leikur hann
undir jólasöng Dómkirkjukórsins
kl. 16.
Toril Berge, formaður borg-
arstjórnarflokks Venstre í Osló,
mun afhenta borgarstjóra, Jóni
Gnarr og Reykvíkingum tréð og
verður það hin 8 ára gamla norsk-
íslenska Sara Lilja Ingólfsdóttir
Haug sem fær þann heiður að
tendra ljósin á trénu.
Góðir gestir munu einnig birtast
á sviðinu við Austurvöll. Leikarinn
Gunnar Eyjólfsson mun flytja
kvæði um Leppalúða, Gói og Þröst-
ur Leó mun flytja brot úr ævintýr-
inu um Eldfærin sem og úr Baunag-
rasinu.
Að lokum munu Stúfur, Glugga-
gægir og Hurðaskellir koma við en
þeir hafa laumað sér í bæinn til að
segja börnunum sögum og syngja
jólalög.
Óslóartréð var hoggið við Finne-
rud í Nordmarka 11. nóvember sl.
og er rúmlega 12 metra hátt.
Ljósin tendruð á Óslóartrénu á Austurvelli
Jól Óslóartréð í allri sinni dýrð.
Jólatónleikarnir „Hátíð í bæ“ verða
haldnir á Selfossi miðvikudaginn 7.
desember. Er þetta í fimmta sinn
sem þeir fara fram og verða að
vanda í íþróttahúsinu Iðu.
Kjartan Björnsson, skipuleggj-
andi tónleikanna, segir að mikið sé
lagt upp úr öflugum flytjendum,
jafnt úr heimahéraði sem á lands-
vísu. Meðal flytjenda er Strengja-
sveit barna úr Tónlistarskóla Ár-
nesinga og þríeykið Jóhanna
Ómarsdóttir, Karítas Davíðsdóttir
og Daníel Haukur Arnarson, allt
ungt og efnilegt söngfólk úr héraði.
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, kem-
ur fram líkt og frá upphafi, Pálmi
Gunnarsson, Maríanna Másdóttir,
kór Fjölbrautaskóla Suðurlands,
Gissur Páll Gissurarson ten-
órsöngvari og Jórukórinn.
Allar konur á Suðurlandi sem
fæddar eru á árinu 1941 fá endur-
gjaldslausan aðgang. Miðar eru
seldir á midi.is og á Rakarastofu
Björns og Kjartans á Selfossi.
Sungið Diddú hefur komið fram á öllum
jólatónleikunum á Selfossi.
Fjölbreytt atriði á
tónleikunum „Hátíð
í bæ“ á Selfossi
Íbúafundur um málefni fatlaðs
fólks í Garðabæ og á Álftanesi
verður haldinn í Sjálandsskóla á
morgun kl. 17-19, undir yfirskrift-
inni „Í sama liði“. Fundurinn er lið-
ur í vinnu við mótun stefnu í mál-
efnum fatlaðs fólks í
bæjarfélögunum.
Á fundinum verður m.a. unnið í
litlum hópum sem fjalla annars
vegar um þjónustu við fötluð börn
og hins vegar um málefni fullorðins
fatlaðs fólks. Í báðum tilfellum
verður varpað fram spurningum
um hverju megi breyta í þjónust-
unni eins og hún er skipulögð í dag.
Íbúafundur um mál-
efni fatlaðs fólks
Sorg og áföll hafa mikil áhrif á fólk
og hefur Krabbameinsfélagið
ákveðið að halda örráðstefnu í dag,
fimmtudag, kl. 16.30-18.00 til að
fjalla um sorgina í sinni marg-
breytilegu mynd.
Örráðstefnan verður haldin í
húsi Krabbameinsfélagsins, Skóg-
arhlíð 8. Þar mun Anna Rós Jó-
hannesdóttir, félagsráðgjafi á
Landspítalanum, fjalla um fjöl-
skylduna og sorgina. Bryndís Ein-
arsdóttir, sálfræðingur hjá Heilsu-
stöðinni, ræða streitu samfara
áföllum og sorg. K. Hulda Guð-
mundsdóttir mun greina frá
reynslu sinni við að missa maka í
blóma lífsins og séra Bernharður
Guðmundsson mun ræða sorg efri
ára. Örráðstefnan er öllum opin og
aðgangur er ókeypis.
Örráðstefna um
sorg og áföll
STUTT
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Sementsverksmiðjan á Akranesi
ætlar að hætta framleiðslu á sem-
enti í vor, til bráðabirgða. Staðan
verður metin eftir tvö ár en til
þess að forsendur skapist til að
hefja framleiðslu á nýjan leik
þyrfti salan að verða ríflega tvöfalt
meiri en hún er nú. Níu manns,
sérhæfðu og góðu starfsfólki, verð-
ur sagt upp störfum frá og með
næstu mánaðamótum vegna þessa.
Uppsagnirnar og fram-
leiðslustoppið var tilkynnt á starfs-
mannafundi í gærmorgun. Í til-
kynningu til fjölmiðla kom fram að
sement verður flutt inn frá norska
framleiðandanum Norcem AS sem
er einn eigenda Sementsverk-
smiðjunnar. Sementið verður flutt
til hafna á Akranesi og Akureyri.
Minnsta sala frá upphafi
Á þessu ári stefnir í að Sem-
entsverksmiðjan selji um 30.000
tonn sem samsvarar um þriggja
mánaða framleiðslu í verksmiðj-
unni. Þetta verður minnsta sala frá
því verksmiðjan var stofnuð fyrir
53 árum. Að jafnaði hefur salan
verið um 100.000 tonn en varð mun
meiri í svonefndu góðæri. „Mark-
aðsaðstæður eru svo erfiðar að það
er ógerningur að halda framleiðslu
áfram við óbreyttar aðstæður,“
sagði Gunnar H. Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Sementsverksmiðj-
unnar, í samtali við Morgunblaðið.
Full afköst verksmiðjunnar eru í
kringum 120-130.000 tonn en
Gunnar sagði að til þess að for-
sendur væru til að hefja fram-
leiðslu á ný þyrfti salan að vera á
bilinu 70-80.000 tonn. Að sögn
Gunnars nemur heildarsala sem-
ents hér á landi á þessu ári um
55.000 tonnum. „Jafnvel þótt við
værum með markaðinn allan sjálfir
væri ástandið samt svo slæmt að
við yrðum að grípa til aðgerða,“
sagði Gunnar.
Það væri sérstakt áhyggjuefni
að sementssala hefði enn minnkað
á þessu ári. „Þegar fyrirtækið var
endurfjármagnað í byrjun þessa
árs áttu menn von á að þetta ár
yrði svipað og í fyrra. En það hef-
ur ekki gengið eftir, salan hjá okk-
ur hefur minnkað um 25%,“ sagði
hann. Áætlanir hefðu gert ráð fyr-
ir að sementssala myndi aukast
hægt og rólega á næsta ári. „En
eins og útlitið er núna get ég ekki
séð nein teikn á lofti sem benda til
þess.“
Engin stórverkefni
Ládeyða í byggingaiðnaði, í
kjölfar gríðarlegra framkvæmda á
flestum sviðum, fer ekki bara illa
með Sementsverksmiðjuna; um 12-
15% atvinnuleysi er meðal iðn-
aðarmanna í byggingargeiranum
og margir hafa farið til útlanda til
vinnu.
„Við sjáum engin teikn á lofti
um að það séu einhver stórverk-
efni að fara í gang,“ sagði Finn-
björn A. Hermannsson, formaður
Samiðnar. Alls konar verkefni
væru að fara af stað sem tækju
„fimm eða tíu kalla“ en ekkert
stórt. Vinna við Búðarhálsvirkjun
væri reyndar í gangi en engin
ákvörðun hefði verið tekin um aðr-
ar virkjanir en virkjunarfram-
kvæmdum fylgdu aðrar stór-
framkvæmdir.
Finnbjörn sagði að íbúða-
markaður væri aðeins að taka við
sér en hann færi hægt af stað.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Akranes Verksmiðjan í gangi.
Stopp á sementið í bili
Sementsverksmiðjan á Akranesi hættir framleiðslu
Ætla að sjá til eftir tvö ár Þyrfti að selja 70-80.000 tonn
Sementssala Sementsverksmiðjunnar
í tonnum
160.000
140.000
120.000
100.000
80.000
60.000
40.000
20.000
0
2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010
10
0.
0
0
0 13
2.
0
0
0
14
1.
0
0
0
15
3.
0
0
0
11
8.
0
0
0
37
.0
0
0
38
.5
0
0
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Börn Harðar Bjarnasonar, arkitekts
Skálholtskirkju, hafa skotið útgáfu
framkvæmdaleyfis fyrir byggingu
Þorláksbúðar við hlið Skálholtskirkju
til úrskurðarnefndar skipulags- og
byggingarmála.
„Þessi niðurstaða er vonbrigði
fyrir nefndina,“ segir Nikulás Úlfar
Másson, forstöðumaður húsafriðun-
arnefndar, um þá niðurstöðu Katrín-
ar Jakobsdóttur, mennta- og menn-
ingarmálaráðherra, að synja tillögu
nefndarinnar um friðun Skálholts-
kirkju og Skálholtsskóla og næsta ná-
grennis og vísa málinu aftur til nefnd-
arinnar. Húsafriðunarnefnd mun
funda um stöðu mála á næsta fundi
nefndarinnar sem væntanlega verður
í byrjun desember.
Nikulás Úlfar veit ekki betur en
að afstaða húsafriðunarnefndar sé
óbreytt, hún hafi viljað friða mann-
virkin og talið að Þorláksbúð rýrði
gildi þeirra húsa sem fyrir eru. Húsa-
friðunarnefnd getur hafið vinnu við
friðun, samkvæmt almennum ákvæð-
um húsafriðunarlaga. Nikulás segir
að það ferli felist í því að gefa eig-
endum færi á að koma með skoðanir
sínar á friðun en vekur um leið at-
hygli því á að eigandi húsanna hafi
talað nokkuð skýrt. Vísar hann til af-
stöðu kirkjuráðs sem heimilaði bygg-
ingu Þorláksbúðar.
Geta stöðvað framkvæmdir
Börn Harðar Bjarnasonar, arki-
tekts Skálholtskirkju, hafa óskað eft-
ir því að úrskurðarnefnd skipulags-
og byggingarmála úrskurði um hvort
framkvæmdaleyfi vegna Þorláksbúð-
ar sé í samræmi við deiliskipulag og
hvort yfirleitt liggi fyrir deiliskipulag
sem heimili bygginguna. Hörður H.
Bjarnason, sonur Harðar, segir að
óskin sé sett fram til að fá úr því skor-
ið hvað sé rétt í þessu og máli og
tryggja að það sé í opnu og gagnsæju
ferli.
Lengi hefur verið til skoðunar að
endurgera þessa byggingu. Lögmað-
ur Þorláksbúðarfélagsins segir að
gerð sé grein fyrir tóft Þorláksbúðar
í deiliskipulagi frá 1996 og í grein-
argerð með skipulagstillögunni komi
fram að til skoðunar sé að endurgera
Þorláksbúð.
Úrskurðarnefndin mun óska eft-
ir gögnum frá byggingarnefnd upp-
sveita Árnessýslu áður en kveðinn
verður upp úrskurður. Nefndin hefur
heimild til að stöðva framkvæmdir til
bráðabirgða, óski kærandi þess.
Þorláksbúð kærð til
úrskurðarnefndar
Börn Harðar Bjarnasonar arkitekts vilja fá úr því skorið
hvort gert sé ráð fyrir byggingunni á deiliskipulagi
Þorláksbúð Tölvuteikning af væntanlegri Þorláksbúð í Skálholti. Vegg-
irnar hafa þegar verið hlaðnir og byrjað á timburgrindinni.