Morgunblaðið - 24.11.2011, Side 16

Morgunblaðið - 24.11.2011, Side 16
MARSVAGNINN CURIOSITY Heimild: NASA Teikning: Chris Inton NASA ætlar að skjóta á loft geimfari sem á að flytja geimvagninn Curiosity til Mars í því skyni að rannsaka hvort aðstæður á reikistjörnunni séu eða hafi verið heppilegar fyrir lífverur. Geimvagninn hefur einnig verið nefndur Mars Science Laboratory (MSL) og í honum eru fullkomustu rannsóknartæki sem þróuð hafa verið til rannsókna á Mars NÁKVÆM LENDING BURÐARFLAUG BÚNAÐUR CURIOSITY SAMANBURÐUR Á STÆRÐ Mastcam- mynda- vél REMS- armur SAM- op Hreyfi- armur APXS & MAHLI CheMin- op MARDI- myndavél RAD DAN Chemcam Skýtur innrauðum leysigeislum að bergi til að kanna efnasamsetningu þess Fallhlíf dregur úr hraðanum Vagninn fellur úr skel sem gegndi því hlutverki að verja hann á leiðinni Hitaskjöldur losnar af Lendingartæki og hjól færð út Varnarskel og krani Vagninn er undir krana sem slakar honum niður Kraninn flýgur burt Vagninn losnar af Geimfarinu verður skotið á loft á laugardag og gert er ráð fyrir að ferðin til Mars taki tæpa níu mánuði. Geim- vagninn á að lenda á svæði sem er aðeins 20 km að stærð, miklu minna en lendingar- svæði fyrri Marsvagna REMS - Veðurathugunartæki, mælir einnig útbláa geislun SAM - Sýnagreiningartæki til að greina lífræn efni og gas APXS - Röntgen-litrófsgreinir, mælir magn frumefna MAHLI - Myndavél, tekur smásjármyndir í lit af jarðvegi MARDI - Myndavél, tekur myndir á leiðinni niður RAD - Geislunarmælir, kannar skaðlega geimgeislun DAN- Á að mæla vetni eða ís og vatn á Mars Atlas V-541 Lengd: 58 m Heildarþyngd, með eldsneyti og geimfari: 531.000 kg Þyngd vagnsins: 850 kg Heildarþyngd geimfarsins á leiðinni með lendingarbúnaði: 3.400 kg HELSTU RANNSÓKNATÆKI LENDINGARSTAÐUR 180. lengdarbaugur MiðbaugurGale- gígur Terra Sirenum Terra Cimmeria Gígurinn er nefndur eftir Walter Frederick Gale, áströlskum bankamanni sem gerðist stjörnu- fræðingur (1865-1945) Mars Pathfinder (1997) Mars Exploration (2007-2010) Curiosity, MSL (2011) Áætlað er að vagninn lendi á Mars í ágúst á næsta ári Nýju könnunarfari bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA verður skotið á loft á laugardaginn kemur og gert er ráð fyrir því að það lendi á Mars í ágúst á næsta ári, eftir tæplega níu mánaða ferða- lag. Farið er mun stærra og búið fullkomnari rannsóknartækjum en geimför sem áður hafa verið send til Mars. Könnunarfarið heitir Curiosity (Forvitni), eða Mars Science Laboratory. Curiosity er geimvagn og meðal annars með tveggja metra langan hreyfiarm með áföst- um loftbor og ýmis tæki sem gera NASA kleift að rannsaka berg og jarðveg Mars með meiri nákvæmni en áður hefur þekkst. Í vagninum er t.a.m. rannsóknartæki, sem skýt- ur leysigeisla að bergi og kannar samsetningu efna sem gufa upp þegar geislinn lendir á berginu. Meginmarkmiðið er að kanna hvort aðstæður á Mars séu eða hafi verið heppilegar fyrir lífverur. „Þetta er draumavél geimvísinda- mannsins,“ hefur fréttaveitan AP eftir Ashwin Vasavada, sem vinnur á rannsóknarstofu NASA. „Curios- ity verður stærsta og flóknasta tæki sem nokkru sinni hefur verið komið fyrir á yfirborði annarrar plánetu,“ hefur AP eftir Doug McCuistion, sem stjórnar rann- sóknum NASA á Mars. Curiosity er um tvöfalt stærri en síðustu könnunarförin sem send voru til Mars, Spirit og Opportunity, og vegur um 850 kílógrömm. Áætlað er að leiðangurinn kosti um 2,5 milljarða dollara, sem svar- ar um 300 milljörðum króna. Fjallað er ítarlega um Curiosity og rannsóknir geimvagnsins í grein eftir Sævar Helga Bragason á Stjörnufræðivefnum, www.stjornufraedi.is. bogi@mbl.is „Draumavél geim- vísindamannsins“  Nýr geimvagn sendur til Mars 16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2011 Færeyingar veiða grindhval, eða marsvín, nálægt Þórshöfn í Færeyjum. Þar er löng hefð fyrir því að veiða grindhvali með því að reka þá á land. Til eru skrár yfir veiðarnar allt aftur til ársins 1584. Fylgt er nákvæmum reglum, meðal annars um hvernig skipta eigi aflanum milli sveitarfélaga. Reuters Grindhvalir reknir á land Aldagömul veiðihefð í Færeyjum Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Jose Manuel Barroso, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, kynnti í gær tillögur um að emb- ættismenn sambandsins fengju aukið vald til afskipta af fjármálum ríkja á evrusvæðinu. Framkvæmda- stjórnin vill að embættismennirnir fái vald til að krefjast breytinga á fjárlagafrumvörpum aðildarríkja og ákveða hvenær þau þurfi að lúta sér- stakri fjárhagslegri stjórn embættis- manna ESB, að sögn AFP. Framkvæmdastjórnin vill einnig að Evrópski seðlabankinn fái heim- ild til að gefa út ríkisskuldabréf fyrir evrusvæðið til að liðsinna aðildar- ríkjum í vanda. Ríkisstjórn Þýska- lands hafði áður lagst gegn þeirri til- lögu og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, áréttaði þá afstöðu í gær. „Þetta gengur ekki,“ sagði hún og kvað það „mikið áhyggjuefni“ og „ekki við hæfi“ að framkvæmda- stjórnin héldi tillögunni til streitu. Þjóðverjar vilja ganga lengra Þjóðverjar eru andvígir útgáfu slíkra skuldabréfa af ótta við að þeir sitji að lokum uppi með reikninginn. Þeir vilja raunar ganga lengra í fjár- hagslega eftirlitinu með skuldugum ríkjum og að Evrópudómstóllinn fái vald til að refsa þeim sem brjóta reglur myntbandalagsins. Barroso sagði að fylgja þyrfti út- gáfu skuldabréfanna eftir með því að heimila embættismönnum ESB að senda eftirlitsmenn í fjármálaráðu- neyti ríkja á evrusvæðinu og krefjast breytinga á fjárlagafrumvörpum sem þeir telja geta ógnað fjárhags- legum stöðugleika á svæðinu. Olli Rehn, sem fer með málefni evrunnar í framkvæmdastjórninni, sagði að embættismenn ESB myndu fá íhlutunarvaldið þegar fram- kvæmdastjórnin og Evrópski seðla- bankinn kæmust að þeirri niður- stöðu að fjárhagslegum stöðugleika á evrusvæðinu væri stefnt í hættu. Þegar hann var beðinn um að lýsa forsendunum fyrir slíkri niðurstöðu sagði hann að framkvæmdastjórnin gæti ekki séð fyrir allar aðstæður sem kynnu að koma upp og kalla á slíka íhlutun í fjármál aðildarríkja. Vill að ESB fái aukið vald til íhlutunar  Lagt til að ESB geti krafist breytinga á fjárlagafrumvörpum Reuters Skuldavandi Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, kynnir tillögur hennar á blaðamannafundi í Brussel í gær. Vill aukinn samruna » Angela Merkel vill að skuldavandi evruríkja verði leystur með breytingum á sáttmálum Evrópusambands- ins og auknum pólitískum samruna. » Þýska stjórnin segir að sameiginleg skuldabréf leysi ekki skuldavanda evrulanda og minnki þrýstinginn á skuld- ug ríki, þannig að þau verði tregari til að taka sjálf á skuldavanda sínum. Tekist hefur að ná sambandi við ómannað geimfar sem Rússar ætl- uðu að senda til annars af tunglum Mars en er enn fast á sporbraut um jörðu. Ratsjárstöð á vegum evrópsku geimferðastofnunar- innar, ESA, í Ástralíu hefur náð út- varpsmerkjum frá Fóbos-Grunt- geimfarinu, sem skotið var á loft 8. nóvember. ESA segir að unnið sé með Rússum að því að meta hvernig best sé að viðhalda fjarskipta- sambandinu. Geimfarið á að fara á braut um Mars og senda lítinn kanna til tunglsins Fóbos til að safna sýn- um og flytja þau til jarðar. Náðu sambandi við geimfarið EVRÓPSKT GEIMFAR FAST Á BRAUT UM JÖRÐU Fóbos-Grunt fyrir geimskotið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.