Morgunblaðið - 24.11.2011, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2011
Á núverandi lög-
gjafarþingi verður
lagt fram frumvarp
til laga um breyt-
ingar á skráningu
trúfélaga þar sem
samkvæmt fyrirliggj-
andi drögum verður
m.a. heimiluð skrán-
ing svonefndra lífs-
skoðunarfélaga til
jafns við trúfélög að uppfylltum
vissum skilyrðum. Þessi breyting
er fyrir löngu orðin tímabær og
ber að fagna henni. Engu að síður
er ástæða til að gera athugasemd
við það hvernig lífsskoðunarfélög
eru skilgreind og aðgreind frá trú-
félögum í drögum frumvarpsins.
Öll skráð trúfélög hér á landi
eiga það sameiginlegt að (1)
byggja á siðferði og lífsskoðunum,
(2) tengja megi þau við þekkt hug-
myndakerfi í heimspeki og sið-
fræði, (3) miða starfsemi sína við
siðferðisgildi og mannrækt, (4)
eiga sér sögulegar eða menning-
arlegar rætur, (5) fjalla um sið-
fræði og þekkingarfræði með
ákveðnum og skilgreindum hætti,
(6) bjóða upp á tilteknar fé-
lagslegar athafnir og (7) vera lífs-
skoðunarfélög.
Ekkert af þessu getur talist sér-
kenni þeirra lífsskoðunarfélaga
sem kjósa að skilgreina sig út frá
hvers kyns trú og trúarsetningum
á forsendum þröngrar túlkunar á
trúarhugtakinu. Þrátt fyrir þetta
er það að sjálfsögðu fullur réttur
lífsskoðunarfélaga sem það kjósa
að aðgreina sig frá hvers kyns trú
í þrengri skilningi þess hugtaks.
Í trúarbragðafræðum er það al-
gengt sjónarmið að flokka skuli
hvers kyns skipulagðar hreyf-
ingar sem trúarlegar sem taka af-
stöðu til trúarlegra viðfangsefna á
borð við tilvist Guðs og hand-
anveruleika og tilgang lífsins. Í
þessu sambandi skiptir ekki máli
hvort sú afstaða er jákvæð, nei-
kvæð eða í formi efahyggju, að-
eins ef viðkomandi hreyfingar
taka einhvers konar afstöðu til
þessara viðfangsefna teljast þær
sjálfkrafa trúarlegar enda grund-
vallist afstaðan á forsendum sem
hvorki verða sannaðar né afsann-
aðar með aðferðum raunvísinda.
Af þeim sökum eru samtök guð-
leysingja á borð við siðræna húm-
anista flokkuð sem trúarleg í
fræðibókum á borð við Encyclo-
pedia of American Religions eftir
bandaríska trúarbragðafræðing-
inn J.G. Melton en ritverk hans
um þessi efni hafa verið kennd í
áraraðir í trúarbragðafræðum við
guðfræði- og trúarbragða-
fræðideild HÍ. Þess eru líka dæmi
að slík félög guðleysingja skil-
greini sig sem trúarleg og hafi
notið þeirra réttinda sem því
fylgja í einstökum ríkjum Banda-
ríkjanna.
Trúarbragðafræðingar eru þó
ekki á einu máli um það hvernig
skilgreina beri trúarhugtakið og
er sömu sögu að segja af fjölda
hreyfinga sem kenndar hafa verið
við trúarbrögð í trúarbragðafræð-
um. Þannig eru menn ekki á einu
máli hvort t.d. búddismi, hindú-
ismi, jógahreyfingar eða jafnvel
sjálfur kristindómurinn séu trúar-
brögð. Nauðsynlegt er að lög um
skráningu trúfélaga og lífsskoð-
unarfélaga taki mið af þessum
mismunandi sjálfsskilningi skipu-
lagðra hreyfinga sem sækjast eft-
ir skráningu hér á landi og þeim
réttindum sem því fylgja.
Siðmennt hefur a.m.k. tvisvar
sótt um skráningu hjá ríkisvald-
inu til að öðlast jafna stöðu við
skráð trúfélög hér á landi en verið
hafnað í bæði skiptin á þeirri for-
sendu að ekkert í landslögum
heimili slíka skráningu lífsskoð-
unarfélaga yfirlýstra trúleysingja.
Auðvelt er að sýna fram á út frá
forsendum trúarbragðafræða að
Siðmennt geti flokkast sem trú-
félag enda hefur hugmyndafræði
þess félags, siðrænn húmanismi,
bæði sögulegar og menningar-
legar rætur meðal trúarbragða
mannkyns (sbr. t.d. Melton). Ekk-
ert í núverandi lögum um skrán-
ingu trúfélaga ætti heldur að
standa í vegi fyrir því að Siðmennt
geti hlotið skráningu sem trú-
félag. Það er aðeins í greinargerð
með lagafrumvarpi núverandi
laga sem finna má athugasemd
þess efnis að skilgreining hug-
taksins trúfélag rúmi ekki lífs-
skoðunarfélög sem boði trúleysi.
Engu að síður eru fordæmi fyrir
því að félög sem boði trúleysi í
einni eða annarri mynd, einkum
búddísk, hafi fengið skráningu á
þeirri forsendu að þau leggi að
mati ýmissa trúarbragðafræðinga
stund á átrúnað eða trú sem
tengja megi við trúarbrögð mann-
kyns sem eigi sér sögulegar eða
menningarlegar rætur. Enda þótt
það ætti að vera hægðarleikur að
veita Siðmennt skráningu trú-
félags hér á landi er sjálfsagður
hlutur að taka tillit til sjálfsskiln-
ings þess félags að það sé aðeins
lífsskoðunarfélag aðgreint frá öllu
sem það skilgreinir sem trú.
Þar sem aðgreiningin milli trú-
félaga og lífsskoðunarfélaga í
drögum þess lagafrumvarps sem
nú hefur verið kynnt er gölluð er
ástæða til að mæla með eftirfar-
andi breytingu þar sem 1. mgr. 3.
gr. núverandi laga hefur verið
sameinuð viðbót draganna: „Skil-
yrði fyrir skráningu trúfélags eða
lífsskoðunarfélags er að um sé að
ræða félag sem byggir á siðferði
og lífsskoðunum sem taki skil-
greinda afstöðu til trúar og trúar-
setninga. Þá er það jafnframt skil-
yrði fyrir skráningu að um sé að
ræða félag sem miðar starfsemi
sína við siðferðisgildi og mann-
rækt, á sér sögulegar eða menn-
ingarlegar rætur í trúarbrögðum
mannkyns eða öðru heimspekilegu
hugmyndakerfi og fjallar um sið-
fræði og þekkingarfræði með
ákveðnum og skilgreindum hætti.
Það er ennfremur skilyrði að fé-
lagið bjóði upp á tilteknar fé-
lagslegar athafnir á borð við út-
farir, giftingar, nafngjafir og
fermingar.“
Eftir Bjarna Rand-
ver Sigurvinsson og
Pétur Pétursson
» Ástæða er til að
gera athugasemd
við það hvernig lífs-
skoðunarfélög eru skil-
greind og aðgreind frá
trúfélögum í drögum
frumvarps til laga.
Bjarni Randver
Sigurvinsson
Bjarni Randver er stundakennari við
HÍ og Pétur er prófessor við HÍ.
Pétur
Pétursson
Um trúfélög og lífsskoðunarfélög
Í nokkur ár hafa bændur verið
duglegir við að viðhalda áróðri um
svokallað „fæðuöryggi lands-
manna“. Upp á síðkastið hafa þeir
verið súper duglegir við að moka
áróðrinum yfir okkur landsmenn og
það beint inn um póstlúgurnar og
boðið upp á ókeypis áróður í formi
bændablaðs. (Hver skyldi annars
borga brúsann? Kannski þú?) Nú
hafa þeir fært út kvíarnar því nú
heitir fæðuöryggi landsmanna ekki
lengur þessu nafni en
er nú orðið að „fæðu-
öryggi alls heimsins“.
Þeir hafa alveg rosa-
legar „áhyggjur“ af
fæðuskorti þessara 7
milljarða íbúa jarð-
arinnar. Nú verði þeir
bara að gjöra svo vel að
bretta upp ermarnar,
gera skyldu sína við
Guð og menn og auka
framleiðsluna, þó eink-
um á rollukjöti, svo all-
ir fái nóg að borða úti í
hinum stóra heimi. Þvílík hræsni!
Þetta snýst auðvitað ekkert um
fæðuöryggi jarðarbúa heldur bara
þeirra eigin græðgi. Hvað þeir geti
grætt á þessu og ekkert annað.
Lítum á skrif ráðherrans Jóns
Bjarnasonar í Mbl. 22.11. sl. Þar
kemur fram að ekki sé gott að
rassakastast með matinn heims-
horna á milli því það auki svo
brennslu jarðefna. Alveg rétt hjá
honum. En í niðurlagi greinarinnar
kemur fram að íslenskir bændur
skuli um fram allt, efla útflutning,
sem þýðir að sjálfsögðu aukna
brennslu á jarðefnum þegar þeir
flytja sínar afurðir heimshorna á
milli, eða hvað?
Hann harmar í sömu grein gíf-
urlegt magn kornmetis og sykurs
sem fer í framleiðslu eldsneytis úti í
hinum spillta heimi en fagnar til-
hugsuninni um að íslenskir bændur
geti framleitt, innan tíðar, sitt eigið
eldsneyti úr gróðri jarðar. Hver er
munurinn?
Hann hefur áhyggjur af vatns-
skorti í framtíðinni. Ég bendi nú
bara á allt regnvatnið sem ætlar allt
lifandi að drepa. Er ekki hægt að
beisla það og eima? Og sjóinn, er
ekki hægt að eima hann líka og nýta
til ræktunar og jafnvel manneldis?
Hann gortar af miklu landrými á
Íslandi til að rækta á. Víst er það
satt en – 75% af því eru eyðimörk,
jöklar, sandar og vötn. Þó er lang-
stærstur hluti þess, eða um 50%,
manngerð eyðimörk. Hann nefnir
ekki einu orði hvar hann ætlar að
láta nýta jörðina. Því spyr ég, á að
halda áfram að nauðga þessum gat-
slitna gróðri sem eftir er, eða er
hann með eitthvað á prjónunum í
sambandi við mikla aukningu á upp-
græðslu eyðimerk-
urinnar? Eða finnst
honum eins og bónd-
anum fyrir austan
fjall; „að nóg sé af
þessu græna úti um
allt“?
Eins og fram hefur
komið hefur ráð-
herrann miklar
áhyggjur af mat-
arskorti heimsbyggð-
arinnar. Ég segi aftur
á móti; það er til nógur
matur nú þegar, honum er bara mis-
skipt. Og hafi bændur virkilega al-
vöru áhyggjur af þessum sveltandi
sálum ættu þeir bara að senda bein-
greiðslurnar til þeirra svo þeir geti
keypt sér mat.
Alla daga ársins er ógrynni af mat
komið fyrir kattarnef þó svo að vitað
sé um hungraðar manneskjur um
allan heim. Það er til nógur matur
fyrir alla. Það er því kolrangt hjá
ráðherranum að okkur beri skylda
til að ofnýta hér jarðargróður til að
brauðfæða allan heiminn. Það eru til
margir aðrir staðir í veröldinni sem
eru betur til þess fallnir vegna þess
að þar er bæði góður jarðvegur,
mikill gróður, vatn og hlýindi til að
framleiða mat. Það er líka mesti
misskilningur í því að rollukjöt sé
eini maturinn sem við getum fram-
leitt því það er miklu hentugra og
hollara að framleiða grænmeti til
manneldis, auk þess sem það kemur
ekki niður á gróðri landsins. Og ef
fiskur nægir ekki og menn vilja
endilega kjöt, þá er miklu skyn-
samlegra að framleiða nauta-, kjúk-
linga- eða svínakjöt, þar sem sú
framleiðsla kemur ekkert niður á
óbyggðum landsins. Ég mæli alla
vega með miklum samdrætti í rollu-
kjötsframleiðslu. Alveg nóg að fram-
leiða það sem landinn vill éta og
ekkert fram yfir það. Og muna að
hafa me me í beitarhólfum.
Eftir Margréti Jónsdóttur
Margrét Jónsdóttir
» Svar við grein ráð-
herrans Jóns
Bjarnasonar í Mbl.
22.11. 2011.
Höfundur er eftirlaunaþegi.
Fæðuöryggi er það, heillin
Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum.
Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda
og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins.
Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna
starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna við-
burði, svo sem fundi og ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein“, valinn úr felliglugganum. Ekki
er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem send-
ar eru á aðra miðla eru ekki birtar.
Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið,
en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá
notandasvæðið virkt.
Móttaka aðsendra greina
Jólin
2011
?
Jólablað Morgunblaðsins
kemur út næsta laugardag
Að vanda er það stórglæsilegt, 128 bls. og
stútfullt af skemmtilegu efni, m.a. uppskriftir,
föndur, jólasiðir, jólaundirbúningur með
börnunum og margt margt fleira.
Ert þú búin að tryggja þér áskrift?
Sími: 569 1122, netfang: askrift@mbl.is