Morgunblaðið - 24.11.2011, Side 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2011
Í grein hér í blaðinu
laugardaginn 20. nóv-
ember svarar séra Þór-
hallur Heimisson mér
á ská hvað varðar af-
drif okkar þegar veg-
ferð okkar hér lýkur,
enda flókið mál. Hins
vegar, þá setti að mér
nokkurn hroll við lest-
ur upphaflegrar grein-
ar hans í blaðinu 7.
nóvember, en þar segir hann „að frá
Cluny-klaustrinu kom ein stærsta
siðbótarhreyfing miðaldanna, áður
en alda siðbreytingarinnar reið yf-
ir“. Það er og.
Það skýtur nokkuð skökku við að
hreyra það frá fulltrúa helstu kirkju
mótmælenda í Norður-Evrópu að
mikil siðbót hafi orðið út frá Cluny-
klaustrinu á miðöldum, en jafnframt
að mótmælendahreyfingin hafi leitt
af sér siðbreytingu. Að vísu var
breytingin hér á landi í formi hall-
arbyltingar, þegar kristnir mótmæl-
endur gerðu Jón Arason biskup og
syni hans, kristna kaþólska, höfðinu
styttri og hirtu eigur kirkjunnar.
Þannig var því ekki varið í Norður-
Evrópu. Þar varð kúvending til betri
vegar, alltént fyrir mig sem mót-
mælanda og kallaðist kúvendingin
„refomering“, endurmótun. Það var
á engan hátt líkt og þegar við skipt-
um frá vinstri akreinarakstri yfir á
hægri.
Lítum ögn nánar á þessa miklu
siðbót í kjölfar áhrifa frá Cluny-
klaustrinu. Hjátrú var mikil á þess-
um tíma og kirkjunni í mun að stýra
fjöldanum, enda miklar væringar í
páfagarði, spilling og valdabarátta.
Helvítiskenningin hefur reynst
kirkjunni óbrigðult stjórntæki gegn-
um tíðina, og á dögum Cluny-
munkanna var það
stjórntæki nýtt til fulls
gegn sauðsvörtum al-
múganum í því að
menn gætu snúið sér í
auknum mæli til kirkj-
unnar, þ.e. þeirrar kaþ-
ólsku, og stuðlað að
andlegri velferð horf-
inna vina og vanda-
manna með fyr-
irbænum. Var áhersla
lögð á flýtimeðferð
gegnum hreinsunareld-
inn, árum og and-
skotum öllum til mikillar raunar.
Þessi mikla siðbót fólst sem sé í
því að knýja lýðinn undir stjórn eða
aga kirkjunnar með hugmyndafræð-
ina um sálarheill nákominna í
hreinsunareldinum að vopni. Út frá
þessum tíma átti sér stað mikið um-
rót í Evrópu, klaustrum fjölgaði ört,
en frá þeim verður það ekki tekið að
þar stunduðu menn hin ýmsu fræði
og ráku skóla, og upp úr þessum
suðupotti spruttu krossferðirnar. Þá
hafi menn hugfast að þeir sem sættu
sig ekki við járnaga kirkjunnar á
þessum tíma og viðurkenndu ekki
ægivald hennar en byggðu heldur
mál sitt á grundvelli Biblíunnar
einnar, voru taldir réttdræpir og
hundeltir. Taldi kirkjan sér fært í
skjóli hinnar svokölluðu miklu sið-
bótar og stuðnings sauðsvarts al-
múgans að rétta kirfilega yfir trú-
villingum, en kirkjan úthrópaði þá
sem réttdræpari en landráðamenn.
Hófst þar ferli Rannsóknarréttarins
í nafni kirkjunnar, sem stóð í ein-
hverjar aldir.
Siðbreytingin, svo nefnd, kom
sem andsvar við yfirgangi kirkj-
unnar og kúgun gagnvart almenn-
ingi, sem endaði með stofnun mót-
mælendakirkjunnar í anda Marteins
Lúters, sem kallaði á siðbót, ekki
siðbreytingu, en forsendur þeirrar
siðbótar voru:
1. Ritningin ein (sola scriptura).
Burt með hefðina og mannasetn-
ingar.
2. Trúin ein (sola fide). Hver mað-
ur er prestur. Hinn réttláti lifir fyrir
trú.
3. Kristur einn (solus Christus).
Frelsun mannins fæst fyrir fórn-
ardauða
Krists. Kirkjan frelsar ekki.
4. Andkristur (Antichristus). Guð
einn fyrirgefur syndir. Það kerfi
sem setur sig á stall með Kristi en er
um leið rotið inn að beini uppfyllir
lýsingu Biblíunnar á andkristi. Af-
staða Lúters hvað andkrist varðaði
harðnaði eftir því sem hann eltist.
Það skýtur því nokkuð skökku við,
að lútersk-evangelíska kirkjan, arf-
taki siðbótarinnar, skuli gera jafn
lítið úr vægi siðbótarfrömuðanna og
raun ber vitni, en leggja þess í stað
slíka áherslu á siðbót með áherslu á
líðan horfinna vina og vandamanna í
skugga hugmyndafræði kaþólsku
kirkjunnar. Lútersk-evangelíska
kirkjan á í reynd ekki að vera í
nokkrum einasta vafa um að horfnir
ástvinir séu nú í sæluríkisfaðmi
Guðs, víðs fjarri sorg og sút, þ.e. ef
hún tekur mark á eigin kenningu um
lífið og dauðann, en það helst leitast
menn við að sanna sem þegar leikur
einhver vafi á. Hins vegar, þá er
virðingarvert að minnast horfinna
ástvina og þakka samverustundir
með þeim. Það gengur ekki fyrir
kirkjuna að viðahafa svo tilgreinda
fyrirbænaguðsþjónustu fyrir þeim
sem horfnir eru, heldur ætti hún
þess í stað að halda minningarguð-
sþjónustur vegna þeirra sem lokið
hafa vegferð hér.“
Fyrirbænir, gerist
þeirra þörf?
Eftir Ómar
Torfason
»Kirkjan á ekki að
vera í nokkrum vafa
um að horfnir ástvinir
séu nú í sælufaðmi
Guðs, þ.e. ef hún tekur
mark á eigin kenningu
um lífið og dauðann.
Ómar Torfason
Höfundur er sjúkraþjálfari.
Lífið gerist í núinu.
En allt of oft látum við
núið renna úr greipum
okkar með því að hraða
okkur fram hjá mik-
ilvægum augnablikum í
dag og eyða dýr-
mætum sekúndum lífs
okkar í áhyggjur af
framtíðinni eða vanga-
veltur um fortíðina. Við
gefum okkur lítinn
tíma til að stunda íhugun og koma
kyrrð á hugann. Núvitund er ástand
þar sem við höfum athygli í núinu á
opinn og virkan hátt. Núvitund þýðir
að maður er með hugsunum sínum
eins og þær eru, án þess að grípa
þær eða ýta þeim burt. Í stað þess að
láta lífið líða hjá án þess að lifa því,
vaknar maður til meðvitundar og
upplifir það á virkan hátt.
Hér fyrir neðan eru tíu góð ráð til
að þjálfa núvitundina:
1. Gerðu einn hlut í einu, í stað þess
að vinna í mörgum hlutum sam-
tímis. Þegar þú ert að vökva
blómin, einbeittu þér þá að því.
Þegar þú ert í sturtu, vertu þá
bara þar. Ekki reyna að sinna
öðrum verkefnum samtímis á
meðan þú ert í símanum eða úti að
keyra.
2. Gerðu hlutina hægt og af ráðnum
hug. Gefðu þér tíma, gerðu hlut-
ina af ásetningi og einblíndu á
það sem þú ert að gera.
3. Gerðu minna. Hægt er að gera
hlutina betur og af meiri athygli
ef maður gerir minna. Með því að
fylla daginn af verkefnum verður
maður á þeytingi við
að komast úr einu
verkefni og yfir í það
næsta. Til að geta
gert minna er mik-
ilvægt að forgangs-
raða og sleppa því
sem er ekki mik-
ilvægt.
4. Hafðu bil á milli
verkefna. Þetta gef-
ur þér meiri ró og
skapar einnig rými
ef verkefni taka
lengri tíma en áætlað var.
5. Verðu a.m.k. 5 mínútum á dag í að
gera ekki neitt. Sittu í kyrrð og
vertu meðvitaður um hugsanir
þínar. Einblíndu á andardráttinn.
Taktu eftir því sem er að gerast í
kringum þig. Láttu þér líða vel
með þögnina og kyrrðina. Þetta
mun taka aðeins 5 mínútur.
6. Hafðu ekki áhyggjur af framtíð-
inni – einblíndu á núið. Við erum
oft það upptekin af framtíðinni að
við gleymum að upplifa, hvað þá
heldur njóta þess sem er að ger-
ast hér og nú. Vertu meðvitaðri
um eigin hugsanir og lærðu að
taka eftir því þegar þú ert með
áhyggjur af framtíðinni. Njóttu
líðandi stundar.
7. Vertu á staðnum þegar þú talar
við fólk. Hversu mörg okkar hafa
varið tíma með fólki en hugsað á
sama tíma um eitthvað allt annað,
eins og hvað við ætlum að segja
næst eða hvað við ætlum að gera
seinna þennan dag? Hlustaðu af
athygli og njóttu þess virkilega að
njóta tíma þíns með viðkomandi.
8. Borðaðu hægt og gæddu þér á
matnum. Stundum hámum við í
okkur mat án þess að finna bragð-
ið. Gott er að gefa sér tíma til að
njóta hvers einasta bita og ná sem
mestu út úr matnum. Það
skemmtilega er að þannig borðum
við líka minna auk þess sem við
meltum matinn betur.
9. Lifðu hægt og gæddu þér á lífinu.
Láttu fara vel um þig í því sem þú
ert að gera á núlíðandi stundu, t.d.
í heita pottinum, í fjallgöngu eða
þegar hlustað er á tónlist. Hægðu
á þér og gæddu þér á hverju ein-
asta augnabliki. Notaðu skynfær-
in og vaknaðu til meðvitundar um
heiminn í kringum þig.
10. Gerðu hversdagsleg verkefni að
hugleiðslu. Við upplifum hvers-
dagsleg verkefni eins og þrif eða
eldamennska oft sem strit en bæði
verkefnin eru í raun frábærar leiðir
til að stunda núvitund. Einbeittu þér
að verkefninu, beindu athyglinni að
því, og framkvæmdu það hægt.
Hægt er að vera gjörhugull á hvaða
stundu sem er með því að veita því
sem er að gerast hér og nú athygli.
Hugsaðu um þig sem eilíft, þögult
vitni, og taktu eftir augnablikinu.
Hvað heyrirðu? Hvað sérðu? Hvaða
lykt finnurðu? Það skiptir ekki máli
hvernig tilfinningin er – þægileg eða
óþægileg, slæm eða góð – þú skoðar
hana einfaldlega af því að þetta snýst
um núið. Haltu áfram að æfa þig því
æfingin skapar meistarann í þessu
eins og svo mörgu öðru.
Að lifa í núinu –
10 góð ráð
Eftir Ingrid
Kuhlman
» Lífið gerist í núinu.
En allt of oft látum
við núið renna úr greip-
um okkar með því að
hraða okkur fram hjá
mikilvægum augnablik-
um.
Ingrid Kuhlman
Höfundur er framkvæmdastjóri
Þekkingarmiðlunar.
Mikið hefur verið
rætt um þau áform
kínverska auðmanns-
ins Huangs Nubos að
kaupa jörðina Gríms-
staði á Fjöllum, sem
er ein landmesta bú-
jörð landsins. Sýnist
sitt hverjum. Sumir
fagna áhuga Nubos,
sem er með risavaxn-
ar hugmyndir um
uppbyggingu ferða-
þjónustu á jörðinni, en aðrir
gjalda varhug við því að erlendir
auðmenn eignist íslenskar nátt-
úruperlur og geti hugsanlega í
framtíðinni takmarkað aðgengi al-
mennings að eigin landi.
Ég hef engar forsendur til að
ætla annað en að Nubo gangi gott
eitt til og hann sjái viðskiptatæki-
færi í því sem mörgum finnst að-
eins vera örfoka eyðimörk. Ekki
má heldur gleyma að hann hefur
lýst yfir því að hann afsali sér öll-
um vatnsréttindum, öðrum en
þeim sem hann þarf til þess að
starfrækja ferðaþjónustuna, og
þeim auðlindum sem kunna að
finnast í jörðu innan landareign-
arinnar. Þrátt fyrir það er eðlilegt
að stjórnvöld gefi sér góðan tíma
til þess að marka stefnuna í mál-
um sem þessum til framtíðar og
svari þeirri spurningu hvort rétt
sé að erlendir ríkisborgarar geti í
krafti auðmagns keypt upp stóra
hluta landsins.
Í þessu sambandi er vert að
leiða hugann að öðru en þó ekki
óskyldu máli. Á árunum fyrir efna-
hagshrunið fór fram skipuleg söfn-
un íslenskra auðmanna á jörðum
þar sem laxveiðileyfi voru meðal
hlunninda. Þeir stórtækustu sönk-
uðu að sér tugum jarða í þessu
skyni. Erlendir ríkisborgarar létu
heldur ekki sitt eftir liggja og
frægasta dæmið er sennilega kaup
svissnesks auðkýfings á öllum bú-
jörðum og eyðibýlum í Mýrdal og
þar með að veiðirétti í Heiðarvatni
og Vatnsá sem er gjöful á sjóbirt-
ing og lax. Í kjölfar þessara kaupa
var Heiðarvatni lokað fyrir ís-
lenskum almenningi og aðgengi að
Vatnsá takmarkað verulega. Nú er
reyndar farið að selja veiðileyfi í
Heiðarvatn á nýjan leik og í
Vatnsá geta menn veitt, greiði
þeir uppsett verð.
Eftir hrun stóðu stangaveiði-
félög og aðrir veiðileyfasalar
frammi fyrir því að vera með
samninga, sem bundnir voru vísi-
tölu, og kaupendahóp sem segja
má að hafi verið hruninn. Á þessu
var í flestum tilvikum tekið með
samkomulagi leigutaka og landeig-
enda um frystingu vísitöluhækk-
ana um skeið. Nú virðast vera
breyttir tímar og um það vitna ný-
leg útboð og tilboð í laxveiðiár
eins og Laxá á Ásum og Þverá og
Kjarará. Í báðum tilvikum er um
gríðarlegar hækkanir á leigugjöld-
um að ræða. Fram hefur komið að
verð veiðileyfa fyrir eina stöng í
þrjá daga í Laxá á Ásum næsta
sumar verði um 1,4 m.kr. sem sagt
er vera 75% hækkun
milli ára. Hæstu til-
boðin í Þverá og
Kjarará voru upp á
tæpar 112 m.kr. en að
teknu tilliti til kostn-
aðar við netaupptöku í
Hvítá og annars
kostnaðar, auk þess
sem vísitalan fór í
gang um leið og til-
boðin voru opnuð, má
búast við því að leigu-
upphæðin slagi hátt í
130 m.kr. þegar nýir
leigutakar taka við ánni sumarið
2013. Það er því ekki nema von að
aðrir veiðiréttareigendur hugsi
gott til glóðarinnar næst þegar
samið verður um aðrar af betri
laxveiðiám landsins. Núverandi
leigusamningar um tvær aðrar
Borgarfjarðarár, Norðurá og
Grímsá, renna út eftir næsta sum-
ar og viðmiðið í nýjum samningum
verður sennilega sprengitilboðið í
Þverá og Kjarará.
Á þetta er minnst hér til að
hvetja íslenska stangaveiðimenn til
að standa saman um að taka ekki
þátt í þeirri helstefnu sem nú virð-
ist eiga að marka. Íslenskir
stangaveiðimenn, sem áhuga hafa
á laxveiði, eru á góðri leið með að
verða landlausir í eigin landi. Þeir
hafa ekki efni á að borga 3.000
evrur (um 480 þús. ISK) fyrir
stangardaginn á besta tíma og
ekki einu sinni 1.000-1.500 evrur
fyrir daginn á jaðartímum. Stjórn-
völd mættu leiða hugann að þess-
ari þróun, þ.e.a.s. ef þau hafa
virkilegar áhyggjur af því að verið
sé að takmarka aðgengi Íslendinga
að náttúruperlum landsins.
Næstkomandi laugardag verður
aðalfundur Stangaveiðifélags
Reykjavíkur, öflugasta og stærsta
stangaveiðifélags landsins með um
4.000 félagsmenn, haldinn á Grand
Hótel Reykjavík. Það er besti
vettvangur félagsmanna til að
ræða málin og hafa áhrif á stefnu-
mörkunina. Ég hvet félagsmenn til
að mæta á aðalfundinn og koma
skoðunum sínum á framfæri.
Með veiðikveðju.
Eftir Eirík Stefán
Eiríksson
Eiríkur Stefán
Eiríksson
» Íslenskir stanga-
veiðimenn, sem
áhuga hafa á laxveiði,
eru á góðri leið með að
verða landlausir í eigin
landi.
Höfundur er blaðamaður og er höf-
undur Stangaveiðihandbókanna.
Landlausir,
íslenskir
stangaveiðimenn
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is
Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala
Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja
eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5, 105 Rvk
533 4200
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali