Morgunblaðið - 24.11.2011, Page 23
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ANNA EINARSDÓTTIR,
Hæðargarði 29,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn
21. nóvember.
Hendrik Skúlason, Íris Sigurjónsdóttir,
Þórður Skúlason, Elín Agnarsdóttir,
Davíð Davíðsson, Embla Valberg,
Einar Davíðsson, Helga Alfreðsdóttir,
Jóhannes Davíðsson, Helga Jóhannesdóttir,
Ragnar Davíðsson, Ingibjörg Vilhjálmsdóttir,
Jón Halldór Davíðsson, Petrea Tómasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR,
Bláskógum 12,
lést á Skógarbæ föstudaginn 18. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Seljakirkju
föstudaginn 25. nóvember kl. 15.00.
Ólafur S. Ottósson, Steinunn Árnadóttir,
Jóakim S. Ottósson,
Helga Ottósdóttir, Gunnar Dagbjartsson,
barnabörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2011
✝ Árni Magn-ússon fæddist í
Reykjavík 25. des-
ember 1937. Hann
lést á heimili sínu á
Seltjarnarnesi 17.
nóvember 2011.
Foreldrar Árna
voru Magnús Guð-
mundsson, sjómað-
ur frá Melum, Ár-
neshreppi á
Ströndum, f. 1910,
d. 1984, og Þórdís Árnadóttir,
húsfreyja frá Þverhamri í
Breiðdal, f. 1912, d. 1998. Árni
var elstur þriggja systkina. Þau
eru Jensína Guðrún, f. 1942, og
Hersteinn, f. 1946, d. 1985.
Eiginkona Árna frá 16. októ-
ber 1966 er Móeiður Marín Þor-
láksdóttir ritari, f. 27. febrúar
1941. Foreldrar hennar voru
Þorlákur Eiríksson, sjómaður
frá Borgarfirði eystra, f. 1898,
maður á mörgum skipum tog-
araflotans. Árið 1973 flutti Árni
með fjölskyldu sína til Vest-
mannaeyja þar sem hann varð
skipstjóri á Breka. Síðan skip-
stjóri og eigandi Vers VE 200
frá 1973 til 1979. Fjölskyldan
flutti frá Vestmannaeyjum
1981. Árni gegndi formanns-
stöðu í Skipstjóra- og stýri-
mannafélaginu Verðanda 1981
til ’82. Árið 1981 fór Árni í end-
urmenntun í verkstjórn og fisk-
mati hjá Fiskvinnsluskólanum í
Hafnarfirði. Starfaði hann sem
slíkur hjá BÚR og síðar hjá
Granda hf. allt til starfsloka
2003.
Árni var í Kiwanisklúbbnum
Elliða frá árinu 1992 og var
hann forseti klúbbsins árin 2009
og 2010. Árni greindist með
krabbamein 11. september sl.,
þá tók við stutt en snörp barátta
sem lauk nú í nóvember.
Árni verður jarðsunginn frá
Seltjarnarneskirkju í dag, 24.
nóvember 2011, og hefst athöfn-
in kl. 13.
d. 1993, og María
Guðjónsdóttir, hús-
freyja úr Reykjavík,
f. 1907, d. 1994.
Börn Árna og Mó-
eiðar eru María, f.
1963, maki Pjetur
Stefánsson, dóttir
þeirra er Ásta
Kristín. Þórdís, f.
1968, maki Daniel
Marston, börn Þór-
dísar eru Hlédís
Maren og Magnús Jökull. Þor-
lákur Már, f. 1969, sambýlis-
kona Edda Huld Sigurðardóttir.
Synir Þorláks eru Indriði Áki og
Alexander Már.
Árni ólst upp í Reykjavík.
Hann gekk menntaveginn og
lauk landsprófi frá Laug-
arvatni. Hann fór snemma til
sjós og lauk prófi frá Skipstjóra-
og stýrimannaskólanum í
Reykjavík 1962. Árni var stýri-
Ég og pabbi áttum yndislegt
samband síðasta áratuginn. Við
urðum mjög náin og ég kynntist
pabba alveg upp á nýtt. Hann kom
út til okkar á hverju ári og dvaldist
í nokkra mánuði og það var svo
fallegt að sjá hann kynnast öðru
fólki og bjarga sér sjálfur, svo
sjálfstæðan og hugrakkan og op-
inn fyrir nýjum upplifunum er-
lendis. Hann var elskaður sem
maðurinn Árni, virtur sem Árni
skipstjóri og lofaður sem Árni
tengdapabbi, maður orða sinna og
gjörða.
Ég kynntist honum aftur í
gegnum annað fólk og var kominn
tími til því allt of lengi sá ég bara
Árna pabba og það var ekki sönn
mynd af honum. Hann var svo
miklu meira en bara pabbi minn.
Hann var yndislegur maður sem
lét sig allt óréttlæti miklu varða.
Hann hafði sterkar skoðanir á
pólitík og var stoltur af að vera
vinstrimaður, alveg í gegn og allt-
af. Hann var sá sem leitað var til
þegar eitthvað bjátaði á og ég veit
að oft var hann inni í persónuleg-
um málum þeirra sem unnu hjá
honum, ekki endilega vegna þess
að hann vildi það, heldur vegna
þess að fólk leitaði til hans með
ýmislegt og hann reyndi að hjálpa.
Hann mátti ekkert aumt sjá og
það voru ekki til í honum fordóm-
ar og átti hann það til að skamma
mann hátt og snjallt ef maður
dæmdi fyrir fram fólk eftir klæða-
burði, stétt eða litarhætti. Pabbi
vildi vera indjáni þegar allir aðrir
vildu vera kúrekar og ég hef hann
grunaðan um að halda alltaf með
því liði sem var að tapa í ensku
knattspyrnunni því einhver varð
að halda með því.
Elsku pabbi, ég kveð þig nú og
þakka þér þolinmæðina og biðst
fyrirgefningu á frekjunni og
óhemjuganginum í mér langt fram
eftir aldri. Það var yndislegt að
vera dóttir þín og algjör heiður að
fá að læra af þér.
ES. Fonzie og Bugsy sakna þín
mikið og hafa ekki fengið almenni-
legan göngutúr síðan þú fórst.
Þórdís Árnadóttir.
Þegar ég sest niður til þess að
skrifa nokkur minningarorð um
Árna bróður minn og vin, sem lést
17. þ.m., hrannast minningarnar
upp. Fyrstu minningar mínar um
hann eru frá því þegar við fjöl-
skyldan ásamt Herdísi ömmu
fluttum að Skúlagötu 70. Árni var
stóri bróðir minn, þá átta ára gam-
all, ég var fjögurra ára og Her-
steinn litli bróðir okkar var nokk-
urra mánaða.
Á Skúlagötunni var góð aðstaða
fyrir börn að alast upp. Á milli
Skúlagötu og Laugavegar var
stórt leiksvæði og fótboltavöllur.
Þar æfði Árni fótbolta flesta daga
með strákum úr Fram og Val.
Hann valdi Val sem sitt félag og
æfði og spilaði með þeim á sínum
yngri árum. Valsari var hann til
æviloka.
Árni var strax mjög úrræða-
góður, sem stóri bróðir kom það í
hans hlut að gæta mín. Kenndi
hann mér bæði að synda og hjóla,
þær minningar eru alveg sérstak-
ar í hjarta mínu. Eftir nokkrar
ferðir í Sundhöllina henti hann
mér í djúpu laugina og ég synti.
Þannig var það líka með hjóla-
kennsluna; hann lét mig fara á
hjólið í brekku, ýtti mér af stað og
ég hjólaði.
Það var stór stund þegar fjöl-
skyldan flutti í Ásgarðinn, en þá
var Árni farinn að stunda sjóinn.
Hann fór í Stýrimannaskólann og
lauk þaðan prófum. Hann sigldi
mikið til útlanda og ekki var leið-
inlegt þegar stóri bróðir kom heim
færandi litlu systur flott föt.
Árin liðu, Árni fann stóru ástina
í lífi sínu, hana Móu, fjölskyldan
stækkar og flytur til Vestmanna-
eyja. Börnin þeirra eru þrjú, þau
María, Þorlákur og Þórdís.
Þegar skroppið var til Reykja-
víkur var alltaf slegið upp veislu í
Ásgarðinum. Fjölskyldan var
mikið matarfólk og höfum við
haldið uppi matarmenningu for-
eldra okkar.
Í fjölskylduboðunum var Árni
alltaf aðalmaðurinn, unga fólkið
hændist að honum, enda fylgdist
hann vel með hvað hver og einn
var að aðhafast.
Það var okkur mikið áfall þegar
Hessi bróðir okkar lést aðeins 38
ára úr hjartaáfalli frá konu og
tveimur litlum dætrum. Við missi
hans má segja að samband okkar
Árna hafi breyst í djúpa vináttu
sem stóð til hans hinsta dags.
Árni las mikið og var vel að sér í
öllum málum og mjög pólitískur.
Töluðum við oft saman í síma og
tókum stöðuna í þjóðmálunum,
ekki vorum við alltaf sammála, en
þá útskýrði Árni málið fyrir mér
og gerði það svo skemmtilega.
Þessara símtala okkar á ég eftir
að sakna mikið.
Eftir að hann fór á eftirlaun
fóru þau hjónin að stunda golf.
Vorum við í sama golfklúbbi og
ánægjulegt var að hitta þau á golf-
vellinum, taka með þeim hring eða
bara spjalla saman um þessa
skemmtilegu ástríðu.
Bróðir minn var ótrúlega dug-
legur þrátt fyrir mikil veikindi, en
hann stóð ekki einn, Móa hans
stóð alltaf við hlið hans, í blíðu og
stríðu. Banalegan var stutt, hann
lést á heimili sínu umvafinn fjöl-
skyldu sinni.
Elsku bróður mínum þakka ég
samfylgdina í nær sjötíu ár og bið
honum guðsblessunar á nýjum
leiðum. Trúi ég því að Ásgarðs-
fjölskyldan sé þar sameinuð á ný
og taki á móti mér þegar minn
tími kemur.
Þín systir,
Jensína Magnúsdóttir (Lillý).
Fallinn er frá einstakur frændi.
Árni frændi var alltaf hress og
kátur. Í fjölskyldunni var hann
höfðinginn hjá okkur í Ásgarðs-
genginu. Í sorginni fer um okkur
gleði, því að Árni var alltaf glaður,
hann var með stríðnisglott í aug-
um og smitaði frá sér gleði. Árni
frændi var alltaf að spyrja hvernig
við hefðum það og hvernig börn-
unum okkar vegnaði, og það var
svo gott að vera spurður því:
Svona á það að vera, við eigum að
sýna hvert öðru áhuga.
Þar sem Árni var þar var Móa,
þau voru sem eitt. Mamma og Árni
frændi voru ekta systkini, gerðu
hvort annað sterkara og pössuðu
vel hvort upp á annað.
Hugur okkar er hjá Móu,
Mæju, Láka og Þórdísi og fjöl-
skyldu þeirra. Missirinn er mikill.
Vertu sæll frændi, minningarn-
ar lifa að eilífu
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þórður og Þórdís.
Mér er margt betur lagið en að
halda á penna eða pikka á tölvu, en
Árni Magnússon á það inni hjá
mér að ég kveðji hann á prenti.
Kynni okkar Árna hófust í Vest-
mannaeyjum fyrir u.þ.b. 35 árum
eða stuttu eftir gos og uppbygging
eftir hamfarirnar að komast á
skrið, en þá var stofnað bygging-
arfélag nefnt Dverghamar og
gengum við Árni í það félag og
drógumst saman um parhús.
Þarna í byrjun þekktumst við ekki
neitt og það hafði slegið í smá-
brýnu milli okkar á einum fund-
inum í félaginu og ég var ekkert
mjög hrifinn þegar við drógumst
saman, en það breyttist fljótt því
við nánari kynni féllu flestir fyrir
Árna.
Hann átti auðvelt með að tjá sig
og lá ekkert á skoðunum sínum,
hvort sem um pólitísk eða per-
sónuleg mál var að ræða. Hann var
félagshyggjumaður nokkuð langt
til vinstri, þó fannst mér á allra síð-
ustu árum hann aðeins vera farinn
að hallast í stjór. Árni hafði þegar
við kynntumst nýlega fest kaup á
70-80 tonna bát af Fiskiðjunni,
sem hét Ver, en árið 1979 verður
hann fyrir þeirri erfiðu lífsreynslu,
á heimleið úr róðri, að fá brotsjó á
bátinn og honum hvolfir og farast
fjórir menn af sex manna áhöfn.
Árna ásamt öðrum manni tókst við
illan leik að komast í gúmmíbátinn
og var bjargað af aðvífandi skipi.
Eftir þennan atburð sagði hann
skilið við sjómennskuna og haslaði
sér völl á öðrum vettvangi, flutti
frá Eyjum og hóf störf hjá Granda
í Reykjavík.
Um þetta leyti varð líka annar
vendipunktur í lífi Árna, þegar
hann sagði skilið við Bakkus og fór
að búa alfarið með fjölskyldunni.
Minningar mínar um Árna eru að
mestu leyti bundnar við Eyjarnar,
sjórinn var þá starfsvettvangur
beggja og þótt við stæðum aldrei á
sama þilfari var margt brallað
þegar fast land var undir fótum og
ekki allt við barna hæfi. Ég hugsa
að á þeim árum hafi Móa alloft tal-
ið upp að tíu áður en hún sagði eitt-
hvað við sinn kall.
Eins og áður sagði var Árni
félagshyggjumaður og lét sig þau
mál nokkru varða, var t.d. um
skeið formaður skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Verðanda í
Eyjum o.fl. Eftir að farsímaöldin
gekk í garð er næsta hljótt á ljós-
vakanum, en áður fóru samskipti
manna á sjónum fram um talstöðv-
ar á vissum bylgjulengdum sem
allir gátu hlustað á. Þar fóru þeir
oft á kostum Árni og Óskar á Frá,
er þeir leystu lífsgátuna hvor með
sínu lagi, það var oft ómetanleg
dægrastytting, sem maður á aldrei
framar eftir að njóta, að fylgjast
með þeim umræðum.
Kæra Móa, Mæja, Þórdís og
Láki, þið eigið alla mína samúð,
ykkar missir er mikill og ég sakna
vinar.
Guð blessi Árna Magnússon.
Stefán Sigurðsson.
Leiðir okkar Árna lágu saman
1984 þegar hann hóf störf sem
verkstjóri hjá Bæjarútgerð
Reykjavíkur (BÚR) á Meistara-
völlum. Þar störfuðum við saman í
nokkra mánuði og í framhaldi af
því hjá Granda hf. við sérvinnslu
karfa, sem komið var upp í frysti-
húsi BÚR við Grandagarð þegar
BÚR og Ísbjörninn hf. voru sam-
einuð.
Verkefnin voru margvísleg. Á
Meistaravöllum var saltfisk- og
skreiðarverkun auk karfavinnslu
fyrir Japansmarkað. Á Granda-
garði var fyrsta og eina sérvinnsla
á karfa í heiminum, en einnig var
þar grálúðuvinnsla, sem og loðnu
og loðnuhrognafrysting. Á þessum
tíma var ég ungur og reynslulítill
sem stjórnandi, en tíminn á
Grandagarði með þeim Árna og
Elínu Hallgrímsdóttur mér við
hlið ásamt öllu því góða fólki sem
þar starfaði varð mér einstaklega
lærdómsríkur, eftirminnilegur og
ánægjulegur.
Ég á Árna mikið að þakka.
Hann var 18 árum eldri en ég og
hafði verið skipstjóri til margra
ára. Því bjó hann yfir mikilli þekk-
ingu og reynslu sem hann var
óspar á að miðla.
Við náðum strax mjög vel sam-
an og með okkur tókst vinátta sem
hélst alla tíð. Árni var mjög vel
gefinn, kappsamur og ráðagóður.
Hann stóð alla tíð eins og klettur
við hlið mér í þeim fjölbreyttu
verkefnum sem okkur voru fengin
til úrlausnar og fyrir það verð ég
ævinlega þakklátur.
Það var líka ákaflega gaman að
vinna með Árna. Hann var mikill
sögumaður og átti auðvelt með að
sjá spaugilegu hliðina á hlutunum.
Eins og sönnum húmorista sæmir
gerði hann fyrst og fremst grín að
sjálfum sér og það óspart. Gott
geðslag hefur eflaust átt sinn þátt í
að hjálpa Árna í gegnum þau
miklu áföll sem mættu honum í líf-
inu.
Þegar maður hugsar til Árna
kemur Móeiður eiginkona hans
upp í hugann. Árni var ákaflega
stoltur af Móu sinni eins og hún er
kölluð og mátti vera það, glæsileg
og vel gerð kona sem hún er.
Eftir að við hættum að vinna
saman var alltaf jafn hressandi og
endurnærandi að hitta Árna á
förnum vegi og fá sögur af því hvað
á daga hans hafði drifið. Af börn-
um og barnabörnunum sem hann
var svo stoltur af og ferðalögum
sem þau Móa kunnu svo vel að
njóta og svo að sjálfsögðu af golf-
inu sem hann fór að stunda í seinni
tíð.
Við Sólveig minnumst Árna fyr-
ir þann velvilja og vináttu sem
hann sýndi okkur og börnum okk-
ar alla tíð. Í hjarta okkar geymum
við dýrmæta minningu um góðan
mann. Móu og fjölskyldunni vott-
um við okkar dýpstu samúð.
Torfi Þ. Þorsteinsson.
Árni Magnússon
MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk
sími 587 1960 www.mosaik.is
TILBOÐSDAGAR
Frí uppsetning á
höfuðborgarsvæðinu og frí
sending út á land á legsteinum
sem pantaðir eru í nóvember
✝
Yndisleg mamma okkar, dóttir, systir og
mágkona,
INGIBJÖRG VAGNSDÓTTIR,
Holtastíg 11,
Bolungarvík,
lést á heimili dóttur sinnar í Kína sunnudaginn
20. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Kristín, Birna og Ívar Ketilsbörn,
Birna Hjaltalín Pálsdóttir,
Soffía, Hrólfur, Margrét, Pálína, Haukur
og Þórður Vagnsbörn og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SIGRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR,
Vallarbraut 6,
Njarðvík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á D-deild Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja fyrir frábæra umönnun.
Guðmundur Ásgeirsson, Sigurrós Sigurðardóttir,
Gréta Ásgeirsdóttir, Konráð Erlendsson,
Hallfríður Ó. Ásgeirsdóttir Burke, Charles E. Burke,
Skúli S. Ásgeirsson, Elín H. Hermannsdóttir,
Valgeir Ásgeirsson, Rannveig Lilja Garðarsdóttir,
Sigurður Á. Ásgeirsson, Hafdís Hafsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SVANA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Sólheimum,
Kleifum,
Ólafsfirði,
sem lést þriðjudaginn 15. nóvember, verður
jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 26. nóvember
kl. 11.00.
Þorvaldur Héðinn Einarsson, Matthildur Björg Jónsdóttir,
Ásgerður Einarsdóttir, Finnur F. Óskarsson,
S. Ásta Sigurfinnsdóttir, Vilhjálmur Hróarsson.