Morgunblaðið - 24.11.2011, Side 26

Morgunblaðið - 24.11.2011, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2011 Í gær var til moldar borinn vinur minn og veiðifélagi til áratuga, Jens Pét- ur Clausen. Það mun hafa verið árið 1975 sem Jens Pétur kom til starfa á fartækjaverkstæði Ísals. Tókust þá strax með okkur góð og mikil kynni sem síðar þróuð- ust í djúpa vináttu. Löng samtöl áttum við á erfiðum tímum, sam- töl sem fáir eða engir vita um og á þeim stundum sannfærðist ég um hvílíkur mannkostamaður Jens var, ráðagóður, hreinn og beinn. Undir fremur hrjúfu og ung- æðislegu yfirborði var mikill mannkostamaður. En Jens var ekki allra, það vissu flestir sem þekktu til, en mikill vinur vina sinna var hann. Jens hafði gríðarlegan áhuga á veiði og stundaði veiðiskap grimmt meðan heilsa entist. Þessi áhugi okkar á veiði var sameiginlegur og margar veiði- ferðirnar fórum við í stærri hópi en oftar en ekki í fámennum hópi góðra vina. Jens var ákaf- lega glaðvær í vinahópi og lék við hvern sinn fingur þegar sá gállinn var á honum. Þessi gleði, kraftur og stórhugur hreif menn með. Leigð voru vötn og ár til af- nota fyrir vinnu- og veiðifélaga. Síðan 1976 hef ég farið með vini mínum eina eða fleiri veiðiferðir á hverju sumri þar til næstliðið sumar, þá treysti Jens sér ekki heilsunnar vegna. Einhverju sinni vorum við að veiðum í Vatnsdalsá og áttum Hnausastreng að kvöldi, lítið hafði gengið og ég sagði við Jens að ég ætlaði að kíkja á Hóla- kvörnina. Á leiðinni til baka blasti við mér sjón sem ég gleymi aldrei. Úti í miðjum Hnausastreng stendur Jens, stöngin í keng og allt fast. Þá segir hann um leið og ég stíg út úr bílnum: „Það er mikið að þú kemur, druslan þín, nú verður þú að hjálpa mér að ná þessu kvikindi.“ Það gekk eftir og lax- inn reyndist 25 pund. Jens Pétur kom mér alltaf á óvart. Á fullorðinsárum hringir hann í mig og biður mig að fara og velja fyrir sig gítar. Þá hélt ég að nú væri kallinn orðinn al- veg galinn. Ég gerði þetta og viti menn, Jens dreif sig til kennara og innritaði sig í gítarskóla og var að læra í mörg ár og naut þess alveg í botn. Jens var mikill ferðagarpur og hafði gaman af að fara til fjalla á sínum fjallabíl. Jens hafði átt við mikil veikindi að stríða undanfarna mánuði og gekk þetta svona í bylgjum, dagamun- ur eins og gerist. Þegar við hitt- umst síðast reis hann snöggt upp í rúminu þegar hann heyrði röddina og sagði eins og svo oft áður: „Það er mikið að þú kem- ur, druslan þín.“ Ég gladdist mikið við að heyra þessi orð því þá þóttist ég þess fullviss að hann ætti töluvert eftir enn, hugurinn var svo hress. En svo kom kallið og við því verða allir að bregðast þar er engin undankoma. Þegar við hittumst næst, kæri vinur, verður sennilega erfitt fyrir mig að taka gítarinn með en ætli ég reyni ekki að að hafa með mér eins og einn Black ghost ef við rekumst á sæmilegt veiðivatn. Ég vil enda þessi fátæklegu Jens Pétur Clausen ✝ Jens PéturClausen fædd- ist á Ísafirði 13. mars 1939. Hann andaðist á hjarta- deild Landspítalans 14. nóvember 2011. Jens var jarð- sunginn frá Hjalla- kirkju 23. nóv- ember 2011. orð á því að þakka einstökum vini og félaga samfylgdina í 36 ár. Elsku Marsý mín, þér og fjöl- skyldu þinni flytj- um við hjónin inni- legar samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur, Sveinn og Birna. Það var fagur dagur á Ísafirði 13. mars 1939. Sólin skein og pollurinn var spegilséttur. Þenn- an dag fæddist hann bróðir okk- ar. Hann varð strax uppáhald allra enda bæði fallegur og góð- ur. Systir okkar var fimm ára, hún fór strax að hjala við hann og klappa og stalst til að lyfta honum upp. En ég níu ára lét mér fátt um finnast. Var reið við hann því mamma var á sjúkra- húsinu, kenndi honum um það. Meðan mamma lá á sæng fór systir mín á hverjum degi í heimsókn til hennar en ég sagð- ist ekki fara því ég væri í skóla. Svo kom sunnudagur og boð frá mömmu um að ég kæmi. Ég fór og systir mín fór beint inn í her- bergi þar sem voru börn og að einu rúminu og spurði mig hvort mér fyndist hann ekki fallegur, ég ansaði engu en vildi fara til mömmu. Ég óð beint að rúminu hennar og spurði: Hvenær kem- ur þú heim? Þegar ég vissi það fór ég heim. En þetta breyttist fljótt einn dag. Mamma bað mig að passa hann inni í herbergi smástund, þá var hann átta mánaða. Ég þorði ekki en að gegna, fór með hann inn og fór að gretta mig og baula á hann en hann bara hló, brosti, rétti svo litlu hendurnar í átt til mín. Ég varð svo hrifin hvað hann var hugrakkur að ég þreif hann í fangið og eftir það var ég að passa hann alla daga. Hann varð svo hændur að mér að daginn sem ég fór í sveitina týndist hann og fannst langt fyr- ir innan bæ. Hann sagðist vera að fara í sveitina til mín. Ég tolldi ekki í sveitinni og við vor- um bæði svo glöð að ég lofaði honum að fara aldrei aftur í sveit og ég stóð við það. Það mátti aldrei blaka við honum fyrir okk- ur. Þá rukum við upp til að verja hann. Mamma og pabbi gáfust upp fyrir okkur og pabbi spurði okkur hvort við vildum ekki bara ala hann upp og við vorum fljót- ar að segja já. Við uxum svo upp og eignuðumst fjölskyldur, þá fórum við að ferðast saman um landið og veiða í vötnum og ám. Þetta voru sannkallaðar gleði- ferðir. Börnunum kom vel sam- an, alltaf var Jens sá kátasti og skemmtilegasti. Núna hin síð- ustu ár er hann búinn að berjast við mikil veikindi en alltaf reis hann upp. Ég spurði hann eftir hjartaaðgerð er hann var að búa sig út í veiðiferð hvort það væri óhætt. Sagðist hann heldur vilja deyja með veiðistöng við fallegt vatn en með sjálfstýringuna inni í stofu. En hann var nú ekki einn því hún Marzy hans var alltaf með honum eins og klettur við bak hans og þökkum við henni fyrir hvað hún annaðist hann vel. Þetta litla ljóð segir allt um hug okkar til þín, kæri bróðir. Bróðir minn, mín kveðja er klökk er kýs ég senda þér. En henni fylgir ást og þökk fyrir allt sem þú varst mér. Nú þegar farinn að þú ert og eftir sit ég hljóð. Mér finnst vera mest um vert hve minning þín er góð. (Jódís Kr. J.) Þínar systur, Stella og Sigrún. ✝ ÁstmundurBjörgvin Gísla- son fæddist á Eyr- arbakka 13. janúar 1944. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 10. október sl. Foreldrar hans voru Kristín Jóns- dóttir frá Hofi á Eyrarbakka, f. 1. september 1922, d. 16. nóvember 2005, og Gísli Jóns- son frá Vestri-Loftsstöðum í Flóa, f. 18. febrúar 1913, d. 30. júní 1991. Stjúpi Ástmundar er Guðmundur Ólafsson frá Berg- vík á Kjalarnesi. Systkini Ást- mundar, börn Kristínar og Guð- mundar, eru Ragnhildur, Ólafur og Guðbjörg. Systkini Ástmund- ar samfeðra eru Gunnar Leó og Guð- munda Ragnhildur. Ástmundur eign- aðist einn son, Helga Birgi, f. 12. apríl 1969, lést af slysförum 2. mars 1998. Barnsmóðir Ástmundar er Hulda Kragh. Ástmundur var til sjós í mörg ár á millilandaskipum, síðan vann hann í fjölskyldufyrirtæki stjúpa síns, Bergvík. Síðar meir keypti Ástmundur sér leigubíl, sem hann ók í fjölda ára. Ástmundur var jarðsunginn í kyrrþey að eigin ósk, frá Foss- vogskapellu hinn 24. október 2011. Leiðir okkar Ásta lágu fyrst saman þegar hann var aðeins eins árs og ég þriggja ára, í Arnarholti á Kjalarnesi, þar sem faðir hans var forstjóri og móðir mín hjúkrunarkona. Tókst strax með okkur mikil vinátta sem átti eftir að endast út alla ævina. Við lékum okkur alltaf saman og leiddumst í skólann á hverjum degi. Ásta fannst mikið til eldri vinkonu sinnar koma, og þótti afar merkilegt allt sem ég sagði, allt skyldi nú vera rétt sem Dóra hans segði, til dæmis ef mamma hans vildi nú meina annað, þá sagði Ásti: „Nei hún Dóra segir það“ og þar við sat. Við Ásti eignuðumst mjög góða vini meðal sjúklinganna í Arnarholti, svo skildi leiðir okkar þegar Ásti fluttist til Reykjavíkur með mömmu sinni og Rannsý. Svo þegar við mamma fluttumst suður hófst samband á ný. Ásti var hvers manns hugljúfi, ljúfur og góður drengur, sem vildi öllum vel. Einkar gott samband var á milli þeirra systkinanna, Rannsýar, Óla og Guggu. Ein- stök vinátta tókst líka milli mín og móður Ásta, Kristínar, og stóð heimili þeirra Guðmundar í Heiðargerði 22 mér alltaf op- ið, sérstaklega þegar ég átti erfitt, þá beið Kristín mín í dyrunum með opinn faðm. Kristín var mín besta vinkona og reyndist mér sem besta móðir. Guðmundur reyndist einnig Ásta vel sem stjúpi alla tíð. Sérstaklega var líka gott á milli bræðranna Ásta og Óla. Ég votta ykkur innilega sam- úð elsku Guðmundur, Rannsý, Óli, Gugga og fjölskyldur. Megi minnig um Ásta lifa. Halldóra. Ástmundur Björgvin Gíslason Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Bárugrandi 11, 202-4925, Reykjavík, þingl. eig. Ragnhildur Ragnars- dóttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Stafir lífeyrissjóður, mánudaginn 28. nóvember 2011 kl. 11:30. Elliðavatnsblettur 18, 205-7648, Reykjavík, þingl. eig. Gunnar Jónas- son, gerðarbeiðendur Ingveldur Sævarsdóttir og Jón Karl Róberts- son, mánudaginn 28. nóvember 2011 kl. 14:30. Melabraut 46, 206-7827, Seltjarnarnesi, þingl. eig. Þröstur H. Elíasson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, mánudaginn 28. nóvember 2011 kl. 11:00. Suðurlandsbraut 6, 201-2694, Reykjavík, þingl. eig. LL-Eignir ehf., gerðarbeiðendur Húsfélagið Suðurlandsbr. 6 og Vátryggingafélag Íslands hf., mánudaginn 28. nóvember 2011 kl. 10:00. Sveinsstaðir 125058, 208-4342, Mosfellsbæ, þingl. eig. Hlín Eyrún Sveinsdóttir og Sigþór Hólm Þórarinsson, gerðarbeiðandi Íslands- banki hf., mánudaginn 28. nóvember 2011 kl. 13:30. Tryggvagata 4-6, 200-0482, Reykjavík, þingl. eig. Fasteignafélagið Skim ehf., gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. ogTryggvagata 4-6, húsfélag, mánudaginn 28. nóvember 2011 kl. 10:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 23. nóvember 2011. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR V. KRISTJÁNSDÓTTIR, Hæðargarði 29, lést á heimili sínu sunnudaginn 13. nóvember. Útför hennar fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 25. nóvember kl. 11.00. Helga Þorkelsdóttir, Andrés Þórðarson, Kristján Þorkelsson, Sigurdís Sigurðardóttir, Guðmundur Þorkelsson, Kristjana Stefánsdóttir, Guðríður Þorkelsdóttir, Guðmann Héðinsson, Viðar Þorkelsson, Sigríður Svava Þorsteinsdóttir og ömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi, bróðir og vinur, PÁLL HEIÐAR JÓNSSON löggiltur dómtúlkur, skjalaþýðandi og fv. útvarpsmaður, Miðtúni 32, Reykjavík, lést laugardaginn 12. nóvember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í dag, fimmtudaginn 24. nóvember kl. 13.00. Ásta Björgvinsdóttir, Jón Heiðar Pálsson, Anna Jóna Einarsdóttir, Erla Óladóttir, Jóhanna Gunnheiðardóttir, Maria Christie Pálsdóttir, Magni Árnason, Egill Heiðar Anton Pálsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Viktoria Jóna Pröll, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Frændi minn og vinur, GUNNAR STEINÞÓRSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þriðjudaginn 22. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Steinþór Stefánsson. Það er skrítið að setjast niður og skrifa niður minningarorð um látinn bekkj- arbróður. Við Þórir Karl vorum bekkj- arbræður í grunnskólanum á Eskifirði. Bekkurinn okkar var mjög stór í ekki stærra bæjar- félagi og oft á tíðum mikil áskor- un fyrir kennara að glíma við þann litskrúðuga hóp sem prýddi bekkinn okkar. Þórir var einn af þeim nemendum sem voru sérlega mikil áskorun, því hann var bráðgáfaður og fljót- lega vel lesinn um hluti sem oft var ekki á færi okkar hinna að skilja. Þannig gat hann beitt fyr- ir sig pólitískum frösum, jafnvel í sögulegu samhengi mjög snemma og þar ögraði hann oft sínum yfirboðurum og sýndist sitt hverjum um framhleypni hans í þeim efnum. Orðskylm- ingar voru hans ær og kýr mjög snemma og einn af hans sterk- ustu eiginleikum. Þórir þótti í yngri flokkum mjög efnilegur knattspyrnumað- ur og framúrskarandi efni í markvörð og keppnisskapið var mikið. Við æfðum saman fótbolta í yngri flokkunum og ég man enn vel eftir vítaspyrnukeppni sem haldin var á einhverri af fyrstu æfingunum mínum í 6. flokki. Þar stóð Þórir Karl í markinu eins og oftast og hann varði hverja spyrnuna á eftir annarri. Nema hvað hann gat ekki varið frá mér og það var hann afskap- leg ósáttur við, því tök mín á ristaspyrnum voru í lágmarki á Þórir Karl Jónasson ✝ Þórir Karl Jón-asson fæddist í Reykjavík 25. júlí 1969. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 8. nóv- ember 2011. Útför Þóris Karls fór fram frá Grafarvogskirkju 17. nóvember 2011. þessum tíma svo tá- in sá venjulega um hnykkinn. Þetta fannst honum mjög niðurlægjandi, að ég skyldi alltaf geta skorað hjá honum með tánni og bjó hann til á mig upp- nefnið Tubbi táari. Ég man að mér þótti þetta niðrandi með tána, en Tubba nafnið fannst mér hins vegar mjög flott, því í þá daga fannst mér ekkert gaman að heita það sem enginn hét og eiga ekkert gælunafn heldur. Upp frá því notaði ég stundum Tubba sem svona leyninafn og nota reyndar stundum ennþá. Eftir grunnskóla voru okkar samskipti ekki mikil og hafa ver- ið stopul í gegnum árin. Hins- vegar áttu faðir minn Hrafnkell A. Jónsson og Þórir Karl ágæt- iskynni í gegnum verkalýðs- hreyfinguna. Ég man að pabbi fékk Þóri Karl einhvern tímann til að koma austur á Eskifjörð til að flytja ávarp 1. maí og ég veit að þeir voru talsvert í samskipt- um á þessum tíma. Mér þótti því afskaplega vænt um það þegar Þórir Karl hringdi í mig skömmu eftir andlát föður míns fyrir fjór- um árum til að votta mér samúð sína. Þar áttum við saman gott vinatal og fann ég fyrir ríkri hluttekningu hans í minni sorg. Þórir var mikill baráttumaður fyrir þá sem minna mega sín í samfélaginu og tilbúinn að koma fram sem málsvari fyrir þeirra hönd hvar sem því varð við kom- ið. Hans líf var ekki neinn dans á rósum, en alltaf stutt í baráttu- andann. Með Þóri Karli er horfin á braut stór persóna sem mikill sjónarsviptir er að. Ég vil votta aðstandendum Þóris Karls mína dýpstu samúð og bið góðan guð að vera með þeim í sorginni. Tjörvi Hrafnkelsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", val- inn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.