Morgunblaðið - 24.11.2011, Qupperneq 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2011
Nýjasta heimildarmyndÞorfinns Guðnasonarfjallar um Baldur nokk-urn frá Bakka í Svarf-
aðardal, sama bæ og hinir frægu og
fávísu Bakkabræður komu frá. Nýj-
asti Bakkabróðirinn er Baldur Þór-
arinsson sem hefur látið sig dreyma
um það í tíu ár að ferðast hinum
megin á hnöttinn til að hitta vin sinn
og nafna sem flutti til Havaíeyja fyr-
ir margt löngu. En Baldur kann
hvorki ensku né er vanur að ferðast.
Hann er vinalegur og góðlegur mað-
ur sem er vinsæll í sveit sinni og það
verður úr að nokkrir vina hans
ákveða að fara með honum til þess-
arar eyju í Kyrrahafinu. Myndin
fylgir Baldri og félögum hans í und-
irbúningnum og síðan endurfundum
vinanna á Havaí.
Þótt Baldur sé vinsæll meðal
sveitunga sinna hefur hann ákveðna
sérstöðu meðal þeirra. Sú sérstaða
er undirstrikuð strax í fyrsta atriði
myndarinnar þar sem hópur Svarf-
dælinga syngur lag um hann en
hann þegir. Strax á eftir er hann á
meðal félaga þar sem öll syngja
gamalt kvæði á meðan þau drekka
öl, öll nema hann.
Samfélagið í Svarfaðardal er
óskaplega sjarmerandi. Þarna er
glaðvært fólk og góðlegt. Þarna er
fólk sídrekkandi, síhlæjandi og sí-
syngjandi. Þarna brjóta menn heim-
ilislega lögin með bruggi og heima-
sölu á ýmiskonar góðgæti. Þetta
samfélag umfaðmar mann þannig að
maður finnur fyrir hlýju þess í sæti
bíósins. Samtölin eru reyndar oft
augljóslega uppdiktuð eða endur-
tekin fyrir kvikmyndavélina. Fyrir
vikið nær sagan að renna mjög
greiðlega og markvisst, auk þess
sem sérhver rammi myndarinnar er
mjög örugglega teiknaður upp en í
flestum heimildarmyndum verður
stundum að fórna flottum ramma
fyrir eitthvert atvik sem næst og
verður að vera í myndinni. Því er
ekki fyrir að fara í þessari mynd en
stundum kemur örlítill stirðleiki í
samtölin fyrir vikið. Maður finnur
líka að flestir sem eru í mynd eru
mjög meðvitaðir um myndavélina og
því kemur stundum gervileg tilfinn-
ing upp þar sem fólk er að tala sam-
an en augljóslega alltaf að hugsa um
vélina.
Myndirnar af náttúrunni í Svarf-
aðardal eru fallegar og Þorfinnur
klippir myndina hugvitssamlega,
sem dæmi þegar klippt er frá senu
með körlum sem sitja inni að sumbli
og enda söng með hrópi; næsta
mynd er af fuglum á tjörn sem
styggjast við eitthvað og fljúga af
stað. Þannig er mynd og hljóð látið
renna ljúflega saman.
Það er líka hugvitssamlegt hvern-
ig hann klippir yfir til Havaí en Þor-
finnur sýnir ekkert frá ferðalaginu.
Eftir langan undirbúning í Svarf-
aðardal er síðan klippt á fætur Bald-
urs í sandfjörunni á Havaí. Á meðan
áhorfandinn horfir á sjóinn koma yf-
ir tær hans í fjörunni áttar hann sig
fljótlega á því að þetta er ekki ís-
lensk fjara. Endurfundir vinanna
eru síðan skemmtilegir og óvæntir.
Havaí-kaflinn er engu síðri þótt
þáttur Bandaríkjamannanna hafi
verið svolítið skrýtinn, sérstaklega
konu sem fór að hágráta yfir fegurð
hests. En þetta er óskaplega falleg
og stílhrein mynd.
Bíó Paradís
Bakka-Baldur bbbmn
Stjórnandi: Þorfinnur Guðnason.
Framleiðendur: Bjarni Óskarsson,
Gísli Gíslason – Villingur ehf.
BÖRKUR
GUNNARSSON
KVIKMYNDIR
Skemmtileg Áhorfendur eru hvattir til að fara strax á þessa mynd því hún
verður bara sýnd í kvöld og á morgun, fimmtudag og föstudag.
Bakkabræður snúa aftur og fara til Havaí
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Guðmundur Pétursson, eða Gummi P., er einn
færasti gítarleikari landsins, um það held ég
að enginn deili og hefur spilað með hundruðum
listamanna og inn á annað eins af plötum.
Guðmundur hefur auk þessa sinnt eigin tón-
listarsköpun og fyrir þremur árum kom út
platan Ologies, sem er mikill öndvegisgripur.
Um hana reit greinarhöfundur m.a.:
„Hugmyndum ægir semsagt saman en það
er ekki svo að framvindan sé losaraleg eða
tætinsgleg, síður en svo. En tónlistarstefnu er
ei hægt að pinna niður þar sem Guðmundur
snertir á djassi, blúsi, rokki, proggi og ný-
bylgju og grautar þessu öllu saman og meiru
til í þekkilega blöndu sem heldur manni
sperrtum frá fyrsta tóni til þess síðasta.“
„Þetta er ekki meint sem framhald,“ svarar
Guðmundur, aðspurður hvort hann sé á svip-
uðum slóðum og greint er frá hér að framan.
„En hún kallast samt ansi mikið á við síð-
ustu plötur. Það er erfitt að lýsa þessu. Það er
margt hér sem var ekki á síðustu plötu og
margt þar sem er ekki hér!? Plöturnar eru
ólíkar á ýmsan hátt en líkar einnig. Svarar
þetta spurningunni (hlær)?“
Guðmundur og blaðamaður leggjast nú á
eitt um að komast að niðurstöðu og verða
ásáttir um að eitthvert form sé að verða til,
Guðmundur sé kominn nær einhverju sem
hægt væri að kalla algerlega hans eigið.
„Eitthvað svoleiðis,“ segir hann. „Ég er
a.m.k. sjálfur farinn að greina betur eitthvert
form þarna. Þetta er að þokast í ákveðna átt,
það er að skerpast á einhverjum stíl þarna.“
Guðmundur segist vinna þetta mikið til einn,
en meðspilarar á plötunni séu svo þeir
Styrmir Hauksson (hljóðbútar, hljóð og
raddir), Davíð Þór Jónsson (píanó og flauta),
Hrafnkell Orri Egilsson (selló), Eyþór Gunn-
arsson (bongó og kongótrommur) og Kristinn
Snær Agnarsson (trommur).
„Trommarinn er lykilaatriði,“ segir Guð-
mundur. „Þegar ég er búinn að semja tónlist-
ina, þá er ég farinn að heyra í ákveðnum
trommurum. Og þá hringi ég í viðkomandi. Ég
og Kristinn höfum unnið nokkuð mikið saman í
Senuþjófunum og það er taug þarna á milli.“
Guðmundur gefur lítið fyrir að hann sé upp-
tekinn maður, hann eigi vel af tíma fyrir eigin
tónlist.
„En auðvitað er það ákveðin sjálfspíning að
gera svona plötur. Það fara mjög margir
klukkutímar í þetta.“ Platan verður kynnt í
kvöld með hljómleikum á Faktorý en með
Guðmundi á þeim tónleikum koma fram þeir
Pétur Ben. (gítar og selló), Styrmir Hauksson
(hljóðgervlar og slagverk), Valdi Kolli (bassi)
og Kristinn Snær Agnarsson (trommur og
slagverk).
Einn „En auðvitað er það ákveðin sjálfspíning að gera svona plötur …“
Ákveðin sjálfspíning
Guðmundur Pétursson gítarleikari gefur út þriðju sólóplötu sína,
Elabórat Útgáfunni verður fagnað í kvöld á Faktorý með tónleikum
Fyrsta plata Guðmundar, Muzac, kom út árið
1997, fyrir heilum fjórtán árum. Önnur platan,
Ologies, kom hins vegar út árið 2008 þannig
að Guðmundur er farinn að herða róðurinn lít-
ið eitt, svo spaugilega sé að orði komist. Um
Ologies sagði Guðmundur í viðtali við Árna
Matthíasson: „Þetta er tilraunaverkefni sem
ég ákvað að leyfa að þróast og láta svo
standa. Platan var ekki tekin upp á svo
löngum tíma, en það fór mikil vinna í eft-
irvinnslu á henni, það var mikið nostrað við
upptökurnar.“
Þrjár sólóplötur
FERILLINN
Ný Elabórat er nýjasta platan.
Söngvakeppni Sjónvarpsins hefst laug-
ardaginn 14. janúar 2012. Auglýst var eftir
lögum í keppnina og bárust alls 164 lög. Val-
nefnd hefur nú valið fimmtán lög úr inn-
sendum lögum. Höfundar þeirra eru: Axel
Árnason og Ingólfur Þórarinsson, Árni
Hjartarson, Ellert H. Jóhannsson, Gestur
Guðnason, Greta Salóme Stefánsdóttir, Her-
bert Guðmundsson og Svanur Herberts-
son, Hilmar Hlíðberg Gunnarsson, Magnús
Hávarðarson, María Björk Sverrisdóttir,
Fredrik Randquist og Marcus Frenell, Pétur
Arnar Kristinsson, Sveinn Rúnar Sigurðsson
og Valgeir Skagfjörð. Alls eru því sextán
lagahöfundar sem taka þátt að þessu sinni.
Fimm lög keppa í senn í beinni útsendingu
frá myndveri Sjónvarpsins 14., 21. og 28. jan-
úar. Áhorfendur og dómnefnd velja þau lög
sem komast áfram í úrslitaþáttinn og hefur
símkosning helmingsvægi á móti atkvæðum
dómnefndar. Úrslitin fara fram laugardags-
kvöldið 11. febrúar. Lagið sem ber sigur úr
býtum verður framlag Íslands í Söngva-
keppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem hald-
in verður í Bakú í Aserbaídsjan í maí á næsta
ári. Lögin verða frumflutt á Rás 2 til að gefa
áhorfendum kost á að heyra lögin áður en
þau keppa í beinni útsendingu.
Söngvakeppni Sjónvarpsins
hefst 14. janúar og fimmtán
lög hafa verið valin til keppni
Miðvikudaginn 30. nóv-
ember, kl. 21, munu Kor-
mákur & Skjöldur frum-
sýna nýja línu sem
hönnuð er af Guðmundi
Jörundssyni, yfirhönnuði
Herrafataverzlunar Kor-
máks & Skjaldar. Sýn-
ingin fer fram í Þjóðleik-
húskjallaranum.
Herrafatasýningarnar
nutu mikilla vinsælda fyrir aldamót en voru
loksins endurvaktar fyrir síðustu jól við frá-
bærar undirtektir. Herrafatasýningarnar
eru með öðru sniði en venjulegar tískusýn-
ingar þar sem um eiginlegt skemmtikvöld
er að ræða.
Margir af helstu skemmtikröftum þjóð-
arinnar koma fram og er siður að hafa eina
poppstjörnu fyrir hvert ár.
Ný herralína
frá Kormáki & Skildi