Morgunblaðið - 24.11.2011, Síða 33

Morgunblaðið - 24.11.2011, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2011 Helgi Hrafn Jónsson birt-ist óforvarandis í ís-lensku tónlistarlífi meðbreiðskífuna Glóandi haustið 2005, en fram að því var hans helst getið sem básúnuleika í klassískri tónlist. Örlögin höguðu því þó svo að hann lagði básúnuna á hilluna að miklu leyti vegna axl- armeiðsla, en dró fram gítarinn og tók að semja lög. Á Glóandi bauð Helgi upp á al- þýðlega alþjóðlega poppmúsík, prýðis plata, en fullfjarlæg, eig- inlega of alþjóðleg og ekki nógu persónuleg. Á næstu skífu, For the Rest of my Childhood, opnaði hann hjarta sitt algerlega, ef svo má segja; bersöglistextar og lág- stemmdar laga- smíðar þar sem kassagítar og pí- anó voru yfirleitt í aðalhlutverki og röddin notuð svo veikt og sparlega að stundum var sem áheyrandinn stæði á hleri. Margt var og af- skaplega vel gert á þeirri plötu, en annað fullfínlegt og brothætt. Nú þegar Helgi sendir frá sér þriðju sólóskífuna má svo segja að hann sé búinn að finna fjölina sína, finna jafnvægið á milli hins fínlega og hins fjöruga; innhverfir depurð- artextar kallast á við úthverfan lífs- trega. Víst fer platan rólega af stað í lagatvennunni ljúfu The Melting Point of / Salt, en svo hefst fjörið þegar í næsta lagi, Darkest Part of Town, sem nýtur ekki síst skemmti- legrar raddsetningar. Útsetningar eru einmitt mjög skemmtilegar á skífunni, áðurnefnd raddsetning er gott dæmi um það, en líka hrífandi hádramatískir strengir í Dimmu og vel útfært slagverk í Good Firem- an. Nefni líka hugvitsamlegan takt og snjöll taktskipti í Stuck in Traf- fic og líka vel skældan og villtan gítar í því skemmtilega lagi. Spila- mennska á plötunni er öll til fyr- irmyndar, þar er hvergi snöggan blett að finna. Helgi er lunkinn lagasmiður, en honum hættir til að fela laglínurnar um of því þó það sé gaman að fara á hnotskóg eftir einhverju sem gefið er í skyn þá er fátt skemmtilegra en að fá laglínuna upp í fangið og heyra hana síðan þræða sig í gegn- um viðkomandi lag. Það er og helsti kostur skífunnar að lögin eru aug- ljósari, ef svo má segja, en þola engu að síður mikla hlustun og gefa reyndar meira af sér eftir því sem oftar er hlustað, eins og á að vera með góða tónlist. Eins og getið er hér að ofan þá eru textar skífunnar ýmist trega- fullir eða daprir, fólk leitar sér fró- unar í glaumi bæjarins, en maður hefur á tilfinningunni að það muni ekki ganga eftir – þó húsið fyllist af gestum endar það með því að mað- ur dansar einn. Þetta er því per- sónuleg og sterk plata og það er nú einu sinni svo að þær plötur sem eru persónulegastar, innilegastar, eru líka þær plötur sem ná til flestra. Maðurinn dansar alltaf einn Helgi Jónsson - Big Spring bbbbn ÁRNI MATTHÍASSON TÓNLIST Innilegur Á Big Spring er Helgi Hrafn Jónsson búinn að finna fjölina sína, búinn að finna jafnvægið á milli hins fínlega og hins fjöruga „Strákurinn setur mig í núið“ Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Út er komin platan Tree of Life og er Her- bertson fyrir henni skráður. Hér er um að ræða þá feðga, Herbert Guðmundsson og Svan Herbertsson og er þetta fyrsta breið- skífa þeirra. Samstarfið var gert opinbert í fyrra, er lagið „Time“ kom út en á Tree of Life leggja þungavigtarmenn einnig gjörva hönd á plóg en þar má nefna Gunnlaug Briem, Harald Þorsteinsson, Stefan Magn- ússson, Tryggva Hübner og þá Magnús og Jóhann. Aron Þ. Arnarsson, Nikulás Ró- bertsson, Jóhann Ásmundsson og Arnþór Örlygsson komu þá að upptökumálum og sjálfur Mike Pollock aðstoðaði við textagerð. Herbert þarf þá ekki að kynna en sonur hans Svanur hefur lengi sýnt að hann er mikið efni og var t.a.m. valinn söngvari Músíktilrauna árið 2010. „Við unnum þetta mikið til í stofunni heima,“ útskýrir Herbert. „Strákurinn er svo klár með alla þessa tölvutækni og er með öll þessi upptökuforrit á hreinu. Við unnum lögin svo saman; ég kom með mel- ódíu, hann hljómagang og svo sá hann um útsetningar.“ Herbert segir að þeim feðgum fari vel að vinna saman, ferlið hafi verið nokkuð snuðru- áreynslulaust og ekkert um ýfingar eða árekstra. „Það var Svanur sem stakk upp á því við mig að við gætum gert þetta mestanpart heima, mér dettur aldrei neitt annað í hug en að fara í rándýr hljóðver. Strákurinn set- ur mig í núið.“ Fortíð/nútíð Herbert segir að fortíðin og nútíðin séu því að mætast á plötunni í vissum skilningi. „Mér finnst þetta vera það besta sem ég hef komið nálægt. Þannig líður manni akk- úrat núna. Það kom mér á óvart, já, hvað það var skemmtilegt - og auðvelt - að vinna með stráknum. Reynsluboltarnir voru líka að segja mér þetta. Að hann væri alveg með þetta drengurinn.“ Herbert segir að framhald verði á þessu samstarfi, það sé alveg klárt. „Ég hélt að ég hefði hreinlega klárað mig af með Spegli sálarinnar (2008). Að ég væri bara hættur í tónlist. En það er aldeilis ekki. Nú er eins og eitthvað nýtt sé að hefj- ast.“  Fyrsta breiðskífa feðganna Svans og Herberts, Tree of Life, er nýkomin út Eplið og Eikin Svanur Herbertsson og Herbert Guðmundsson eru Herbertson. - US WEEKLY HHHH - BACKSTAGE HHHH ROWAN ATKINSON HHH - K.I. -PRESSAN.IS - OK HHHHH - THE SUN HHHH MÖGNUÐ GAMANMYND KVIKMYNDIR.IS HHHH - EMPIRE HHHH - US WEEKLY HHHH - CBS TV HHHH MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D 12 TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D VIP TOWERHEIST kl. 5:30 - 8 - 10:20 2D 12 THE IDES OF MARCH kl. 5:30 - 8 - 10:20 2D 14 THE INBETWEENERS kl. 8 - 10:30 2D 16 THEHELP kl. 5:40 - 8:20 2D L JOHNNYENGLISHREBORN kl. 5:50 2D 7 / ÁLFABAKKA TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 5:30 - 8 - 10:40 2D 12 THE IDES OF MARCH kl. 8 - 10:30 2D 14 THE INBETWEENERS kl. 8 - 10:30 2D 16 ÆVINTÝRITINNA Enskt tal kl. 5:30 - 8 3D 7 THEHELP kl. 10:20 2D L ÞÓR kl. 5:30 3D L THETHREEMUSKETEERS kl. 5:30 3D 12 TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 8 2D 12 IMMORTALS kl. 10:30 3D 16 WHATS YOUR NUMBER kl. 8 - 10:20 2D 12 / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK / AKUREYRI / SELFOSSI TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D 12 THE IDES OF MARCH kl. 8 - 10:30 2D 14 THE INBETWEENERS kl. 10:20 2D 16 THEHELP kl. 5:20 2D L TWILIGHT:BREAKINGDAWN kl. 8 - 10:20 2D 12 THESKINILIVEIN kl. 8 2D 16 THETHREEMUSKETEERS kl. 10:20 2D 12 SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI SÝND Í EGILSHÖLL OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA NÆSTU SÝNINGAR Á FÖSTUDAG SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI SVIKRÁÐ SÝND Í ÁLFABAKKA MAGNAÐUR ÞRILLER 100/100 PHILADELPHIA INQUIRER 91/100 ENTERTAINMENT WEEKLY „MÖGNUÐ OG VEL GERÐ MYND“ -H.V.A. - FBL HHHH VERTU MEÐ ÞEIM FYRSTU Í HEIMINUM TIL AÐ SJÁ HIÐ MAGNAÐA ÆVINTÝRI UM BELLU, EDWARD OG JACOB SÝND Í EGILSHÖLL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.