Monitor - 10.11.2011, Blaðsíða 4

Monitor - 10.11.2011, Blaðsíða 4
Þú ert að gefa út þína fy rstu plötu, Maður í mótun. Hver er saga þe ssarar plötu? Saga plötunnar er í raun bara sagan á bak við mig. Hún segir sig sv olítið sjálf, þetta eru mín mótunarár. Í ge gnum unglingsárin mín hef ég verið að sem ja texta á fullu og smám saman fór ég að sjá heildarútlit yfi r þessu og mig fór að lang a að gefa út plötu sem væri sagan mín frá þessum árum. Hún er dálítið persónule g og ég tala þarna mjög opinskátt um líf m itt. Ég hef fengið fólk í lið með mér til að þróa tilfi nning- arnar út í taktana en se gi síðan sögurnar sjálfur. Getur þú nefnt eitthvað dæmi um lag eða texta eftir þig sem tekur á einhverjum sérstökum atburði í lífi þ ínu? Já, til dæmis mætti nefn a lag sem heitir Erfi ðir tímar og er síðast a lagið á plötunni. Það er lag sem ég skrifa ði fyrir hrunið á mínum erfi ðu tímum. Þetta voru mín síðustu grunnskólaár, þ á upplifði ég dálítið þunga kafl a og þegar hr unið skall á sá ég marga í svipuðum aðstæ ðum og ég hafði verið. Fjölskyldan mín m issti heimilið, við vorum nýbúin að ka upa einbýlishús í Mosfellsbæ sem fuðraði síðan upp í elds- voða ásamt miklu innbú i, þannig að við misstum gífurlega miki ð á þessum tíma og þurftum eiginlega að by rja upp á nýtt. Var lagt upp með það frá byrjun að platan kæmi út 11.11.11? Platan átti reyndar upph afl ega að koma út aðeins fyrr en í sumar v orum við að skoða einhverjar mögulegar d agsetningar með það í huga hvenær skól arnir væru komnir á skrið aftur og þegar ég sá þessa dagsetn- ingu varð ég bara að ver a þolinmóður og bíða með útgáfuna. Mað ur gefur ekkert út sína fyrstu plötu á hver jum degi og platan hefur tekið í kringum tv ö ár í undirbúningi. Platan heitir eins og áðu r sagði Maður í mótun. Þegar platan ve rður komin út, markar það þá að mótun þinni sé lokið? Það mætti segja það. Þa ð er til dæmis lag þarna sem heitir Ástfan gi sem fjallar um ákveðinn atburð í mínu lífi . Þegar hann átti sér stað þá var ég að upplifa eitthvað í fyrsta skipti á ævinni m inni og vissi ekki einu sinni að þessi andl egi sársauki væri til, ég varð að koma þes su frá mér. Ég skrif- aði þennan texta og fék k fólk til að hjálpa mér að koma þessu í ré ttan búning. Mig langaði að þegar fólk he yrði lagið þá myndi virkilega heyra hvernig mér leið. Ég sættist alveg við þessa stelpu, t íminn leið og ég hafði fyrirgefi ð henni, e n mér fannst ég ekki getað sagt almenni lega skilið við þetta fyrr en lagið var tilbúið. Þá fékk ég þessa tilfi nningu eins og þetta væri ekkert að há mér lengur. Þetta var óg eðslega þægilegt, að geta notað tónlistina í að koma svona hlutum af sér og deilt þ ví með heiminum. Þetta er það sem mig la ngaði að gera með plötunni, koma svona h lutum frá mér og þegar platan er komin f rá mér má svo sem segja að þessi kafl i í lífi n u mínu sé kominn á bak við mig. elg ÓSKAR AXEL Á 60 SEKÚNDUM Fyrstu sex: 240691. Staða: Nemi við Borgarholtsskóla. Uppáhaldsmatur: Krua Thai. Uppáhaldstónlistarmaður: Kid Ink. Uppáhaldslag úr eigin smiðju: Talandi við sjálfan mig, það er dálítið djúpt og tekur á tveimur hliðum á sjálfum mér. M yn d/ G ol li 4 Monitor FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 Rapparinn Óskar Axel Ósk arsson sendir frá sér sína fyrstu plötu á föstuda ginn, þann 11.11.11. Platan ber nafnið Maður í mótun en með útgáfunni segist hann að vissu leyti slíta s ig frá unglingsárunum. ÞESSARI DAGSET NINGUVA RÐ AÐ BÍÐA EFTI R

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.