Monitor - 10.11.2011, Blaðsíða 8

Monitor - 10.11.2011, Blaðsíða 8
Af hverju lögfræði og stefndir þú alltaf í þessa átt? Ég hafði alltaf hugsað mér að verða tónlist- arkennari en svo langaði mig í háskólanám og ákvað að prófa lögfræðina og líkar hún mjög vel. Hvað er skemmtilegast og hvað er leiðinlegast? Skemmtilegast er fjölbreytnin og réttar- sviðin eru ólík. Hún býður upp á margt og það er auðvelt að tengja hana við það sem er um að vera í daglegu lífi . Það er ekkert sem mér dettur í hug sem er leiðinlegast. Hversu langt er námið? Það tekur 3 ár að klára BA-námið og mast- ers-námið tekur 2 ár. Þannig að í heildina eru það 5 ár sem þarf að klára til að geta afl að sér héraðsdómslögmannsréttinda. Þú getur sett saman námið þitt í meistara- náminu og valið kúrsa í takt við áhugasvið. Hversu stór hluti af lífi þínu er námið? Í dag er það 100%. Ég er í fullu laganámi og svo er ég formaður Lögréttu sem er félag laganema við HR. Síðan er ég að vinna á LEX lögmannsstofu, svo að allur minn tími og orka fer í lögfræðina. Framtíðarmöguleikar sem lögfræðingur? Mér líkar mjög vel við að öðlast reynslu á lögmannsstofu. Svo fi nnst mér réttarfar mjög áhugavert, eins og einkamálarétt- arfarið og sakamálaréttur, þannig að það heillar mig að starfa við ákæruvaldið. Það væri gaman að starfa hjá ríkissaksóknara. Hvernig er félagslífi ð? Félagslífi ð er æðislegt. Hjá okkur eru hefð- bundnar vísindaferðir og svo er raunveru- leg árshátíð Lögréttu kölluð humarhátíðin og við héldum hana um daginn á Fjöru- borðinu á Stokkseyri. Svo eru grímuböll, jólaböll, golfmót og fl eira skemmtilegt. Einnig er nóg að gera í fræðilegu hliðinni og við höldum málfundi og annað gagnlegt. Félagslíf og bækur þurfa að haldast í hend- ur, maður þarf að geta fengið sér aðeins á milli þess sem maður er að lesa. ÓMAR BERG RÚNARSSON Árgerð: 1988. Nám: Lagadeild HR. ANNA KRISTÍN ROSENBERG Árgerð: 1977. Nám: Meistarnám í kínversku og alþjóðaviðskiptum. Af hverju þetta nám og stefndir þú alltaf í þessa átt? Ég bjó í tvö ár í Kína eftir að ég kláraði grunnnámið og þegar ég fl utti heim hafði HR samband við mig og spurði hvort þetta væri ekki tilvalið framhald. Ég ætlaði líka alltaf í áframhaldandi nám og það kom ekkert annað til greina en HR. Skemmtilegast og leiðinlegast? Mér fi nnst gaman hvað það eru margir góðir kennarar sem koma að utan. Einnig fi nnst mér skipta máli að geta gert raunverkefni fyrir raunveruleg fyrirtæki. Það er svo mikilvægt að geta tekið að sér verkefni úti í atvinnulífi nu og hafa reynslu af því úr skólanum. Ég hef ekkert neikvætt út á námið að setja. Hversu langt er námið? Meistaranámið er 2 ár en grunnnámið er 3 ár. Hversu stór hluti af lífi þínu er námið? Á meðan maður er í námi þá er þetta full vinna. Þetta er svolítið kennt í lotum í meistaranáminu. Þegar kennarar koma erlendis frá þá eru þetta oft tarnir frá fi mmtudegi til sunnudags en það kemst fl jótt upp í vana. Framtíðarmöguleikar með gráðu í viðskiptum? Ég er að fl ytja út að vinna og það fi nnst mér mjög jákvætt. Hvernig er félagslífi ð? Það er öðruvísi í meistaranáminu heldur en í grunnnáminu. Ég persónulega get ekki farið í allar vísindaferðirnar eða eitthvað þvíumlíkt af því að ég á strák sem ég þarf að sjá um. En hópurinn er mjög skemmtilegur og við gerum margt skemmtilegt saman. Við förum oft út að borða með kennurunum sem koma að utan og maður myndaði mjög náin tengsl við hópinn sinn. Meirihluti verk- efnanna er hópavinna og því mikilvægt að við náum vel saman. 8 Monitor FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 Af hverju þetta nám og stefndir þú alltaf í þessa átt? Ástæðan fyrir því að ég fór í þetta nám var sú að þetta heldur nánast öllum möguleik- um opnum. Ég á auðvelt með stærðfræði og vissi það í raun alltaf að ég færi út í eitthvað verkfræðilegt. Hátækni er mjög spennandi kostur því fagið er í raun á milli rafmagnsverkfræði og vélaverkfræði. Skemmtilegast og leiðinlegast? Skemmtilegast er félagslífi ð og andinn í kringum allt í HR. Ég var í bekkjarkerfi í Verzló og hér hefur myndast svipuð stemning og þar. Við erum mjög fá í há- tækniverkfræðinni og erum öll orðin mjög miklir viðir. Svo heillar eðlisfræðin og stærðfræðin mig. Leiðinlegast er svo álagið sem getur verið frekar mikið stundum. Svo getur þú ekki spurt mig út í reglunarfræði því ég hef enn ekki náð því hvað það er. Hversu langt er námið? BS-námið er þrjú ár. Þá er hægt að fara í master í rauninni hvaða verkfræði sem er. Ég tek mikið val í rekstrarverkfræði því það heillar mig að fara í þá áttina í framhaldsnáminu. Svo eftir mastersnám er hægt að kalla sig verkfræðing. Hversu stór hluti af lífi þínu er námið? Ég myndi segja að námið sé svona 80% af mínu lífi núna. Líf mitt er lítið annað en skóli, fótbolti og félagslífi ð í skólanum þessa dagana. Framtíðarmöguleikar með gráðu í hátækniverkfræði? Það er mögulegt að fara í gott framhalds- nám í virtum háskólum víðsvegar um heiminn og svo eru mörg tækifæri sem opnast í atvinnulífi nu. Hvernig er félagslífi ð? Félagslífi ð er frábært. Pragma, félag verk- fræðinema, er mjög virkt og gott. Hér eru vísindaferðir í hverri viku og árshátíð og allt utanumhald er gott. Fólk er almennt í góðum fíling og án þess að særa neinn þá held ég að Pragma sé virkasta nemendafé- lagið innan skólans. Af hverju þetta nám og stefndir þú alltaf í þessa átt? Ég er svona týpísk stelpa sem hélt að ég ætti ekkert í þessa stráka sem lærðu örugglega forritun á sama tíma og þeir lærðu að smyrja brauð. En svo af því að ég var starfsmaður hjá HR fékk ég að taka nokkra kúrsa að eigin vali og ég smám saman leiddist út í tölvunar- fræðina. Skemmtilegast og leiðinlegast? Maður fær verkefni og hugsar fyrst hvernig í ósköpunum maður eigi að leysa þau og það er skemmtilegast að leysa verkefnin á endanum og sigrast á áskorunum. Án þess að það sé leiðinlegt þá getur samt álagið verið mikið á köfl um. Hversu langt er námið? Af því að ég er ekki með grunngráðu úr tölvunarfræði þá þarf ég að bæta við mig sem samsvarar einu ári og því verð ég 3 ár að klára en að öllu jöfnu þá er meistaranámið 2 ár. Hversu stór hluti af lífi þínu er námið? Er til eitthvað annað líf? Þegar maður leggur saman skólann og fjölskylduna þá er mjög lítið eftir. Framtíðarmöguleikar sem tölvunarfræðing- ur? Ég sé þetta í samhengi við grunngráðuna mína í upplýsingafræði því það er svo mikill kostur að hægt sé að tengja tölvunarfræðina við svo margt. Gagnagrunnar eru mitt áhugasvið eins og er en möguleikarnir eru margir og maður er alltaf að sjá möguleika út í önnur fræði. Hvernig er félagslífi ð? Félag tölvunarfræðinema, Tvíund, er mjög virkt. Þó ég eigi fjölskyldu og geti ekki sleppt mér í félagslífi nu þá er mjög mikilvægt að komast í gegnum námið með því að hafa gott fólk í kringum þig og það er mjög mikilvægt að geta kynnst fólki í gegnum félagslífi ð. HárRétt ákvörðun ÁSLAUG EIRÍKSDÓTTIR Árgerð: 1982. Nám: Meistarnám í tölvunarfræðideild. GRÉTAR ATLI GRÉTARSSON Árgerð: 1988. Nám: Grunnám í hátækniverkfræði. M yn di r/ Si gu rg ei r S. Ungmennum stendur margt til boða þe gar kemur að námi. Monitor ræddi við nemendur úr Háskólans í R eykjavík frá ýmsum deildum.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.