Morgunblaðið - 16.12.2011, Page 1

Morgunblaðið - 16.12.2011, Page 1
F Ö S T U D A G U R 1 6. D E S E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  295. tölublað  99. árgangur  HUGINN AFKASTA- MIKILL BARNA- BÓKAHÖFUNDUR GETUR SUNGIÐ EINS OG SHAGGY GRILLAR HUMAR Á GAMLÁRS- KVÖLD SYKURSÆT AGNES BJÖRT 39 ÁBÓT EFTIR SKAUPIÐ 22STOFNAÐI EIGIN BÓKAÚTGÁFU 10 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, hefur tilkynnt þeim Ólafi Ísleifssyni, for- manni stjórnar ISB Holding (sem fer með 95% hlut í Íslandsbanka), Ástu Þórarinsdóttur stjórn- armanni og Maríu Björgu Ágústsdóttur, stjórn- armanni, að ákveðið hafi verið að skipta um stjórn ISB Holding og skýrði hún þessa ákvörðun, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins, á þann veg að um áherslubreytingar væri að ræða. Steinunn sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, spurð um ástæður þess að stjórnin var sett af, að breytingar væru framundan. „Skila- nefndin sem skipaði stjórn ISB Holding hættir um áramót og það má segja að nýju fólki fylgi nýjar áherslur. Við erum að fara inn í nýjan fasa núna, sem er end- urskipulagning, mögulegir nauðasamningar hjá Glitni og inn í þá atburðarás fléttast Íslandsbanki óhjákvæmilega. Við teljum okkur vera að fá mjög hæft fólk þarna til starfa,“ sagði Steinunn. Fjármálaeftirlitið þarf að staðfesta slíkar breytingar, en það hefur ekki enn verið gert. Gunnar Andersen, forstjóri FME sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hin nýja stjórn þyrfti að koma í hæfismat til FME, áður en hægt væri að staðfesta breytingarnar. „Við þurfum að sann- reyna óhæði þeirra, hæfi og hæfni. Við settum fjölmörg skilyrði fyrir þessu eignarhaldsfélagi til þess að tryggja sjálfstæði þess. Á næstunni verða þessir nýju stjórnarmenn kallaðir hingað til okkar í hæfismat,“ sagði Gunnar. Öll stjórn ISB sett af  Formaður slitastjórn- arinnar segir að nýju fólki fylgi nýjar áherslur MNý stjórn ISB »6 Skilanefnd » Skilanefnd Glitnis, sem skipaði stjórn ISB Holding, hættir um áramót og for- maður slitastjórnar segir að nýju fólki fylgi nýjar áherslur. » Þau Tryggvi Páls- son, Reynir Krist- insson og Dagný Halldórsdóttir, fara í hæfismat hjá FME. Ljúfan og sætan ilm lagði yfir miðbæinn í gær- kvöldi þegar Ævar Örn Magnússon og Guð- mundur Arngrímsson ristuðu möndlur í sykri og kanil að dönskum hætti. Þeir höfðu komið sér vel fyrir á horni Skólavörðustígs og Laugavegar og hafa eflaust komið vegfarendum í jólaskap. Ljúf angan á Laugavegi Morgunblaðið/Ómar  Rekstrar- aðilar IKEA- verslunar- innar á Ís- landi hafa fengið lóð í Vilníus, höfuðborg Litháens, og stefna að opnun fyrstu IKEA-verslunarinnar í Eystrasalts- ríkjunum haustið 2013. Kostnaður við uppbygginguna er áætlaður um 45 milljónir evra sem svarar til um 7 milljarða íslenskra króna. Sigurður Gísli Pálmason stjórnarformaður segir að verk- efnið sé fullfjármagnað, að öllu leyti frá útlöndum. Verslanir IKEA hafa víða dregið að sér aðrar smásöluverslanir. Gert er ráð fyrir því í skipulagi versl- unarsvæðisins í Vilníus að svo geti einnig orðið þar. »2 Íslendingar byggja upp IKEA í Litháen  Samkvæmt langtímaveð- urspá norsku veðurstofunnar mun snjóa hér á landi dagana fyr- ir jól og á að- fangadag. Á þetta bæði við um Reykjavík og Mývatn svo dæmi séu tekin. Því er útlit fyrir hvít jól að þessu sinni, en margt getur breyst í veðrinu á rúmri viku. Útlit er fyrir að veðurfarið hald- ist svipað á landinu öllu fram yfir jól, þó með þeirri undantekningu að það geri skammvinna þíðu í að- draganda jólanna strax eftir helgi og fram í miðja viku ef tekið er mið af veðurbloggi Einars Sveinbjörns- sonar veðurfræðings. Gert hafði verið ráð fyrir meiri hlýindum eftir helgi en hlákuspáin virðist dregin til baka. Útlit fyrir snjókomu á aðfangadag dagar til jóla 8 Askasleikir kemur í kvöld www.jolamjolk.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki var ljóst í gærkvöldi hvenær þingsályktunartillaga um að fela saksóknara Alþingis að draga til baka ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir landsdómi yrði lögð fram á Alþingi eða hverjir yrðu með- flutningsmenn Bjarna Benedikts- sonar að málinu. Bjarni telur að staðan í þinginu hafi breyst frá því málshöfðun var samþykkt. Þingmenn úr fjórum flokkum hafa lýst yfir stuðningi við málið og áhuga á að gerast meðflutningsmenn, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Málið var rætt í þingflokkunum í gær. Andstaða var við það í þing- flokki Samfylkingarinnar að þing- menn flokksins gerðust meðflutn- ingsmenn. Niðurstaða þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs varð sömuleiðis sú að þing- menn flokksins stæðu ekki að þessu máli. Björn Valur Gíslason, formað- ur þingflokksins, sagði aðspurður að flokkurinn bannaði ekki þingmönn- um að styðja mál eða flytja með öðr- um. Þeir sem unnið hafa að málinu telja að komin sé upp ný staða um stuðning við kæruna sem samþykkt var fyrir rúmu ári. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins hefur komið fram í samtölum þingmanna að sí- fellt fleiri muni veita tillögu um aft- urköllun málsins stuðning eða hlut- leysi. Þar er meðal annars rætt um til- tekna þingmenn Framsóknarflokks- ins sem greiddu atkvæði með máls- höfðun og þingmenn VG sem yfirgefið hafa flokkinn eða voru fjar- verandi. Á móti hefur Róbert Mars- hall, þingmaður Samfylkingarinnar, sem greiddi atkvæði á móti máls- höfðun, lýst því yfir að ekki sé rétt að stöðva málið. „Ég tel augljóst að þingið hljóti að bregðast hratt og örugglega við. Ég hefði ekki unnið að málinu nema ég teldi aðstæður á Alþingi gjörbreytt- ar,“ segir Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins. Ekki var búið að leggja tillöguna fram í gærkvöldi, þegar Morgunblaðið hafði síðast fréttir af málinu, og ekki gengið frá því hverjir yrðu meðflutn- ingsmenn. »4 Telur stöðuna breytta  Þingmenn undirbúa tillögu um að draga til baka ákæru á hendur Geir H. Haarde  Andstaða er í stjórnarflokkunum við að þingmenn gerist meðflutningsmenn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.