Morgunblaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 350. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Ólst upp með grímu
2. Demi Moore verður áfram …
3. Átti sér ekkert einkalíf í æsku
4. Jennifer Aniston besta vinkona …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Kvikmyndaleikstjórinn Dagur Kári
Pétursson vinnur nú að handriti
næstu kvikmyndar sinnar, Fleygur,
sem framleidd verður af starfsbróður
hans, Baltasar Kormáki og fyrirtæki
hans, Sögn ehf. »43
Morgunblaðið/Golli
Fleygur næsta kvik-
mynd Dags Kára
Fjórða upplagið af plötu Mugisons,
Haglél, er á leiðinni til landsins, alls
6.000 stykki. Framleidd eintök eru
því orðin 30.000 og eru 24.000 farin
frá útgefanda til kaup-
enda og í búðir. Um-
slagið er handgert
og því óhætt að
segja að hér sé á
ferðinni Íslandsmet í
slíkum fræðum.
Hreint ótrúleg-
ur árangur.
Mugison mokar
plötunum út
Á laugardag Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt og stöku él
víða um land, en léttskýjað A-til. Frost 2 til 12 stig.
Á sunnudag Vaxandi sunnanátt með snjókomu eða slyddu V-til
síðdegis, en hægara og úrkomulítið eystra. Talsvert frost í fyrstu.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestan 8-13 m/s og léttskýjað framan
af degi sunnantil en áfram él norðantil. Vestlægari í kvöld með élj-
um vestanlands. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.
VEÐUR
Rúnar Kristinsson, þjálfari
Íslands- og bikarmeistara
KR í knattspyrnu, vonast
eftir því að fá Brynjar Björn
Gunnarsson til liðs við fé-
lagið næsta sumar. Rúnar
fékk þriðja unga leikmann-
inn til liðs við KR í gær en
segir óvissu um leik-
mannahópinn og menn eins
og Guðjón Baldvinsson og
Kjartan Henry Finnbogason
geti horfið á braut til er-
lendra liða. »2
Rúnar vonast til
að fá Brynjar
Kári Steinn Karls-
son reiknar með
að það kosti sig
fjórar milljónir
króna á einu ári
að búa sig
undir Ólymp-
íuleikana í
London
næsta
sumar.
Hann fer
fjórum sinnum í
æfingabúðir er-
lendis og fær
launalaus leyfi til
þess hjá vinnuveit-
anda sínum en
hann hefur verið í
75 prósenta starfi
síðan í byrjun
október. »4
Fjögurra milljóna und-
irbúningur hjá Kára
Framarar féllu niður í fjórða sætið í
úrvalsdeild karla í handboltanum í
gærkvöld, þrátt fyrir að þeir væru
með undirtökin fyrstu 40 mín-
úturnar. HK vann að lokum Safamýr-
arliðið, 30:27, og komst í þriðja sætið
í staðinn. FH lenti í basli með botnlið
Gróttu en komst í annað sætið með
sigri á Seltjarnarnesi og Haukar náðu
þriggja stiga forskoti. »2-3
Framarar brotnuðu og
töpuðu í Digranesi
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Athygli vakti að í haustútskrift To-
ronto-háskóla í Kanada á dögunum
útskrifaðist bresk kona, Sara Al-
Bader, með doktorsgráðu tæplega
ári eftir að hún lést ásamt eig-
inmanni sínum í bílslysi, en Odd-
fríður Halla Þorsteinsdóttir, dósent
við skólann, hafði umsjón með því að
lokið var við doktorsverkefnið.
Oddfríður Halla er vísindafræð-
ingur og hefur búið í Toronto síðan
1998, en kennt við læknaskóla To-
ronto-háskóla síðan 2001. Hún hefur
haft umsjón með námi sem tengist
heilbrigðisástandi í þróunarlönd-
unum en Sara Al-Bader vann að ný-
sköpun á sviði heilbrigðisvísinda í
þróunarlöndum.
Ætluðu að flytja
Hjónin Sara Al-Bader og Michael
Smoughton voru á leið frá Toronto
til Halifax þegar þau lentu í ísingu
og létust í bílslysi skammt frá Mont-
real í nóvember í fyrra. Þau voru í
gömlum bíl sem eiginmaðurinn ætl-
aði að flytja með sér til Bretlands
þar sem hann hafði fengið vinnu
sem skipulagsfræðingur í London.
Hún ætlaði að taka lestina til baka
frá Halifax og ljúka ritgerðinni en
fara síðan á eftir honum til Eng-
lands.
Fór fyrir hópnum
Ekki er algengt að fólk fái dokt-
orsgráðu eftir að hafa fallið frá.
Oddfríður Halla segir að samstúd-
entar Söru hafi strax eftir slysið
kannað hvort Sara, sem var
34 ára þegar hún lést, gæti
ekki útskrifast með þeim.
Þeir hafi komist að því að
Háskólinn í Toronto fylgir
ákveðinni stefnu um
hvernig veita skuli þess
konar gráður. Í kjöl-
farið hafi hópurinn at-
hugað hvaða skilyrði
þyrfti að uppfylla til þess að draum-
urinn yrði að veruleika. Nemarnir
hafi komist að því að verkefninu
þyrfti að mestu leyti að vera lokið og
þar sem það hafi verið raunin hafi
þeir ákveðið að ljúka því í samein-
ingu. „Ég var í verkefnisnefnd
hennar, hafði oft talað við hana um
verkefnið og tók því að mér að leiða
hópinn,“ segir Oddfríður Halla.
Oddfríður Halla bætir við að fé-
lagar Söru hafi verið önnum kafnir
við eigin verkefni og fljótlega komist
að því að það var ekki eins auðvelt
og þeir héldu að setjast niður með
texta annars nemanda og þurfa að
laga og breyta. „Það er ekki auðvelt
að fara inn á svæði annars manns og
því tók ég að mér að vinna með text-
ann,“ segir Oddfríður Halla.
Doktor um ári eftir andlátið
Oddfríður Halla
fylgdi verkefninu
eftir í Toronto
Útskrift Oddfríður Halla Þorsteinsdóttir, þriðja frá vinstri, með nýju doktorunum og foreldrum Söru Al-Bader.
Fjórir nemendur komu að loka-
verkefni Söru Al-Bader með Odd-
fríði Höllu Þorsteinsdóttur og var
hún leiðbeinandi þriggja þeirra í
doktorsnáminu. Ritgerðin fjallar
um nýsköpun heilbrigðisvísinda í
Afríku. Rannsóknir Söru í Suður-
Afríku og Gana voru hluti af dokt-
orsverkefni hennar og bar hún
þær saman við gögn frá Tan-
saníu og Úganda. Oddfríður
Halla segir að það hafi auð-
veldað að fá samþykki fyrir út-
skriftinni að Sara hafði birt tvær
greinar úr rannsókn sinni í virtum
tímaritum, m.a. í Nature Bio-
technology. „Það er gaman að okk-
ur tókst að ljúka þessu og Sara
fékk doktorsgráðuna. Ritgerðin
hennar er góð og við vildum að
röddin hennar heyrðist,“ segir
hún, en Oddfríður Halla kynnti rit-
gerðina á ráðstefnu í Argentínu á
dögunum.
Kynnti ritgerðina í Argentínu
NÝSKÖPUN HEILBRIGÐISVÍSINDA Í AFRÍKU
Sara al-Bader
Hljómsveitin White Signal frá
Reykjavík og Hafnarfirði sigraði í
jólalagakeppni Rásar 2 með laginu
Jólanótt. Lagið er
eftir Guðrúnu
Ólafsdóttur og
textinn eftir hana
og Katrínu Helgu
Ólafsdóttur. Liðs-
menn hljómsveit-
arinnar eru allir á
aldrinum 14 – 16
ára. Þetta er 9.
árið sem keppnin
er haldin.
White Signal á jólalag
ársins á Rás 2