Morgunblaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2011 FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Öll stjórn ISB Holding, dótturfélags þrotabús Glitnis, hefur verið sett af. ISB Holding fer með 95% eignarhlut í Íslandsbanka. Allir aðalmenn stjórnarinnar, þau Ólafur Ísleifsson hagfræðingur, sem verið hefur formaður stjórnar, Ásta Þórarinsdóttir viðskiptafræðingur og María Björg Ágústsdóttir, starfs- maður Glitnis, fengu fyrir skemmstu tilkynningu um það frá Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni slit- astjórnar Glitnis, að ákveðið hefði verið að skipta um stjórn. Þetta fékk Morgunblaðið staðfest í gær.Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins tilgreindi Steinunn ekki aðrar ástæður fyrir breytingunum en þær, að um áherslubreytingar væri að ræða. Ný stjórn í hæfismat Tryggvi Pálsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands, verður formað- ur hinnar nýju stjórnar og með hon- um í stjórn verða þau Reynir Krist- insson rekstrarráðgjafi, sem var varamaður í stjórn ISB Holding, og Dagný Halldórsdóttir. Samkvæmt lögum hætta skila- nefndir bankanna störfum frá og með næstu áramótum og þau verk- efni sem hafa verið í þeirra höndum og enn verður ólokið færast þá til slitastjórna bankanna. Það á við um skilanefndir Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans. Glitnir er þrotabú, eins og kunn- ugt er, og meðal eigna þrotabúsins er 95% hlutur í Íslandsbanka. Þrotabú getur ekki farið með virkan eignarhlut í banka, en á hinn bóginn getur dótturfélag þrotabús farið með virkan eignarhlut, en það er einmitt ástæða þess að ISB Holding var stofnað af skilanefnd Glitnis á sínum tíma, sem dótturfélag Glitnis. Skilyrði Fjármálaeftirlitsins Þegar það var gert setti FME ákveðin og ströng skilyrði fyrir því að dótturfélög gætu farið með virkan eignarhlut í viðskiptabönkunum. Meðal annars það að langtímahags- munir ættu að ráða för. Gunnar Andersen, forstjóri FME, var spurður í gær, hvort FME hefði staðfest breytingar á stjórn ISB Holding: „Það hefur verið óskað eftir staðfestingu en fyrst þurfum við að fá nýja stjórnarmenn í hæfismat. Við þurfum að sannreyna óhæði þeirra, hæfi og hæfni. Við settum fjölmörg skilyrði fyrir þessu eignarhalds- félagi til þess að tryggja sjálfstæði þess. Á næstunni verða þessir nýju stjórnarmenn kallaðir hingað til okk- ar í hæfismat,“ sagði Gunnar. Ný stjórn ISB fer í hæfismat  Áherslubreytingar voru skýringar Steinunnar Guðbjartsdóttur, formanns slitastjórnar Glitnis á því að stjórn ISB Holding var sett af  ISB Holding fer með 95% hlut í Íslandsbanka til áramóta Íslandsbanki ISB fer með 95% hlut. Fjármálaeftirlitið setti á sínum tíma fjölmörg og ströng skilyrði fyrir því hvernig rekstri eignar- haldsfélagsins ISB Holding, sem er dótturfélag þrotabús Glitnis, skyldi háttað. Þriggja manna stjórn ISB Holding var öll sett af, fyrir skemmstu, af Steinunni Guð- bjartsdóttur, formanni slita- stjórnar Glitnis. Ströng skil- yrði voru sett FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Líflegt er í fjárhúsum landsins nú um mundir þar sem fengitími sauðfjár stendur yfir. Blæsma ær vonast til að hrútnum verði hleypt til sín en sumar eru ekki svo heppnar og fá bara sæð- isstrá. Í fyrra voru sæddar um 30.000 ær frá Sauðfjársæðingastöðvum Vesturlands og Suðurlands. Búist er við að fjöldinn verði svipaður í ár. Að sögn Árna Bragasonar hjá Bún- aðarsambandi Vesturlands fóru sauð- fjársæðingarnar hægar af stað þar en áður. „Það var eins og menn væru varkárir að fá sauðburðinn of snemma eftir kalt vor. En svo kom góður kippur og það er allt búið að vera í fullum gangi. Toppurinn var í kringum síðustu helgi og það verður sætt til 21. desember,“ segir Árni og bætir við að meirihluti búa sæði eitt- hvað þó engin bú sæði ærnar ein- göngu. Sauðfjársæðingar eru til kynbóta, til að fá nýja og betri eiginleika inn í fjárstofninn. Bændur leita nú eftir öðrum eigin- leikum í hrútunum en áður. „Þeir eru farnir að horfa meira á hvernig dætur hrút- arnir gefa, þá frjósemi og mjólkurlagni. Við sjáum að þeir hrútar sem koma inn á stöðina og eru Smáskjálftahrina átti sér stað á Hellisheiði aðfaranótt þriðjudagsins. Um tuttugu skjálftar voru í hrin- unni, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands, og sá stærsti mældist um tveir að stærð. Að öðru leyti hefur verið frekar hljóðlegt á Hellisheiði að undanförnu. Um 1.300 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofunnar í nóvember nýliðnum. Stærsti jarð- skjálftinn var 3,5 að stærð með upp- tök í sunnanverðri Kötluöskju þann 8. nóvember. Flestir jarðskjálftar í mánuðinum voru staðsettir undir Mýrdalsjökli og við Húsmúla á Hellisheiði segir í frétt á vef Veð- urstofunnar. Mesta virknin í mán- uðinum var við Húsmúla við Hellis- heiðarvirkjun. Þar mældist fjöldi smáskjálfta, þeir stærstu af stærð Ml 2,5, en þeir minnstu um Ml -0,4. ingveldur@mbl.is Smáskjálftahrinur  Um tuttugu smáskjálftar mældust á Hellisheiði aðfaranótt þriðjudagsins Morgunblaðið/Rax Hellisheiði Borholur orsaka skjálfta. Gosi og Grábotni eru vinsælustu hrútarnir á Sauðfjársæðingastöð Vestur- lands þetta árið. „Grábotni er mjög góður að öllu leyti og komin reynsla á hann, bæði kjötgæðin og sem ærfaðir. Gosi er yngri hrútur, var á Suðurlandi í fyrsta skipti í fyrra og kom þá bestur út úr lambaskoðunum. Svo erum við með fimm nýja kollótta hrúta og það hefur verið góð notkun á þeim og jöfn. Þeir hrútar sem eru jafnir og með alla þætti jákvæða eru vinsælastir,“ segir Árni. Borði og Hergill af hyrndu hrútunum og Steri af kollóttu hrút- unum eru vinsælastir á Suðurlandi. „Ég reikna með að Hergill sé vinsæll m.a vegna þess að hann er mjög óskyldur og líka að hann er mjög fallegur hrútur með mikla kjöteiginleika. Borði er einstakur kjötgæðahrútur og hefði verið enn meira notaður ef ekki hefðu komið vísbendingar um að hann væri kannski ekki al- veg eins góður ærfaðir og menn héldu,“ segir Sveinn. Gosi, Grábotni, Borði, Hergill VINSÆLUSTU HRÚTARNIR Hrútur Hergill er eftir- sóttur á Suðurlandi. ekki með mjög góða kynbótaspá fyrir þá eiginleika fá minni notkun. Hrút- arnir fara ekki inn á stöð öðruvísi en þeir séu góðir varðandi kjötgæðin en þeir hafa verið of breytilegir varðandi dæturnar og það er verið að reyna að breyta því svo ekki verði afturför í þeim efnum,“ segir Árni. Jöfn aðsókn í hrútana Sömu sögu er að segja hjá Sauð- fjársæðingastöð Suðurlands. „Fyrir nokkrum árum var fituleysi og kjötið aðalatriðið en nú er meira litið til þess hvort hrútarnir séu góðir ærfeður, gefi frjósemi og mjólkurlagni,“ segir Sveinn Sigurmundsson fram- kvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands. Þar hefur aðsóknin í hrútana verið mjög jöfn. Allir hrútarnir hafa verið góðir í sæðistöku og enginn þeirra klikkað, sem er óvenjulegt að sögn Sveins. Á Suðurlandi er hlutfallslega mest sætt í Árnessýslu en minnst í Vestur- Skaftafellssýslu. Vinsælasti hrúturinn á Suðurlandi í fyrra var Grábotni, hann er nú kom- inn á Vesturland og virðist ætla að fylgja vinsældum sínum eftir þar. Ljósmynd/Atli Vigfússon Fengitími Hrúturinn Flóki í Suður-Þingeyjarsýslu fékk blæsma á í gær. Hinir hrútarnir horfa öfundaraugum á. Fjör er hjá fénu í fjár- húsum á fengitíma  Um 30.000 ær sæddar í ár  Góðir ærfeður eftirsóttir Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) sendu í gær öllum þingmönnum bréf þar sem lagst er gegn laga- frumvarpi sem veitir sveitar- félögum og landshlutasamtökum þeirra sérleyfi til fólksflutninga á tilteknum leiðum og svæðum, þ.e. einnig á milli sveitarfélaga, sem er ekki í dag. Vísað er til umsagnar SAF og Samtaka afvinnulífsins um að fyrirhuguð lagabreyting sé „samkeppnishamlandi og sveit- arfélögum eða landshluta- samtökum þeirra verður veitt vald til að ákveða hvaða þjónustu ferða- þjónustufyrirtæki geti veitt á hverju svæði“. Breytingin komi einnig til með að hækka endur- greiðslur vegna olíugjalds um a.m.k. 10 milljónir á ári. SAF mótmælir frum- varpi um sérleyfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.