Morgunblaðið - 16.12.2011, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2011
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég var í meistaranámi ífjármála- og fyrirtækja-stjórnun úti í Svíþjóð þeg-ar hrunið varð 2008. Þeg-
ar ég flutti heim langaði mig ekkert
inni þennan viðskiptageira aftur, en
ég hafði meðal annars unnið sem
verðbréfamiðlari. Ég er að reyna að
búa mér til vinnu með þessari bókaút-
gáfu, en listaheimurinn er vissulega
svolítið erfiður. Þetta gengur samt
þokkalega núorðið,“ segir Huginn
Þór Grétarsson bókaútgefandi, við-
skiptafræðingur og rithöfundur, en
hann stofnaði fyrir nokkrum árum
bókaútgáfuna Óðinsauga, þar sem
boðið er upp á útgáfu eftir þörfum
hvers og eins. „Það er hægt að velja
nokkrar útgáfuleiðir, fólk getur valið
hversu mikið það sér um sjálft og
hversu mikið það vill að ég sjái um,
hvort sem það er prentun, dreifing
eða annað. Ég get aðstoðað fólk og
notað tengslin sem ég er með úti.
Hugmyndin með Óðinsauga-
útgáfunni er að margir taki þátt og
hjálpist að, það er nýstárlegt í bóka-
útgáfu.“
Þurfa að vera skemmtilegar
Huginn hefur verið afkastamikill
við að skrifa barnabækur og gefa þær
út. Sú nýjasta heitir Fjörugt ímynd-
unarafl á fjórum tungumálum. Bókin
er á íslensku norsku, dönsku og
ensku, og hana er þannig bæði hægt
að lesa á ylhýru móðurmálinu eins og
hverja aðra barnabók eða nota sem
kennslubók. Börn og jafnvel full-
orðnir geta með bókinni lært ný
tungumál.
„Hugmyndin að þessari bók kom
út frá því að ég heyrði af því í ferðum
mínum í bókabúðum að fólk væri að
biðja um bækur fyrir börn á Norður-
landamálum, sérstaklega á norsku.
Íslendingar hafa jú margir verið að
flytja til Norðurlandanna undanfarið.
Ég bjó sjálfur í Danmörku um tíma
og þekki hvernig það er að tileinka
sér nýtt tungumál og þá er gott að
hafa stuðningsrit. En svona bækur
verða að vera skemmtilegar, það
skiptir miklu máli,“ segir Huginn og
bætir við að hann hafi fengið styrk frá
Nordplus tungumálaáætluninni til að
gera bókina og bæði Noregur og
Færeyjar hafi sýnt því mikinn áhuga
að gefa bókina út, en vissulega þyrfti
hann að bæta færeyskunni við í fær-
Fjörugt ímyndunarafl
og eigin bókaútgáfa
Huginn Þór Grétarsson hefur gefið út fjöldan allan af barnabókum og stofnaði
sína eigin bókaútgáfu, Óðinsauga. Nýjasta bókin hans er á fjórum tungumálum.
Morgunblaðið/Golli
Bókaútgefandi Huginn Þór Grétarsson er stoltur af bókunum sínum.
Vefsíða Couture Allure er eiginlega
algjört himnaríki fyrir aðdáendur
vintage-fatnaðar. Þar er hægt að sjá
ótal fallega kjóla, t.d. marga frá
fjórða og fimmta áratugnum. Líka
fylgihluti og hatta. En fatnaðinum er
skipt í flokka eftir tímabilum.
Vefsíðan var sett á fót árið 2001
og er fatnaðurinn sérstaklega valinn
víðs vegar um heiminn. Það eru
mæðgurnar Jody og Sarah sem reka
Couture Allure en á síðunni segir að
þær hafi báðar ástríðu fyrir vintage-
klæðnaði og fylgihlutum. Þær leggja
sig fram um að velja sem fallegastan
klæðnað. Jody hefur saumað síðan í
barnæsku og er lærður fatahönn-
uður. Báðar hafa þær mæðgur lengi
starfað í kringum tískuiðnaðinn. Þær
eru búsettar í grennd við Boston en
senda fatnað víða um heim.
Það er oft skemmtilegt að hverfa
dálítið aftur í tímann þegar kemur
að tískunni. Margt hefur elst afar vel
og eru kjólarnir margir hverjir klass-
ískir þótt aðrir séu öllu skræpóttari
og kannski ekki að allra smekk að
klæðast þeim. Það er um að gera að
njóta þess að skoða. Eins er gott að
fá hugmyndir á svona síðum ef mann
vantar hugmyndir að því hvernig
tískan var á einhverju ákveðnu tíma-
bili.
Vefsíðan www.coutureallure.com
Tískan Í Mad Men-þáttunum gefur að líta marga flotta kjóla frá fyrri tíð.
Himnaríki vintage-fatnaðar
Þá er komið jólafrí hjá nemendum
landsins eftir stranga prófatörn.
Margir ætla örugglega að nýta
helgina í jólastúss og kíkja svo
kannski út um kvöldið.
Víða um bæ eru haldnar próf-
lokaskemmtanir ýmiss konar þessa
dagana. Ein slík verður á Úrillu gór-
illunni annað kvöld. Þar mun hljóm-
sveitin Span halda uppi stuðinu.
Span er ballsveit sem leikur töku-
lög úr ýmsum áttum, bæði gömul
og ný. Meðal þeirra hljómsveita
sem Span leikur lög með eru Abba,
Bon Jovi, Britney Spears, Dusty
Springfield, Trúbrot, Janis Joplin
og Kings of Leon. Ættu því flestir
að geta fundið lag við sitt hæfi til
að tæta upp dansgólfið við. Um að
gera að liðka sig dálítið eftir allan
lesturinn.
Endilega …
… tjúttið á
próflokaballi
Reuters
Hress Hún Britney skapar góða
stemningu á dansgólfinu.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Það skal áréttað að hönnun Eddu Skúladóttur sem mynd birtist af í liðnum
Endilega hér á þessum síðum miðvikudaginn 14. desember fæst ekki eingöngu
á fatamörkuðum heldur einnig í verslunum Epal og Kraum.
Árétting