Morgunblaðið - 16.12.2011, Síða 20

Morgunblaðið - 16.12.2011, Síða 20
FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Hægt væri að afnema gjaldeyris- höftin á innan við ári í tveimur áföngum. Annars vegar með útgáfu ríkisins á langtímaskuldabréfum í erlendum gjaldmiðlum sem hægt yrði að nota til þess að létta mögu- legum þrýstingi af gjaldeyrismark- aði og hins vegar afnámi almennra gjaldeyrishafta samhliða því að hömlum sem nú eru í gildi verði af- létt í þrepum á um það bil tólf mán- aða tímabili. Þetta kemur fram í greinargerð sem hópur sérfræðinga vann fyrir Viðskiptaráð um tillögur að afnámi hafta. Fyrsta skref áætlunarinnar geng- ur út á að losa um „snjóhengju“ óþolinmóðs fjármagns með því að veita öllum eigendum aflandskróna – innlendum sem erlendum – tæki- færi til að bjóða í langtímaríkis- skuldabréf í erlendum gjaldmiðlum. Í kjölfarið væri hægt að selja slík bréf á virkum eftirmarkaði og breyta þannig í aðrar tegundir er- lendra eigna (hlutabréf, skuldabréf, bankainnstæður og fasteignir). Fram kemur í skýrslu Viðskipta- ráðs að útgáfan muni ekki auka skuldsetningu ríkisins þar sem hún verður notuð til þess að greiða upp aðra fjármögnun. Hugmyndin er því að setja snjóhengjuna í langt endur- greiðsluferli og með þeim hætti skapa skilyrði til að hefja afnám hafta. Innleiðing varúðarreglna Slíkt skuldabréfaútboð gæti auk þess leitt í ljós hversu stór hluti afla- ndskrónueigenda hefði í raun og veru áhuga á að flytja þær úr landi. Yrði lítil þátttaka í útboðunum myndi það hugsanlega gefa til kynna að hægt væri að afnema höft án þess að eiga von á jafnmiklu út- flæði fjármagns og margir óttast. Samfara öðru skrefi áætlunarinn- ar – afnámi almennra gjaldeyris- hafta – er lagt til að þegar í stað séu útfærðar varúðarreglur sem ætlað er að sporna við því að þeir brestir sem orsökuðu gjaldeyriskreppuna hér á landi geti komið upp á ný. Slík- ar reglur miða að því að koma í veg fyrir óhóflega erlenda skuldsetningu og gjaldmiðlaskekkingu efnahags- reikninga, meðal annars með því að banna sveitarfélögum að taka erlend lán og minnka tímabundið hámarks- heimild lífeyrissjóða til að fjárfesta í erlendum eignum – úr 50% í 30%. Skýrsluhöfundar – þar á meðal er Gylfi Magnússon, fyrrverandi efna- hags- og viðskiptaráðherra – leggj- ast hins vegar gegn fyrirvaralausu afnámu hafta án annarra aðgerða vegna hættu á miklu útflæði fjár- magns. Á það er bent að hrein gjald- eyrisstaða Seðlabankans er neikvæð um 83 milljarða króna og því er gjaldeyrisforðinn ekki nægjanlega traustur til þess að takast á við mik- ið útflæði fjármagns á skömmum tíma. Ekki forsenda afnáms Lagt er til að Seðlabankinn reyni að sporna við óhóflegum og lang- vinnum sveiflum í raungenginu, sem gæti – ef vel er staðið að málum – leitt til uppbyggingar gjaldeyris- forða á hagkvæman hátt. „Stærð gjaldeyrisforðans nú er ekki nægj- anleg að teknu tilliti til væntra út- greiðslna á næstu misserum til að stunda slík inngrip á gjaldeyris- markaði og því þyrfti Seðlabankinn fyrst um sinn að auka við regluleg gjaldeyriskaup sín á markaði óháð stöðu gengisins.“ Ekki er tekið undir það sjónarmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að fyrst þurfi að kortleggja framtíðarskipan peningamála hér á landi áður en ráðist er í afnám gjaldeyrishafta. „Hvorki er nauðsynlegt né ráðlegt að bíða með losun gjaldeyrishafta þar til framtíðarfyrirkomulag peningastefnunnar liggur fyrir. Umgjörð peningastefnunnar er og verður í sífelldri endurskoðun.“ Afnám gjaldeyrishafta á einu ári Gjaldeyrishöft Til lengri tíma leiða höft til efnahagslegrar sóunar.  Starfshópur Viðskiptaráðs vill að ríkið ráðist í útgáfu langtímaskuldabréfa í erlendri mynt  Styrkja þarf gjaldeyrisforða Seðlabankans til að sporna gegn hættunni á miklu útflæði fjármagns Afnám á einu ári » Starfshópur Viðskiptaráðs leggur til afnám hafta innan tólf mánaða í tveimur skref- um. » Útgáfa ríkisins á lang- tímaskuldabréfum í erlendri mynt til að létta á mögulegum þrýstingi á gjaldeyrismarkaði. » Afnám almennra gjaldeyr- ishafta þar sem samhliða yrðu þrepuð upp fjárhæðarmörk á fjármagnsflutningum og út- gönguskattur þrepaður niður. Morgunblaðið/Árni Sæberg 20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2011 ● Hlutabréf í japanska myndavélafram- leiðandanum Olympus lækkuðu um 21% í kauphöllinni í Tókýó í gær vegna ótta fólks um að það þurfi að auka hlutafé fyrirtækisins verulega og virði hlutabréfa muni þynnast út. Tap Olympus á fyrstu sex mánuðum rekstrarársins nam 32,3 milljörðum jena, rúmum 50 milljörðum króna. Er fyrirtækið enn á athugunarlista kaup- hallarinnar á meðan rannsókn stendur yfir á bókhaldsbrellum þess en talið er að þeir hafi falsað bókhaldið um fimm ára skeið. Hlutabréf Olympus féllu um 21% í kauphöllinni Reuters Farinn Woodford, fyrrverandi forstjóri Olympus, ljóstraði upp um víðtækt svindl. ● Evrusvæðið mun ganga í gegnum nokkra niðursveiflu fyrri hluta næsta árs, eða „napran vetur,“ eins og endur- skoðendafyrirtækið Ernst & Young orðaði það. Hin milda kreppa sem fyrirtækið telur lík- lega á næsta ári hjá evru-ríkjunum verður til þess að hagvöxtur alls ársins 2012 er áætlaður aðeins 0,1%. Einnig er talið að atvinnuleysið fari ekki undir 10% á svæðinu. Tölur frá skuldugasta ríki Evrópu, Grikklandi, sýna að þegar árið endar er lík- legt að landið hafi slegið öll sín met um efnahagslega niðursveiflu. Árið 2010 dróst hagkerfi landsins saman um 4,5% en í ár stefnir í að samdrátturinn verði enn meiri en þau 5,5% sem spáð hafði verið fyrir um. Grikkland Skuldsettasta ríki Evrópu. Niðursveifla hjá evru-ríkjunum á næsta ári Reuters ● Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn fimm evr- ópskra banka á þeim forsendum að þeir eigi við lausafjárvanda að stríða. Bank- arnir eru Danske Bank, Crédit Agricole, Rabobank, Banque Federative du Credit Mutuel og OP-Pohjola Group. Er ein- kunn Danske Bank lækkuð úr A+ í A. Lánshæfiseinkunn Danske Bank lækkuð                                         !"# $% " &'( )* '$* +,,-, +./-,0 ++1-23 ,+-40. ,5-4/+ +1-03+ +,/-,1 +-3213 +.1-21 +3.-2. +,,-0/ +./-1 ++1-// ,+-0+ ,5-03+ +1-35, +,/-24 +-31,+ +..-,4 +3/-+, ,+1-5+.. +,,-1. +/5-+2 ++.-44 ,+-01, ,5-3++ +1-334 +,/-// +-3121 +..-1/ +3/-32 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Munið að slökkva á kertunum Setjið aldrei servéttu utan á kerti Slökkvilið höfuborgasvæðisins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.